'EG GRÉT LÍKA!

ÍSLENDINGAR FENGU SILFRIÐ
OG FJÖLSKYLDA RAMSES FÉKK GULLIÐ
TIL HAMINGJU ALLIR!
 Grátið af gleði

Innlent | mbl | 26.8.2008 | 10:12
Paul Ramses kyssti íslenska jörð þegar hann hafði sameinast fjölskyldu sinni að nýju í nótt. Hann segist þakklátur guði og öllum sem lögðu honum lið. Málið sé sigur fyrir íslenskt réttarkerfi. Miklar tilfinningar brutust út við endurfundina og viðstaddir klöppuðu fyrir fjölskyldunni.

mbl.is Grátið af gleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Dásamlegar fréttir og ég vil að þau fái íslenskan ríkisborgararétt. Búin að þrasa við Snorra vin okkar.  Tengdadóttir Jóníu Bjartmaz fékk íslenskan ríkisborgararétt einn tveir og tíu. á meðan hafði fullt af fólki beðið eftir íslensku ríkisborgararétti. Það á að ganga jafn yfir alla en því var ekki að heilsa þegar tengdadóttir Jónínu Bjartmaz átti í hlut.

Silfur og gull á ég ekki... en ég samgleðst Paul og fjölskyldu og ég er svo stolt af strákunum okkar. Þeir eru hetjurnar okkar.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.8.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Já heyr heyr Rósa mín nú skal þetta fá réttláta meðferð.

Og strákarnir eru flottir, gaman þega húlluhæið verður á morgunn.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 26.8.2008 kl. 14:33

3 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Yndislegar fréttir. Þetta er sko betra en allt verðlaunagull í heiminum

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 26.8.2008 kl. 15:59

4 identicon

He he. Hann er bara að plata. Var aldrei í hættu og lýgur meir enn hann mígur! Að fólk sé að trú tessu rugli! Margsinnis er búið að koma framm að hann er að ljúga að yfirvöldum.

Hverjir eru í tessum grátkór? Lúkasar liðið kannski!

óli (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 17:08

5 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Óli ef hann er að ljúga ætti hann skilið að fá óskarinn fyrir frábæra leikhæfileika, ef ekki fyrir hvað ættir þú að fá verðlaun æi góði besti!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 26.8.2008 kl. 21:31

6 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

óli hvaða dramatík er í gangi, típist þegar einhver nýtur góðs af, þá er alltaf einhver sem vill brjóta niður og öfundast. Vona að þetta hafi ekki með fordóma að gera því maðurinn er svartur!!! 

Óli: Hefur MARGSINNIS komið fram að hann sé að ljúga um það að hann verði drepin í sínu eigin heimalandi?. komdu með heimild um það.  Maðurinn gerir allt til að vera hjá þeim sem henn elskar og örugglega þú líka óli. Settu þig í spor þessa manns og hættu þessum hroka.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 26.8.2008 kl. 21:47

7 identicon

Já frábært með silfrið - ég grét af gleði !!!!!!!!!

Hvaða hvaða er bara æsingur á síðunni - verði góð og já mér finnst frábært að þau hafi náð saman fjölskyldan !  ef hann er að ljúga er mér alveg sama !  Mér kemur það ekki við, hvað myndi maður gera sjálfur ef það væri verið að stía manni frá barninu sínu og maka ??? ég bara spyr !! 

Sigga Guðna (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 23:46

8 identicon

http://visir.is/article/20080826/FRETTIR01/611657993

Stjórnmálafréttaritari við eitt af stærstu dagblöðum Kenya segir að Paul Ramses Odour verði ekki í neinni hættu þótt hann snúi aftur til heimalandsins. Eric Shinoli vinnur fyrir blaðið Daily Nation.

Paul Ramses hefur sagt hér á landi að hann hafi verið einn af kosningastjórum stjórnarandstöðunnar sem Raila Odinga leiðir. Hann hafi lent á dauðalista fyrir þær sakir.

Eric Shinoli kannaðist ekki við nafn Ramsesar og taldi þó að hann þekkti alla helstu stuðningsmenn Odingas. Hvað sem því liði væri Ramses ekki í nokkurri hættu þótt hann sneri aftur til Kenya.

Raila Odinga sé jú orðinn forsætisráðherra landsins í samsteypustjórn sem vinni vel saman. Flestir samstarfsmenn hans séu orðnir opinberir starfsmenn.

Þar fyrir utan sé Odinga sterkur persónuleiki og ef einhver af stuðningsmönnum hans eða samstarfsmönnum hefði lent í einhverjum vanda hefði hann gripið inní.

Um síðustum áramót hafi verið óróleiki í landinu og kannski ástæða til þess að hafa einhverjar áhyggjur. Nú væri hinsvegar komin sterk ríkisstjórn og stöðugleiki.

Shinoli sagði að það sé því engin ástæða fyrir Kenyabúa að sækja um hæli einhversstaðar sem pólitískur flóttamaður.

Þetta hljómaði frekar eins og maður sem vildi lifa þægilegu lífi í þróuðu landi.

Heimild:http://visir.is/article/20080826/FRETTIR01/611657993 

En auðvitað vita bloggbjánar landsins betur en allir aðrir og við hin skeptísku erum bara bjánar eða hvað? 

Baldur (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 01:47

9 identicon

bla bla bla farið að skeina ykkur það er bremsufar hjá ykkur baldur og óli!!!

öss trúi ekki sona bulli, var ekki í hættu mæ ass og ef ekki hvað með það, það er bara best að vera hér á fróni og skil hann vel að vilja vera hér og hvað þá með fjölskyldu sinni!!!!

...og baldur skeptískur hummm trúir samt spilltri´ríkisstjórn frekar en honum Paul? hvað veist þú um það hvað er að gerast bak við tjöldin, hvað veist þú um hvort hún sé enn spillt. mar veit ekkert ég meyna allt er spillt í raun! og kannski er Paul bara hræddur greyið sem ég skil vel !

loksins loksins þegar e-ð vit kemur í þessa stjórn okkar þá er líka púað á það. já það er alltaf einhver sem þarf að röfla og tuða össöss

Karó (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband