Ég féll! Hvítt duft og jólastemmning!

Ég er fallinn, ég sem ætlaði aldreiFrown búin að segja nei nei og Aftur nei, við alla biðlana, en Hanna Rúna vinkona mín kom í heimsókn og addaði mér inn á facebook þessi elska, (segir maður ekki adda?). Já og nú er ég eins og kjáni að læra inná þetta, meiri vitleysan, finnst samt gaman að fá kveðju frá fólki sem býr í öðrum heimshlutum. Finnst ég samt hafa alveg nóg að gera má ekki vera að blogga einu sinni. Ég er samt mjög róleg fyrir þessi jól, nenni ekki að stressa mig, ætla meira að segja gefa krökkunum mínum sem eru farin af heiman, megnið af jóladótinu mínu, en ég hlakka til jólanna ég er jólabarn, og læt ekki skóla, vinnu eða stress skemma fyrir mér stemmninguna, er búin að mestu með jólapakka og Tinna mín sér um að pakka inn fyrir mig þessi elska. Smá fyndið sem gerðist um daginn hjá mér, við Tinna vorum á kafi í bakstri og gerðum allt þrefallt og fjórfalt því hún var líka að gera fyrir sig svo má ekki gleyma kareni sem er á kafi í prófum, og öllum hinum krökkunum, sem finnast sörur og lakkrístoppar góðir, en mér fannst á tímabili ég vera stödd í bakaríi, en þegar ég ætlaði að enda á því að gera lagköku sem ég geri alltaf fyrir jólin, þurfti ég að gera mikið smjörkrem, og það vantaði pínu flórsykur, þannig ég trítlaði upp til Lóu á efri hæðinni, og hún hélt það nú, hún ætti nóg af því, þegar ég er að byrja maka kremið á, kemur Lóa mín askvaðandi og hrópandi Guð minn góður ertu byrjuð? Já hvað? Æi ég lét þig hafa kartöflumjöl en ekki flórsykur, úps þetta þýddi að allt kremið fór í ruslið og Gísli minn fór út í búð að kaupa allt sem þurfti, og Lóu verður ekki heilsað næstu daga hehe! Nei nei bara fyndið eftir á og smá kennslustund, kannski að smakka það sem maður fær lánað, sérstaklega svona hvítt duftSick.

Jæja ég á bara eftir að mæta einn dag í skólann og þá er ég komin í frí YES! En það er samt vinna, og nóg að gera félagslega, ég á nefnilega frænkur í báðum ættum, sem eru hittingsjúkar og pakkasjúkar, sem er bara frábært og alltaf gaman að hittast og hlægja og skemmta sér.

Gangi ykkur vel í öllum jólaundirbúningi og plís ekki fara yfirum hvorki í stressi eða á korti Sideways

Sjáumst á bloggi eða kannski bara á feisinu, eða röltinuSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl mín kæra.

Í saumaklúbb nýlega vorum við að baka pönnukökur. Astrid mákona mín kom með efnið í pönnukökurnar. Hún var með litla toppvörubauka. Annar var með hvítt lok en hinn með rauðu loki. Þegar ég var búin að baka tók ég þennan með hvíta lokinu og stráði á litla pönnuköku sem var gerð úr afganginum. Mér fannst þetta skrýtin sykur og smakkaði á þessum sykri en þá var það salt og pönnukakan fór í ruslið. Hanna lenti líka í þessu og gaf Ester Evu sem er þriggja ára. Hanna varð svo undrandi að barnið át ekki pönnukökuna og fór að athuga þetta og þá hafði hún stráð salti í pönnukökuna. Hún sagði að sér fyndist nú ekkert skrýtið að barnið hefði ekki vilja borða pönnukökuna.

Nenni ekki á facebook.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.12.2008 kl. 18:42

2 identicon

 ég er á feisinu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 09:12

3 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Rósa mín Ég sagði lengi nei við feisið, en er komin inn, kannski þú eigir eftir að freistast eins og ég Já það er eins gott að vera með þessi efni á hreinu hehe!

Hmm pönnukökur með sultu og rjóma það er toppurinn!

Birna mín ég finn þig á feisinu

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 17.12.2008 kl. 10:02

5 identicon

ætli mar endi ekki á feisinu allir að segja manni að koma, allir að hætta að blogga og meira segja kallinn gamli komin með solleis hehe þá er mikið sagt.

elska þig mamma, kökurnar eru svo vel þegnar í þessu prófastússi! =)

...ps. arnar stendur hér yfir mér og hann biður INNIlega að heilsa eins og hann orðar það haha lovja  

Karen Dögg (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:50

6 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Rósa mín bloggið er að mínu mati skemmtilegra en facebook. Svona meira rólegheit yfir því. Facebook er meira að að kíkja og segja hæ, how are you all doing. Hitta fólk frá öðrum heimsálfum en samt er ég ekki beint að nenna þessu. Greinilega að verða gömul. Þetta er of mikill hraði og of miklar upplýsingar í einu hehe. Bryndis mín hittumst við ekki um helgina? kíktu á mig, ég er heima og borða pensilin, er komin með streptakokka og algjör drusla. Þannig að ég er heima.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 13:09

7 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Sælar stelpur Rósa og Svandís takk fyrir innlitið.

Karen

Hanna mín ææ ertu drúsla núna, það væri gaman að kíkja um helgina en ég er að vinna svo ég veit ekki hvaða tímiverður afgangs, ætla að sjá jólaleikrit í Betaníu á lagard kl 18 og hlusta á Villa minn syngja. verum í bandi

er að fara núna í kv með Kareni og tinnu að hitta njálsgötusystur og ætlum við að hafa pakkakveld á skólabrú og panta okkur pizzu.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 18.12.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband