ERUM VIÐ HOLDSVEIK?!

Ömurleg lífsreynsla sem þessi íslendingur lenti í, mér finnst að nú eigi Danir að fjalla um þetta í sínum blöðum og taka á þessu og biðjast afsökunar svona haga menn sér ekki við mann í nauðum, eða er þetta framkoma sem er komin til að vera? Ég vona að við sem íslensk þjóð förum ekki að svara í sömu mynt, heldur komum fram við náungann eins og við viljum láta koma fram við okkur.

Eigið góðan og slysalausan dagSmile


mbl.is Danir vildu ekki bjarga Íslendingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara bull í honum. Skv. fréttum í DK, þá strandaði hann á laugseftirmiðdegi og var lóðsað af strandstað á sunnudegi kl. 15:10. Svo var hann með skæting og læti. Var hvorki með sjókort né staðsetningartæki sem á að sigla eftir. Sjá http://amtsavisen.dk/apps/pbcs.dll/article?AID=/20081027/RAM/720471670/1142/AMTSAVISEN

Samkvæmt því sem ég þekki, þá á maður ekki að sigla eftir baujum hér í DK, heldur einungis nota þær til aðstoðar, en maður á að nota sjókort. Félagi minn sem siglir mjög mikið á Limafjarðarsvæðinu segir að vegna þess hve grunnt það er á mörgum stöðum hérna, leggja hreinlega ekki allir í að aðstoða fólk sem hefur strandað, og danir gera hreinlega ráð fyrir því að fólk hafi samband við yfirvöld til að láta draga sig út. Það eru jú lóðsbátar hjá flestum höfnum. (ég bý við Limafjörðin og hef sjálf siglt um hann)

Það er margt sem hægt er að kenna kreppunni um.....en þetta finnst mér einum of langt gengið.

Námsmaður í Danmörku (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Ef þetta er rétt þá horfir það allt öðruvísi við.

Bkv til þín í DK.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 14.11.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Ekki vil ég trúa námsmanni í Danmörku. Danir hafa sýnt okkur sitt skítuga eðli. hefur þú fylgst með Kristínu bloggvinkonu minni sem á heima í Velje. Hún er öryrki. Bæturnar hennar hafa lækkað um helming vegna ójafnvægis á milli ísl. kr. og dr. kr. Hún hefur beðið kommúnuna að hjálpa sér en þeir vilja ekkert fyrir hana gera.

Danir ættu að læra að láta reiði sína ekki bitna á saklausu fólki. Það voru bara orfáir sem voru í Útrásarliðinu. Danir þurfa að fá upplýsingar um hvaða afleiðingar þetta allt hefur haft á almenning hér á landi sem eru að missa aleiguna, missa vinnuna og ýmsir erfiðleikar koma í kjölfarið s.s. hjónaskilnaðir. 

Þetta er ekki okkur að kenna og Danir hafa sýnt okkur hræðilega framkomu en við vitum að þeir þurfa að svara til saka með það eins og allir sem gera rangt á sínum hinsta degi. Ég öfunda þá ekki þá.

Guð veri með þér krúttið mitt - dúllan mín

Kær kveðja/Rósa

Megi almáttugur Guð fyrirgefa Dönum.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.11.2008 kl. 12:56

4 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

það er eitthvað spúkí við þetta, heyrði að þetta væri uppspuni í kallinum enda eitthvað spes týpa.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 10:16

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, þetta mál er eitthvað duló.  Karlanginn sérstakur og sérviskupúki, og baunarnir ekki þeir umburðarlyndustu við Frónbúa um þessar mundir....svo allt fór í hnút.

Sigríður Sigurðardóttir, 15.11.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband