Smá hugleiðing.

Ég var ekki ánægð þegar ég sá þessi mótmæli í gær, hvað er fólk að reyna að fá fram, og þegar drengurinn hrópaði í myndavélina: Svona er lýðræðið á Íslandi í dag! Er það málið að fá að brjóta lög og ætlast til að lögreglan skipti sér ekki af því, hvað ef þessi sami maður, yrði fyrir því að verða laminn og barinn, færi svo til lögreglu, en hún myndi bara yppta öxlum og segja við getum ekkert gert þetta er lýðræðislegt þjóðfélag. En sem betur fer er þetta ekki stór hópur og mótmælin hafa farið friðsamlega fram undanfarið og vil ég vera í þeim hópi.

En önnur frétt sló mig, um gamla manninn sem hafði verið látinn í marga daga án afskipta, ég ætla ekki að dæma það, enda veit ég ekkert um aðstæður hans,en engu að síður fannst mér þetta sorglegt og þar sem ég vinn með öldruðum eru málefni þeirra mér hugleikin, og ég hef því miður orðið vitni að andlegu ofbeldi á öldruðum, og það er hræðilegt. Aldraðir eru minnihlutahópur, en það eru þær raddir sem láta ekki oft í sér heyra í þjóðfélaginu, berjast ekki fyrir réttindum sínum, eru kannski ekki í aðstöðu eða færni til þess. Fólk verður kannski hissa og undrandi og spyr sig hvernig er hægt að vera vondur við gamalt fólk, en ég hef séð hvernig það er hunsað, vanrækt og fé er haft af því, án þess að fórnarlambið kvarti eða láti vita, þetta er hræðilegt ofbeldi, og það ofbeldi sem fær að þrífast í leynum er bara gróðrastía sem verður að uppræta, ég veit ekki nákvæmlega hvernig en öll opinber umræða er af hinu góða, þess vegna finnst mér að það mætti vekja meiri athygli á þessu, og ef fleiri hafa eitthvað til málanna að leggja vil ég gjarnan heyra það.

Góðar stundir.


mbl.is Einn handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svo sorglegt.Bæði málin

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

já pælið í því hvernig allt er að verða ...  mjög sorglegt á hvaða tímum við lifum á .

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 9.12.2008 kl. 12:02

3 identicon

Vá svo hjartanlega sammála þér!

lýðræði að mega brjóta lög.. hmm hvar eru mörkin ...

þetta eru góðar hugleiðingar eins og þú orðar það svo vel ;)

love yoy baby :*

Tinna Björt (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 12:17

4 identicon

já mjög spes ,,mótmæli'' en það sýnir samt líka hvað fólk er orðið örvæntifullt og reitt....

ofbeldi gagnvart öldruðum er alltof algengt, ég hef verið að gera ritgerð um það og það sló mig að lesa um þetta. það vantar alveg úrræði fyrir þau og rannsóknir um þetta mál..!!! 

Karen Dögg (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 14:41

5 Smámynd: Anna Gísladóttir

Mikið er ég sammála þér.  Svo finnst mér þessir rugludallar (örfáu) fá full mikla athygli fjölmiðla.  Frekar væri að segja ekkert frá svona uppátækjum því þetta er það sem þeir vilja, athygli fjölmiðla.  Sumir geta ekki einu sinni sagt skilmerkilega hverju þeir eru að mótmæla ....

Já og þetta með gamla manninn, mikið er þetta sorglegt að þetta skuli geta átt sér stað .......  

Hafðu það gott

Anna Gísladóttir, 9.12.2008 kl. 21:11

6 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Sælar stúlkur mikið erum við sammála og Anna fjölmiðlar vilja allt svona neikvætt og vekja athygli á því, en ef það er bænaganga genginn í bænum og allt fer friðsamlega fram, þá er það ekki nógu spennandi.

kærar kveðjur bev

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 9.12.2008 kl. 23:25

7 identicon

já nákvæmlega, ég vissi nú ekkert af þessari bænagöngu og hefði alveg viljað fara með =)

Karen Dögg (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:05

8 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Góð hugleiðing.  Sammála þér í báðum málum.  Vinn sjálf með öldruðum, og það er frábært fólk sem á allt gott skilið.  Ofbeldi er hörmulegt hvernig sem á það er litið.

Sigríður Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband