28.4.2008 | 20:55
Tónleikar!
Þegar ég var 13 ára þá heyrði ég fyrst í Andrea Chrouch, og gjörsamlega heillaðist, og hef svo alltaf haldið upp á hann sem söngvara, laga og textahöfund. Það er eitthvað við lögin hans, sem snerta mig, hann syngur Gospelmusík, sem þýðir einfaldlega fagnaðartónlist. Og nú er þessi frábæri listamaður að koma og halda tónleika í Fíladelfíu 25 mai. Ég er svo lánsöm að vera í Gospelkór Reykjavíkur, og við eigum að syngja með honum, ásamt Gospelkór Fíladelfíu. Vá það er svo skrítið að fara að syngja með söngvara sem maður er búin að hlusta á síðan maður var krakki, en auðvitað er hann líka bara venjulegur maður, sem notar hæfileika sína í þjónustu fyrir ríki Guðs.
Ég hlakka samt rosalega til og er alveg viss um að þetta verður blessað og aftur blessað!
Ég setti inn að gamni gamla upptöku þar sem hann tekur nokkrar syrpur! Gaman af þessu!!
Athugasemdir
Ég fór á tónleika með honum á Broadway á Hotel Íslandi og fer væntanlega núna líka.Maðurinn og lögin eru gargandi snilld
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 21:03
já vá hann er algjört æði !!!!!!!!!
Sigríður Guðnadóttir, 28.4.2008 kl. 21:44
Já ef þið ætlið að fara myndi ég ekki bíða lengi, því það verður pottþétt uppselt! Sjáumst í Fíló!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 28.4.2008 kl. 22:01
Verður hann í Fíladelfíu??
Af hverju er þetta ekki haldið í stærra dæmi.. t.d. Laugardalshöllinn, Egilshöll eða eitthvað svoleiðis. Hvað getur Fíló tekið marga í sæti?
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 28.4.2008 kl. 22:34
Sammála síðasta ræðumanni, vil bara fá kallinn í laugrdalshöll!!!
En þessir tónleikar verða snilld, og bara stolt af momsí mom að vera fara syngja m honum íha..
Rosalega ertu dugleg að gera einhvað nýtt á þessa síðu, algjör snilli..
´Mamma þú veist ég elska þig mest og best!!!
Tinna Björt (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:41
o já vei ég kem =) hlakka svo til verður æði . og verður mest æði fyrir mig að sjá mömmu á sviðinu, er svo stolt af þér my mom ;) verður geggjað!!!! kisskiss
Karó (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:58
Já það er svo rosalega dýrt dæmi, að það var ekki lagt í það, en þetta verður dásamlegt gogo kaupa miða!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 29.4.2008 kl. 16:14
you go girl... þú ert best
ekki surning
love you í ræmur
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 30.4.2008 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.