ÖFUND!

Ég hef verið að hugsa hvort ég öfunda einhvern, að því ég vil ekki öfunda neinn, eins og er finn ég ekki fyrir slíku, en það er ekki þar með sagt að ég sé laus við það.  Þegar ég var svona 7 ára trippi og svo til áhyggjulaus, átti ég fullt af vinum í hverfinu og við vorum mikið saman og brölluðum ýmislegt, en það var ein stúlka, sem var svona betri vinkona mín, mikið rosalega öfundaði ég hana, málið var að pabbi minn var lítið heima, því hann vann mikið og kom oft seint heim á kveldin, ég saknaði hans sárlega, en vinkona mín, átti líka pabba, sem var iðulega heima, og virtist ekki þurfa að vakna á morgnana og koma seint heim á kveldin, mér þótti þetta alveg hróplega óréttlátt, og ég gleymi því aldrei hvað ég óskaði þess heitt að pabbi gæti líka alltaf verið heima, en það var ekki fyrr en löngu seinna, að ég komst að því af hverju pabbi hennar fór aldrei í vinnuna, þessi ágæti fjölskyldumaður var dagdrykkjumaður, og gat þess vegna ekki stundað vinnu. Ég lærði heilmikið af þessu. Hver kannast ekki við að horfa með aðdáun á fyrirmyndarhjónin sem eru svo hamingjusöm, og dásamlega falleg saman, frúin fær blóm við minnsta og ekkert tilefni, börnin eru eins og aðalleikarar í sound of musik, en úpps eitthvað var ekki að ganga upp, því þau skildu eftir 18 ára hjónabandsælu. Ég held við ættum bara að reyna að sleppa því að öfundast, að því við vitum aldrei alla söguna, alveg eins og við getum ekki dæmt fólk, að því við höfum ekki verið til staðar allan tímann, og höfum því ekki hugmynd um hvað það hefur þurft að ganga í gegnum.

Sumir virðast geta gengið í gegnum lífið snuðrulaust, og þar með eiga ekki eins auðvelt með að skilja aðra, en auðvitað fáum við öll okkar skerf. það er alveg merkilegt  hvað við erum fljót að sjá flísina í auga bróður okkar, á meðan við finnum ekki fyrir eigin bjálka. Ég þarf stöðugt að minna mig á, að það er ekki mitt að vera dómarinn, heldur frekar eins og ég vil að aðrir menn geri mér, þannig skal ég og þeim gjöra.

Lifið heil systur og bræður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já þær eru vondur félagskapur, systurnar öfund og afbrýðisemi. gott að vera sáttur með sitt og hafa þær víðs fjarri.

Brjánn Guðjónsson, 5.5.2008 kl. 16:41

2 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

vel mælt sis... öfund er ótrúlega mikil orkusuga og ávextir hennar ekki góðir.

best að forðast það út í það óendanlega að vera öfundast út í einn og annan. En málið er að þetta er ótrúlega lúmskt svo það er best að vera á varðbergi. Þessi hugsun kemur eins og þjófur að nóttu og læðist inn í hugsanir okkar og að lokum brýtur okkur niður. Ekki Gott. Svo verum varkár og hertökum sérhverja hugsun.

loveyouíræmur

Hanna

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 5.5.2008 kl. 20:42

3 identicon

word word =)

jamm það er satt, grasið er ekki alltaf svo grænt hinum megin þegar maður er komin þangað. 

Karó (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 19:53

4 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

wow þú hefur svo hryllilega rétt fyrir þér að það hálfa væri yfirdrifið  

Sigríður Guðnadóttir, 6.5.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband