Góða helgi!

Ég elska föstudaga og ég elska mai.Smile

Föstudagar eru ávísun á frí, og mai er von um bjarta sumardaga framundan. Svo er ég og Gísli boðin í brullup á morg. og það er eitthvað svo rómantískt við það.  Ég veit ekki hvað maður gerði ef maður ætti enga von, von um betri tíð, von um hækkandi sól, von um kauphækkun, von um frið, von um að að krónan styrkist, von um að allir verði vinir í skóginum, og blablabla já annars væri þetta allt hálf vonlaustSideways! Ég hef nú oft fengið að heyra það að ég væri bjartsýnasta manneskja ever. Einhvern veginn finnst mér það betra en að vera sú svartsýnasta, ég er svona, æi þetta reddast týpan!

En talandi um frí helgi, þá á það nú ekki um mig, ég vinn vaktavinnu og vinn aðrahvora helgi og þess á milli, en vegna fyrri ánægju af pottþéttu helgarfríi, er þessi fílingur en í mér, og oft er ég líka heima þegar aðrir eru í vinnu á hefðbundnum tíma. Það eru kostir og gallar við allt, allavega það sem er jarðneskt. Ég átti að vera vinna þessa helgi en er búin að redda mér skiptivakt á morgun og ætla í mitt fínasta púss í rómantíkina, og vonandi verður allt sem telst auka á mér til friðs alla vega ekki of áberandi, svo ég líti nú ekki út eins og vonlaus uppgjafaleikfimisiðkandi.

Ég vona að við eigum öll góða helgi vinnandi eða í fríi, og missum aldrei vonina á það sem við þráum mest. InLove

P:S Æi ég vona að það verði ekki rigning á morgun!Kissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

pældu í því ...svo er ekki bara föstudagur, það er sko ´Hvítasunnuhelgi þannig að það er líka frí á mánudaginn vííííííí

Góða skemmtun á morgun í brulubinu.... þau eru svo sæt Hanna Guðný og Daniel.

Því miður spáir rigingu á morgun

Hey sástu póstinn frá mér um leyndardóm kirkjunar í Santa Fe..??? Awsome

kv Hannsa

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 19:23

2 identicon

go von, maður lifir á voninni!! =)

Karó (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 22:14

3 identicon

Já vá var ekki einu sinni að spá í að þetta væri extra löng helgi, bara meira gaman! já það væri nú ekki amalegt að fá svona smið í framkvæmdir, þetta er stórmerkilegt, ég kaupi þetta, er þetta ekki annars ókeypis?

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 00:20

4 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

elsku dúlla - sjáumst á morgun í brúðkaupinu !!!!

alveg sammála með bjartsýnina - veltum okkur ekki upp úr ruglinu heldur hamingjunni

lofjú hon

Sigríður Guðnadóttir, 10.5.2008 kl. 01:33

5 identicon

Þú ert nú meiri bloggarinn!

Æðislegt brúðkaupið í gær, þau svo falleg og fín!

mamma ég elska þig, ég var að senda þér sms, eins gott að þú svarir..   hoho...

luv

Tinna björt (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband