Stóðstu prófið?

Ég var að lesa smá grein í mogganum í morgun, eftir Halldóru Jónsdóttur,  hún skrifar af því að hún er leið og sár vegna skrifa einhverra konu sem telur að ætti að eyða börnum með downs heilkenni, en Halldóra er með downs. Ég dáist af Halldóru og finnst hún falleg og hugrökk. Ég verð líka sár og leið þegar ég heyri fólk tala um þá sem ekki teljast ''heilbrigðir" vera óæskilega, eða að þeir eigi ekki tilverurétt. Halldóra segist vera hamingjusöm og lifir innihaldsríku lífi og ég efast ekki um það eina sekúndu. Hver hefur rétt á að segja að hennar líf sé minna virði en mitt? Hvernig er þetta að verða eiginlega erum við svona eigingjörn og höfum það svo gott í okkar feita þægindahring að allir sem greinast í móðurkviði ekki eins og við "hin" eru óæskilegir, og þá er nú gott að hafa þetta yndislega frelsi, og ráða ferðinni. En hver erum við hin? Svona ægilega heilbrigð, ég bara spyr, það má nú deila um hvað er heilbrigt og ekki. Erum við heilbrigð í hugsun, er ekki yndislegt að fæða heilbrigt barn, en svo seinna meir ánetjast það vímuefnum, er það heilbrigt? Ég hef heyrt nokkrar ungar konur tala um að þær myndu ekki hika við að fara í fóstureyðingu, ef eitthvað væri að barninu, svona eins og að tala um gallaða vöru, sem er með skilafrest, ég held þetta sé okkur öllum að kenna, við stöndum ekki saman hvorki sem einstaklingar né samfélag. Hvernig verður þjóðfélagið eftir 20 ár allir svo heilbrigðir og flottir, búið að eyða öllum sem stóðust ekki prófið. Elsku Halldóra og allir sem eru einstakir, ég vona að þið eigið fyrirgefningu í hjarta, og finnið ykkur velkomna, og getið verið stolt, því þið þurfið ekki að skammast ykkar fyrir neitt, það erum við "hin" sem mættum staldra við. það er endalaust talað um rasisma og fordóma HVAÐ ER ÞETTA? Nei látum ekki blekkjast af ytra útliti, það sem hefur fengið á sig heilbrigðistimpil, mætti oft á tíðum endurskoða!

Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil! 

Guð geymi okkur öll!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Spurningin er, hvenig eigum við að hafa mörkin við ,,fóstureyðingu"?

Miðum við við 12 viku eða  936. viku (18 ára aldur)

Ef menn passa ekki inn í normið, þa´hvað?

Sjásescu sagði engin vandamál hjá sér, hann eyddi þeim.

Bjarni Kjartansson, 15.5.2008 kl. 11:37

2 identicon

Vá, snilldar blogg hjá þér!!!

Greinilega algjör snillingur þessi Halldóra, langar að sjá greinina hennar!

Ég þekki einn mjög vel sem er með downs og án gríns þetta er einn skemmtilegasti og lífsglaðasti maður sem ég þekki. Hann er svo yndislegur, hann er sko sannur vinur! Hann hefur gert mikið fyrir fjölskyldu sína, mamma hans var aðeins 15 ára þegar hún átti hann, ef hún hefði valið að eyða litla lifinu sem Guð gaf henni hvort sem það telur til heilbryggt barns eða ekki, þá væri hann ekki hér, og vá allir sem þekkja hann taka undir orð mín að lífið væri litlausara.. ég hreinlega sakna hans núna þegar ég tala um hann:)

En eins og þú sagðir "myndu pottþétt láta eyða því ef það væri einhvað "að"" hversu mikil fáfræðsla og bara mannvonska að hugsa svona, afhverju eiga þau minni rétt á að lifa?? Eru foreldrarnir að hugsa um börnin eða sjálfan sig?? alveg tvímælalaust sjálfa sig, þar sem það hefur sko marg sannað sig að t.d fólk með downs er eitt lífsglaðasta fólk í heimi!

Ég viðurkenni það að ég fór í hnakkaþykktamælingu þegar ég var gengin 12 vikur, en við sögðum bæði að það væri EKKI til þess að eyða litla lífinu sem við vorum þegar farin að elska, heldur frekar að "undirbúa" okkur betur.

ég segi ef ég myndi eignast barn með downs, eða með einverjar sérþarfir, þá er mér greinilega treyst fyrir því, og tek ég því eins og öðru í lífinu :)

 Sorry langlokuna langar að skrifa miklu meir, en mér er illt í bakinu!!

love Tinna

Tinna Björt (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 13:31

3 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Guð skapari okkar gerir aldrei mistök en það gerum við mennirnir með því t.d að eyða því sem hann hefur skapað að því við höldum eitthvað annað.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 15.5.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Heiða Björk Ingvarsdóttir

Hæ hæ Bryndís og takk f. síðast ;) og já.. glæsileg færsla hjá þér, ég skaust beint fram að næla mér í moggann til að lesa greinina.

Ég verð bæði reið og sorgmædd þegar ég sé að fólk er virkilega ennþá með svona viðhorf til fólks með Downs heilkenni, og bara fólks með fatlanir yfir höfuð.

 Ég er ansi hrædd um það að það yrði ekki mikið eftir af okkar fallega mannlega margbreytileika ef við ætluðm að sigta alla úr sem ekki teljast nægilega "heilbrygðir" Oftar en ekki þá er það samfélagið okkar sem fatlar einstaklinganna miklu meira, með því að byggja upp samfélag sem rúmar ekki alla, en svona er þetta..

Bið að heilsa Tinnu minni,

 kv. Heiða

Heiða Björk Ingvarsdóttir, 16.5.2008 kl. 00:45

5 identicon

vá merkilegt! ég las einmitt Þessa frétt í blaðinu og ég les aldrei greinar í blaði og ég bara átti að  lesa þetta og þetta snart mig mjög!

pælið í því síðan að það var hægt að sjá á með göngu hvort barnið er með downs þá hefur einungis eitt barn fæðst með downs! pæliði í því!!!!!!!!!!!! allir hinir hafa ,,eytt'' því óæskilega og óþægilega. já maður verður sár og reiður og ég skil hana Halldóru vel ég bara skil ekki að einhver hafi virkilega látið þetta út úr sér í blaði!

Guð hefur ákvörðun með hvert og eitt líf og við höfum ekki leyfi að taka það og skemma áætlun Guðs (ekki það að Guð er miskunnsamur og hann dæmir en ekki við, við getum bara sagt hvað er rangt og rétt en Guð þekkir hjörtu fólks og tekur við iðrunum)

ég held einmitt að Guð hafi eitthvað sérstakt verk fyrir fatlaða hér á jörð. það er eitthver æðri tilgangur, ég trúi því. eins væmið og það má líta út fyri. þau hjálpa okkur að skilja og umbera og þau kenna okkur svo margt. þau kenna okkur margbreytileika lífsins. 

fólk með downs og aðrar fatlanir eru fullgildir samfélags þegnar hér á jörð eins og við hin og eiga rétt á öllu eins og við hin! að sjálfsögðu. ef ég vil vita af sköttunum mínum fara e-ð þá er það til svona málefna (til að tryggja réttindi þeirra og betri lífsgæði).

já og svo sammála Tinnu minni ef að Guð felur okkur það verkefni þá hefur hann treyst manni fyrir því, hann mun vel fyrir sjá!! ekki það að það er öruggega samt erfitt. 

æj vá maður gæti skrifað endalaust þetta er svo stór málaflokkur og snertir mann djúpt. bara go go Halldóra =)

þetta ætti að heita opps ekki downs =) bara pæling híhí

Karó (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 01:03

6 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Vá Bryndís þú ert algjör snillingur !!!!!  mér finnst við ekki eiga rétt á því að eyða lífi sem Guð hefur kveikt.  Takk fyrir þennan pistill ég get ekki verið meira sammála þér !

ég fór að hugsa þegar Jói minn fór að missa hárið, þá fann ég hvað ég þurfti að vernda hann meira ( þó það sé ekki alvarlegt) og ástin verður sterkari þegar maður upplifir að eitthvað sé ekki alveg í norminu með barnið sitt - en ég þakka Guði fyrir hvað hann er æðislegur á hverjum degi. 

þú ert æði og ég elska þig dúlla !

Sigríður Guðnadóttir, 18.5.2008 kl. 22:35

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir þína sterku og góðu grein, Bryndís Eva, – og hjartanlega til hamingju með fallega, nýfædda barnið í fjölskyldu þinni.

Jón Valur Jensson, 20.5.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband