ORÐIN AMMA!

Ég óska sjálfri mér hátíðlega til hamingju ég er orðin alger amma. Fyrstabarnabarnið mitt dama fæddist 4:51 að nóttu 18 mai, og var 13 og hálf mörk og 48 cm. Ég, karen og Ottó vorum hjá Tinnu minni allan tímann, frá fyrstu verkjum, og þangað til sigur var unninn, ég ætla nú ekki að lýsa fæðingunni í díteils, en verð að segja að Tinna mín stóð sig eins og hetja. Hún var svo æðrulaus og róleg að ég var farin að segja við hana: þú mátt alveg öskra! Ég er eiginlega ekki búin að sofa síðan, og ekki búin að vera með sjálfri mér, skil ekki alveg af hverju þetta birtist ekki á forsíðu.

Ég þakka Guði fyrir að stúlkan er heilbrigð og hún er bara svo dásamleg að ég get bara ekki líst því, ég þakka þeim sem hafa beðið, að allt gengi vel og allar fallegu kveðjurnar, þið eruð líka dásamleg, reyndar finnst mér allt núna vera himneskt!

Sem sagt móður, barni og ömmu heilsast vel. Guð geymi ykkur!

P:S Sjáið myndir í albúmi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju med litlu prinsessuna!! Knusadu Tinnu fra okkur öllum herna i Svithjod... vid söknum ykkar. Vonandi sjaumst vid i sumar!

Love you!!!!

Camilla (i Svithjod) (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 16:57

2 identicon

Til hamingju

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband