9.6.2008 | 18:26
KOMIN Í SUMARFRÍ!
! Alltaf jafn notalegt að komast í smá frí, þurfa ekki að mæta í vinnuna á vissum tíma, get bara hangið ef stemmingin er sú, en ég byrjaði nú fyrsta frídaginn minn á að fara í ræktina með Dagnýju frænku og svitnaði aðeins þar, ætlunin er nefnilega að taka á því í sumar. Og ef sólin verður ekki feimin að láta sjá sig, verð ég pottþétt mætt með sólarolíu og finn mér stað og stund. En á ekki að fara neitt? Gera neitt? Jú ég og Gísli minn erum boðin í brúðkaup til vestmannaeyja, við ætlum að fara og vera í 3 daga og gista á hóteli, ægilega mikið rómans. Ég reyni alltaf að fara til eyja á hverju sumri, enda á ég fullt af frændfólki þar, og er reynduð ættuð þaðan. Já ég ætla bara að njóta þess líka að vera í fríi með litlu ömmustelpunni minni Indíu Kareni, ég þarf ekkert prógram, bara helst gott veður, grilla, labba niður laugaveginn fá mér ís, sitja niðri á austurvelli og skoða mannlífið, lesa góða bók inni ef rignir, já gott sumarfrí er ekki endilega langt í burtu, getur verið bara handan hornsins, og vonandi alveg nóg af SÓL, ef það bregst illilega, horfi ég vonaraugum til haustsins og stekk kannski á eitthvað gylliboð til heitara landa.
Alla vega er ég komin í frí og er alsæl með það, vonandi fáið þið ykkar verðskuldaða frí og njótið þess! Sjáumst á röltinu með ís!
Athugasemdir
je menn sammála =) við löbbum niður laugaveginn og kaupum eitthvað sætt hehe kaupa kaupa. æði =) lovja
Karen Dögg (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:55
Hæ hæ! bestu kveðjur frá okkur hér á Spáni. Hér erum við að skeikja sólina og líka fullt af ís. Til hamingju með að vera komin í sumarfrí og njóttu þess í botn.
Kíktu á síðuna mína .. ég er að reyna setja inn myndir en það gegnur smá brösulega. over and out.
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 11.6.2008 kl. 22:19
Jæja skvísa til hamingju með að vera komin í frí og við látum verða að göngutúrnum sem fyrst. Kv. úr Stekkjarhvamminum
Ella (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 15:14
jæja mamma, á ekki að koma með annað blogg :)
Þú getur nottla alltaf bloggað og dásamað börnin þín, nei bara svona hugmynd :)
Talandi um göngutúr þið á stekkjarhvammi, við litla fjölskyldan vorum að koma úr einum slíkum, löbbuðum uppí samkaup sem var nú reyndar lokið. Indía Karen fílaði vagninn sinn rosa vel, og vá Konsý tapaði sér í gleðinni, enda búin á því núna :)
Elsku mamma, amma, tengdó. þú ert best við elskum þig
Litla fjölskyldan í keflavík
Tinna Björt, Ottó, Indía Karen og Konsý :)
Tinna og Indía (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.