Hæ aftur!

Mikið eru dagarnir fljótir að líða, þegar maður er í fríi og hefur það yndislegt enda sólin búin að vera einstaklega ófeimin. Get nú ekki talið langan lista af ferðaafrekum í þetta sinn, enda Gísli minn búin að vera að vinna, á meðan ég hef verið að dingla mér.

En nú er sælan á enda í bili, verð að vinna brálað í júlí og fer svo aftur í frí í ágúst, alveg ágætt að skipta svona fríinu. Ég var ægilega dugleg að fara á Gospelhátíðina sem var á víðistaðartúni, og varð alveg hugfanginn af söngkonu sem heitir Sarah Kelly, hún er alger töffari og semur mjög góð lög og syngur með kraftmikilli rödd, keypti 2 diska með henni, og búin að hlusta og hlusta, tékkið á henni hún er frábær. Leðinlegt samt hvað þáttakan var dræm, miðað við gott veður og frábæra aðstöðu, nú er bara að læra af þessu og skipuleggja betur næst, sorry en hvar var allt kristna fólkið?

Talandi um tónleika, þá fór ég að sjá Paul Simon í gærkv. og það var virkilega gaman sat í stúku og naut þess að hlusta á  gömlu slagarana, hann var með frábært band með sér, sem kunnu vel á hljóðfærin sín, já gamli karlinn var bara einlægur og flottur, það var stemmning í höllinni.

Jæja ef ég er ekki á vakt hjá elsku gömlu vinum mínum á skjólbraut, þá er ég í búðinni Minerva, og auglýsi hér með æðislega útsölu á okkar frábæru vörum, yndislega mjúkir bolir, nærföt, náttföt og fl og fl. og ef þetta er ekki að nýta aðstöðu sína þá veit ég ekki hvað, en komið og gerið góð kaup, Faxafen 9 sjáumst og hafið það dásamlega gott!Grin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð kæra Bryndís.

Ja hérna, ég vissi ekki að þú værir að blogga og ekki Hanna Rúna heldur. Glæsilegt enda veitir ekki af hér á mbl.is þar sem nóg er af fólki sem skrifar gegn trúnni á Jesú Krist. Mælir með fóstureyðingum og er ánægt með að samkynhneigðir giftast.

Hræðilegt hvernig málin þróast á þessu litla landi. Ertu á leiðinni til Vestmannaeyja í búðkaup? Það var fjör hjá okkur þegar Helga Björk og Palli létu pússa sig saman. Geggjuð helgi.

Bið að heilsa Gísla.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.7.2008 kl. 11:30

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ aftur.

Gleymdi að segja að þetta var frábært framtak að hafa Gospelhátíð í Hafnarfirði. Vona að þetta verði endurtekið og þá heimtum við að fréttamenn veiti þessu lofsverða framtaki eftirtekt og sýni landsmönnum fréttir frá jákvæðum tónleikum sem er fínt vægi á móti tónleikum Bjarkar sem predikar að við eigum ekki að reisa álver og virkjanir en á sama tíma var hún að nota rafmagn og margar áldósirnar voru tæmdar þetta kvöld.  

Enn og aftur: Guð veri með þér kæra vinkona

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.7.2008 kl. 11:34

3 identicon

já já Rósa mín róleg á yfirlýsingunum. kristin trú felst nú aðallega í kærleika en ekki dóm á aðra. ég hugsa það allaveganna þannig að mér kemur ekkert við hvað hommarnir í næsta húsi eru að gera, gæti ekki verið meira sama. og með tónleikana þá fannst mér það hið besta mál, Björk getur nú ekki hamið gosdrykkju annarra en hún getur þó lagt sitt af mörkum sem hún svo gerði. ekkert nema gott mál að opna umræður um náttúruna, við erum að gjörspilla því sem Guð gaf okkur. og ekki ætla ég að kjósa samfylkinguna aftur ef hún fer ekki að standa við loforð sín!

öss öss og hana nú =)

er samt sammála með fóstureyðingarnar- sorglegt að vera að hvetja til þess og fegra það eitthvað. eins alvarlegt og það er.

friðarkveðja til þín Rósa ;)

Karó (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 22:30

4 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Hæ Rósa gaman að heyra frá þér, já því miður var ekki mikil umræða í fréttum af gospelhátíðinni, en svona er þetta fjölmiðlarnir stjórna traffíkinni. Ég er reyndar á því að nú er mál (ál) að linni, og landið okkar á betra skilið, og frábært framtak hjá Sigurós og Björk, þó svo að þetta sé ekki uppáhaldstónlistin mín.

Já við Gísli erum að fara í Júlí í brúðkaup hjá Guðný og Tryggva, dóttur Unnar og Simma, hlakka mikið til ætla að vera í 3 daga og anda að mér eyjaloftinu.

kær kveðja til þín Rósa!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 3.7.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband