4.7.2008 | 14:05
Getur það verið!
Lítill tveggja ára drengur lést á barnaspítalanum í gær, sem er ekki bara grátlega sorglegt heldur voru foreldrarnir búnir að fara með veikt barnið 2 dögum áður til læknis sem virtist ekki sjá ástæðu til að rannsaka frekar, þegar litla barninu versnaði stöðugt og foreldrarnir vissu að ekki var allt með felldu, fóru þau aftur, og meðan var verið að ath drenginn, lést litli snáðinn í höndunum á læknunum, hann var með sprunginn botnlanga. Í nútíma þjóðfélagi þar sem við erum með einn virtasta barnaspítala í evrópu og færustu lækna, sem eru að sjálfsögðu líka bara mannlegir, þá hefði þetta samt ekki þurft að gerast ef hann hefði strax verið rannsakaður.
Samúð mín og hugur er hjá þessum foreldrum sem syrgja litla drenginn sinn, Guð styrki þau og huggi.
Foreldrar barnsins eru báðir Pólskir, getur verið að það hafi haft áhrif á þjónustuna, ég veit það ekki?
Athugasemdir
Vá hvað þetta er sorglegt, tilhugsunin að missa barnið mitt er mér um megn!! Guð styrki þessa fjölsk. !! eg get ekki imyndað mér hvernig þeim líður!
Sorglegt en satt þá gæti ég trúað að þau hafi fengið lélegri þjónustu því þau eru útlendingar, þó það sé ekki nema bara í undimeðvitundinni hjá læknunum, ef þið vitið hvað ég meina! Að sjálfsögðu eru læknar mannlegir, en maður hugsar þegar svona á sér stað, eins og þú segir voru þau búin að koma áður!
Allavega þau eiga alla mína samúð og ég bið góðan Guð að vera með þessari fjölsk. og styrkja!
samúðarkveðja!!
Tinna Björt (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 15:27
Sæl Bryndís mín.
Sorglegar fréttir.
Megi almáttugur Guð umvefja foreldrana og gefa þeim styrk í sorg þeirra.
Guðs blessun og ósk um góða helgi
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.