Skítt með kerfið!

Hversu oft hefur maður ekki hugsað og sagt skítt með kerfið, og það lagast ekkert við það. Nýja auglýsingin hjá vodafone er "ógeðslega töff" en ég get bara ekki að því gert það fer svo í taugarnar á mér að sjá íslenska fánann svona afskræmdan, ég hélt að þetta væri bannað, eða er öllum skítsama, það er ekkert orðið merkilegt lengur, það eru allir hættir að vera hissa, samt er vinsælt hjá einhverjum að fara í strekkingu og fá sér eitt stykki af hissa svip, það er líka kannski miklu flottara en að vera með hrukkur, samt þegar maður spáir í það, alla vega þegar ég sé fólk með hrukkur, þá er það bara eitthvað sem er eðlilegt og hluti af lífinu, og ég verð ekkert agndofa yfir því, en þegar ég sé konur sem eru búnar að láta sprauta í sig hissa svipnum, þá finnst mér eitthvað svo vírd að horfa á þær og verð svona óvart hissa á móti.

Skrítið og ekki skrítið, þegar maður hugsar 20 ár aftur í tímann og sér hvað margt hefur breyst, og sem betur fer á mörgum sviðum, hvað varðar tækni og fl. Þá finnst mér samt svo áberandi hvað fólk er skeytingalaust og ákveðin firring er tekinn yfir. Þegar maður heyrði fréttir af íslendingum sem voru staddir í stórborgum erlendis fyrir x mörgum árum , og urðu vitni af alvarlegri líkamsárás, var yfirleitt aðalfréttinn: og gjess vott? Enginn þorði að gera neitt, vá ég trúi þér ekki! Rosalega eigum við gott að búa á íslandi, þetta myndi aldrei gerast hér!

Kannski er ég bara að verða eitthvað gamaldags og hallærisleg, það verður þá bara að hafa það og skítt með hvað öðrum finnst.....Wink!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

je menn við erum svoo eins mæðgurnar. ég er barasta sammála öllu hjá þér. kiss ég elska þig.

ég hef útlandaþrá og allt það en kommon berum smá virðingu og ekki afskræma okkar yndislega fána svona =) og ekki breyta þjóðsöngnum og syngja í gríni og ekki henda rusli út á götu. skamm skamm 

hehe ojjjj strekktar konur, elska hrukkukonur =) 

Karóin þín (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra Bryndís.

Sammála þér með fánann að við eigum að bera virðingu fyrir honum. Margt hefur jú breyst til batnaðar en mér finnst líka margt hafa versnað. Vona að þú fattir hvað ég er að hugleiða.

Búin að tala við Unni og ég kem ekki, hvorki til Vm eða R-vík í haust. Svona er lífið þegar fólk býr á hjara veraldar og að ferðast til Reykjavíkur er eins og að fara til útlanda.

Guð veri með þér kæra vinkona.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.7.2008 kl. 22:03

3 identicon

Vá ég er svo sammála!

ég sem mjög stoltur íslendingur fékk sting í hjartað að sjá fánann okkar svona, þetta er fallegasti fáni í heimi, það er ekki á öllum fánum sem er kross hvað þá svona fallegir litir sem tákna sitt! já svei maður á að bera virðingu fyrir landi sínu og þá í leið fánanum og öllu sem því fylgjir :)

mamma bloggari go mamma go

Tinna Björt (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 15:51

4 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlititið stúlkur og eigum frábæra helgi, ég verð samt að vinna vinna vinna, verum áfram í góða gírnum!!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 18.7.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband