Brúðkaup í Vestmannaeyjum!

Jæja þá er maður komin heim eftir yndislega helgi í Vestmannaeyjum, gat ekki orðið leiðinlegt því þetta er allt svo skemmtilegt fólk eina sem skyggði á hvað þetta var allt of stuttur tími. Brúðkaupið var alveg meiriháttar vel heppnað og maturinn eftir því, Unnar Gísli bróðir brúðarinnar ásamt Sigurjóni fóru á kostum sem veislustjórar, en Unnar er alveg einstaklega lagin við að vera fyndin án þess að þurfa mikið að hafa fyrir því. En toppurinn var þegar brúðhjónin komu fram í lokin og stigu sinn fyrsta dans í hjónabandinu með Elvis í rómantískum gír, allir urðu svo klökkir og dreymnir, þegar allt í einu skrapp skrupp æjæ diskurinn var þá rispaður, og aumingja brúðurinn sneri þá baki í áhorfendur, og ég hugsaði æi elsku stelpan, nú fer hún að gráta, enn ekki aldeilis, þegar rispuorgin voru búin að drepa niður stemmninguna, kom þvílík stuð tónlist, og brúðhjónin skiptu um gír og stigu trylltan dans að það ætlaði allt vitlaust að verða í salnum, því miður varð maður svo æstur að ég fattaði ekki fyrr en svo seint að myndavélin mín tekur líka vídeo, Gísli var með vélina og var að reyna að ná myndum, þegar ég argaði vídeó vídeó! Svo það er smá sýnishorn í lokin.

Það er eitthvað sérstakt við eyjarnar , ég elska hvað allir eru í rólegum gír, og það er ekki verið að stressa sig á hlutunum, en mér fannst nú kannski fullgróft þegar Simmi fór í bátsferð með útlendinga á sjálfan brúðkaupsdaginn, kl 13:30 og ferðin tekur svona einn og hálfan tíma og vígslan átti að byrja kl 16 og hann sem faðirinn hafði nú mikilvægu hlutverki að gegna, eins gott að ekki fór neitt úrskeiðis, og alveg afslappaður leiddi hann Guðnýju sína inn. Þegar maður býr í stressinu, er maður svo vanur að ferðast á milli staða með miklum fyrirvara, en þarna tekur allt mínútu eða svo að fara á milli, tala nú ekki um bensinsparnaðinn. Set inn myndir í albúm af brúðkaupinu, og vídeóbrot af dansinum, ekki nógu góð gæði, en gaman að þessu samt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð kæra Bryndís

Alveg er ég viss um að Simmi og Guðný hafi verið flott þegar þau gengu inn kirkjugólfið. Simmi er alveg ótrúlega magnaður. Dreif sig bara fyrst á sjó og svo næsta verkefni að gefa dótturina.

Ég hugsaði til ykkar og hefði nú gjarnan viljað vera þarna en nú segir Geir Haarde okkur að spara en ég veit eiginlega ekki hvað við eigum að spara, allavega ekki við sem erummeð rúm 100 þúsund á mánuði útborgað.

Á að skella sér í Kotið? Kem ekki.

Guð veri með þér kæra vinkona.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.7.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Já það þau voru flott feðginin þegar þau gengu inn kirkjuganginn, það var ekki stress á mannskapnum.

Oh pirrandi bilunin, ekki hægt að spila myndbandið, svo er maður bara orðin alger appelsína, vonandi lagast þetta bráðum. Ef ég fer í kotið þá er það bara til að kíkja á sunnud.

Góðar stundir Rósa mín.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 31.7.2008 kl. 00:12

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl aftur.

Myndbandið virkar fljótlega. Hlakka til að sjá það.

Flott að kíkja á sunnudaginn í Kotið.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.7.2008 kl. 00:29

4 identicon

hey fínt að hafa srtik á milli kommentana, var alveg orðin rugluð á essu.

þetta er nottla bara snilld þessi dans ómí =) pant sona í mínu brúðkaupi hehe 

Karó (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 18:31

5 identicon

hahaha snilld.... ekki vanalegt að sjá brúðhjón í allri sinni dýrð vera að dansa eins og ég veit ekki hvað... hahaha Guðný er nottla bara snillingur, þekki því miður ekki manninn hennar en greinilega og örugglega snillingur fyrst hann er með Guðnýju ;) ég hitti hana einmitt í kotinu og hún er svo yndisleg!

Jæja þá er bloggið að koma aftur, ert samt enn appelsína.. go mama bloggí blogg :)

Tinna Björt (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 21:09

6 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

flottasti brúðardans sem ég hef séð.. komin timi til að rífa upp stemminguna í þessu brúðkaupum.. komasoooooooo

Var þetta ekki dansinn sem Unnur og Simmi dönsuðu í sínu weddingi ? Séð það alveg fyrir mér :)

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 4.8.2008 kl. 14:37

7 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Ég vildi ég hefði hann allan á vídeói, alger snilld.

Unnur og Simmi eru alltaf að dansa þau eru nottla bara the dansing couple alveg must að þekkja svona fólk bara mannbætandi svo lærir maður alltaf eitthvað nýtt í orðaforðanum hjá Unni.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 4.8.2008 kl. 15:40

8 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Var ekki búnað sjá þetta, ánægður með þetta!

RSPCT

Tryggvi Hjaltason, 8.8.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband