How do you like Iceland!

Ég tók að mér amerísk hjón frá Missisippi, sem ætla að vera hjá mér í 10 daga, vegna alþjóðarmóts sem er haldið núna á vegum Betaníu, hingað er komið fólk frá Færeyjum, Rússlandi, Bretlandi og USA, og þar sem ég er snillingur í að rugla með íslenskuna og búa til nýyrði (hef samt lagast heilmikið í gegnum árin) verður spennandi að sjá hvernig eimerískan fær að njóta sín hjá mér. Bara í gær var ég að segja einni frá Færeyjum sem var í heimsókn, hvernig við værum að opna út og gera pall út í garði, þá sagði ég henni: and here is my income, svo alltaf ef ég þurfti að fara inn  þar sem á að opna út, spurði hún are you chekking your income.LoL!

Amerísku hjónin Angela og Tom, fóru í skoðunarferð með hópnum, um RVK, og ég ætla að vera heima og ógesemi dugleg og baka kannski jólaköku eða já...... annars verða þau lítið heima við á meðan á mótinu stendur því það er alltaf eitthvað prógram, Gullfoss og Geysir og stuff! En eftir helgi þegar mótið er búið fer ég í gírinn og finn upp á einhverju. Þau eru mjög svo obbolega amó, kurteis og almennileg, hún kom með 3 gallaskokka sem hún vildi gefa mér, mjög næs af henni, en ef ég færi í þá mundi ég líta út eins amishBlush, ég gef bara ....... þá, sé að það gæti gengið.

Jæja þetta verður bara gaman, ég ætla nú að vera almennileg, og gera mitt besta svo þeim líði vel, gefa þeim íslenskan alvörumat, þar er ég heppinn að hafa besta kokk í heimi Gísla minn, eins og ég sagði við einhvern, he is my best kokk in the worldFootinMouth!

Eigið góðar stundir íslenskar amerískar færeyskar what ever!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

hahahaha I like your income, its really brigth and big.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 6.8.2008 kl. 12:23

2 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

já en kokk toppar allt gvöð ekki segja það við hólý fólkið haha =)

ég elska þig mamma

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 6.8.2008 kl. 12:38

3 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

´hehe þetta er ég karen dögg ekki mamma. er bara í tölvunni þinni kann ekki að taka þetta út =) híhí

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 6.8.2008 kl. 12:39

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Bryndís mín.

Meiriháttar fyndið hjá þér með income og kokk. Flott að hafa góðan kokk eða cook. Er hann eins clever eins og Simmi eðaltröll? Og ert þú að verða eins flink og Unnur. Erfitt að syngja uppí móti o.fl.

Það vantar alltaf fatagjafir á Eyjaslóð sem er rekið af Hjálpræðishernum. Skokkarnir væru vl þegnir þar.  Kíktu á síðasta blogg hjá Ásdísi bloggvinkonu minni. http://asdisomar.blog.is/blog/asdisomar/ Sjáðu forgangsröðina hjá Reykjavíkurborg.

Guð blessi þig kæra vinkona.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 15:29

5 identicon

HEHEHEHEHEHEH Nú er ég í kasti þú ert svo mikil dúllurass hehehehehhe.   

ég fékk Indíu Karen - Tinnu og Karó í heimsókn í gær !!!! jymindur pétur jósefína hvað hún er mikil snúlla hún Indía Karen - ég bara var algjörlega heilluð - ótrúlega falleg  - Jói var algjörlega heillaður.  Stelpurnar þínar eru svo fallegar - ég var að horfa á þær allar 3 í gær og vá Bryndís hvað þú átt fallegar stelpur  - svo ekki sé minnst á hvað þær eru góðar og yndislegar !!  good job girl með uppeldið. Ég var svo glöð að heyra líka að þær kæmu oft til mömmu óvænt - fann það á henni hvað henni þætti vænt um það.

Tinna er aveg ótrúleg með hann Jóa - Jói talar ekki um annað en Tinnu sína og ætlar að flytja til hennar held ég heheheheh  svo bíðum við eftir að Konsý verði hvolpafull - og ætlum við að kaupa hvolp af Tinnu ( búin að lofa Jóa því heheh)  hann bað um hvolp eða systkini og ég valdi hvolp hehehehheheheheh 

lofjú dúlla þú ert algjört æði

Sigga Guðna (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:44

6 identicon

ps. ég var að spá í þessu með Amish skokkana - ég verð að fá að sjá þig í honum hohohohohohohoh

Sigga Guðna (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:47

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó.

Skokkarnir voru þrír svo Bryndís getur haft tískusýningu. Hún Jóhanna er dásamleg manneskja og ekkert skrýtið að ömmustelpurnar hennar heimsæki  hana.

Sálmarnir hennar eru líka stórkostlegir.

Heyrumst/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.8.2008 kl. 12:46

8 identicon

á sko yndislegustu og bestustu ömmu í geiminum heiminum, elska hana. vildi ég gæti knúsað hana á hverjum degi og fengið hjá henni vöfflur ummm hehe kisskiss

elska þig sigga , geggjað gaman að hittast á þig , do it more =) takk for oss =)

Karen Dögg (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 14:24

9 identicon

Sögu safnið í Perlunni er algjör snilld,ég fór með norsarana sem heimsóttu mig í sumar þangað.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 19:59

10 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Takk Rósa mín fyrir uppl. kannski á ég þá til minningar, ég og Hanna Rúna erum búnar að halda týskusýningu sem heppnaðist með brjálæðislegum hlátri, settum snúð í hárið og alles!

Sigga mín stelpurnar voru ekkert smá glaðar með heimsóknina til þín, þú ert yfirdúllurassinn og mamma sín er langbest!

Birna mín ameríkanarnir eru búnir að fara á safnið í perlunni takk samt, ætlum til eyja eftir í helgi!

PS: stelpur við ættum kannski að fara út að skokka í skokkunum

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 10.8.2008 kl. 01:40

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Bryndís mín

Já sennilega væri flott að eiga skokkana og hafa annað slagið tískusýningu og fleira. Frábært væri svo að þið tækjuð lagið. Er ekki hægt að búa til einhvern skemmtilegan texta um að skokka og að það sé erfitt að skokka uppí móti og einnig að syngja uppí móti.

Sumir eru kúl, you know-our great friend Unnur. Hún á skilið að fá orðu.

Hlakka til að koma á sýningu.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.8.2008 kl. 11:35

12 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Lilly var að senda mér myndir af okkur í the blue skokks svo það er spurning um að skella einni mynd hér inn.... líst ykkur ekki vel á það? hvernig set ég mynd inn hér í athugasemd??

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 10.8.2008 kl. 17:02

13 Smámynd: Heiða Björk Ingvarsdóttir

hehe.. Kokk, sé aumingjans emúríkanana í anda.. Það er alveg ótrúlegt hvað maður verður eitthvað fáránlegur í enskunni þegar maður þarf að tjá sig.

Heiða Björk Ingvarsdóttir, 11.8.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband