Can you imagine?

Ameríkanarnir frá Missisippi eru farnir, og mér finnst ég ekkert hafa að gera, en það verður ekki lengi er að fara austur á Egilstaði til tengdó á morg. Gísli fór í gær keyrandi, en ég ætla að fljúga, svo förum við norðurleiðina heim eftir helgi og stoppum og gistum kannski 2 nætur þar sem hentar. Þetta hefur nú gengið alveg ágætlega, stundum smá miskilningur en ekkert alvarlegt bara fyndið. Mótið var dásamlegt, allir svo easy going og í einum anda, sippararnir höfðu orð á því hvað íslendingararnir væru afslappaðir, ég sagði bara JÁ do you really think soShocking! Annars var æðislegt að fara til eyja með þeim í dagsferð, við keyrðum austur og flugum frá Bakka. Hanna og Matti fóru með okkur, og veðrið var bara himneskt, við fórum í rútuferð um eyjuna og fengum dramatíska frásögn af tyrkjaráninu, að ég hreinlega táraðist leit alltaf annað slagið á Angelu og sagði: vá isint that amasing, og ég tala nú ekki um eldgosið  ég meina rútugætinn var á staðnum þegar ósköpin dundu yfir, og lýsti öllum smáatriðum, og á milli sagði hann með þvílíkum hreim: can you imagine, ég tók undir og leit á Angelo CAN YOU? Á meðan Tom var eins og á spýtti með myndavélina um alla rútu, Gísli og Matti nenntu ekki í rútushow, en Hanna mín fór en var ekki alveg eins áhugasöm og ég, þannig hún vippaði sér aftur í og sofnaði, þegar hún vaknaði aftur var tyrkjaránið í hámarki og ég gat séð fyrir mér fólkið reyna að flýja hér og þar, að þegar Hanna vildi fara að snakka, sneri ég mér að henni og sagði: vá þetta er allt svo merkilegt sem hann er að segja, málið afgreitt. Ekki má gleyma bátsferðinni með vikingtour kringum eyjuna með kapteini Simma og í lokin þegar við fórum inn í hellinn og kapteinninn tók upp saxafónin og spilað af þvílíkri innlifun að fuglarnir í bjarginu þögnuðu. Mæli svo eindregið með matnum á kaffi kró, bara góður og eldaður af alúð .Ég er búin að þvælast eins og túristi um hvippinn og hvappinn,og fara á staði sem ég hef ekki farið á áður, það þurfti ameríkana sem aldrei áður hafa farið frá usa, til að ég færi loksins að sjá Bláa Lónið og krýsuvíkurbjarg. Já svona er lífið fyndið og skrítið. Rúsínan var þegar Angela eldaði sérstaklega fyrir mig og Hönnu Rúnu Gombo rice and gravy, sko ég er að tala um uppáhalsmatinn okkar þegar við vorum í usa long time ago, hún kom með sérstakt krydd með sér og ég hefði getað bilast bara að finna lyktina, svo er alveg must að drekka doktor pepper með. Hanna Rúna var samt soldið að fara á límingunum, en hún róaðist þegar við sáum og fundum að þetta myndi takast og maturinn varð alveg brilljant. Setti inn myndir af síðustu dögum með Missurunum, sem fóru í morgun til sinna barna og með 2000 myndir af Íslandi í farteskinu, sem bíða eftir að vera sýndar í stóru húsi í stóru Eimeríku.

Isint that amasing!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Þú ert greinilega í stuði með Guði og í botni með Drottni.

Búin að heyra í Unni tvisvar og þá var litla frænka búin að koma og farin aftur. Kannski sé ég þig á Vopnafirði.

Maybe baby??

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

I can ongly Imagine!

Combo Combo Combo  

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Já Rósa mín ég er í stuði ef ég kem Vopnafjörð þá væri gaman að hitta þigGod bless!

Hanna mín við lifum á þessu lengi Combo Combo!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl mín kæra.

Leggðu þetta í nefnd og við hittumst vonandi á Vopnafirði.

Góð spá fyrir morgundaginn og laugardaginn aldrei þessu vant.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:23

5 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Ég hef mikið vægi þessari nefnd þori samt ekki að segja annað en: ef Guð lofar, það er líka best þannig.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:36

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:37

7 Smámynd: Anna Gísladóttir

Sjáumst í skólanum í haust

Anna Gísladóttir, 16.8.2008 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband