SIGURBJÖRN EINARSSON LÁTINN!

Ég vil blessa minningu Sigurbjörns, hann verður alltaf Biskup íslands í mínum huga, hann var einstakur og hafði yndislega nærveru og átti kærleika og útgeislun sem var ekta. Ég bar mikla virðingu fyrir honum, því hann sannarlega sýndi í verki fyrir hvað hann stóð, það verður ekki auðvelt að fylla í hans skarð. Þjóðin var blessuð að eignast svona biskup.

Ég votta aðstandendum samúð mína og bið Guð að blessa ykkur öll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Bryndís mín.

Sigurbjörn var ekta Guðmaður. Pistillinn þinn er mjög góður þar sem þú leggur áherslu á að hann hafði yndislega nærveru, hafði kærleika og útgeislun.

Oft hugsað um það í gegnum árin að íslenska þjóðin þyrfti á svona mönnum að halda sem eru ekta og þjóna Jesú Kristi á heilum hug og eru ekki með neinar málamiðlanir. Eru ekki að breyta lögum Guðs almáttugs.

Guð blessi þig og varðveiti og gefi þér sína náð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.8.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

þetta var trúarhetja, mikil guðsmaður sem sagði sína meiningu. Ég held að fáir biskupar geti stigið í hans fótspor.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 28.8.2008 kl. 16:50

3 identicon

Algjörlega sammála... hann var snillingur!

en afhverju dó hann :O

Tinna Björt (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 17:20

4 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Tinna mín hann var 97 ára  

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 28.8.2008 kl. 17:28

5 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Já stelpur mínar, þið eruð yndislegar og Tinna mín we dont live forever alla vega ekki hérna megin!lovjú!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 28.8.2008 kl. 21:51

6 Smámynd: Anna Gísladóttir

Sigurbjörn var vissulega mjög góður maður, blessuð sé minning hans.

En varðandi commentið þitt hjá mér þá kem ég ekki í skólann fyrr en 2. október eða þegar félagslega virknin byrjar.  Ég er nefnilega búin með félagsfræði og heilbrigðisfræði og fékk það metið   En sjáumst hressar 2. okt

Anna Gísladóttir, 28.8.2008 kl. 22:37

7 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Frábært oh heppin! Hlakka til að sjá þig hressa og káta 2 okt.!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 28.8.2008 kl. 22:55

8 identicon

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að hitta hann 10 nóv 2007.Ég var svo snortin af kærleika þessa merka manns

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 19:55

9 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Já Birna ég hitti einu sinni þau hjónin og ég fann hvað mér leið vel nálægt þeim, og hvað þau voru kærleiksrík, að það var alveg magnað.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 31.8.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband