19.9.2008 | 11:33
Einkunn og lykill!
í gær átti ég að fara í próf í heilbrigðisfræði, en það frestaðist um viku, svo allar áhyggjur voru óþarfar til einskins, og nú hef ég lengri tíma til lesturs, enginn afsökun sem sagt. en það sem gladdi mitt litla hjarta var að ég fékk niðurstöðu úr ritgerðinni minni í fínu rauðu möppunni og ég 40plús skólastelpan fékk 8,5 fyrir mína, og kennarinn tjáði okkur að hún gæfi hæst 9 fyrir ritgerðir, ekki slæmt þetta hjá minni, mátti til að monta mig smá! Þegar tíminn var búin stóð ég á planinu, og gat ekki með nokkru móti fundið bíl-lyklana, fór aftur inn en búið að læsa stofu allir farnir ég og Silla vinkona, vorum báðar að flýta okkur hún í mat hjá dóttir sinni, ég í afmælismat JFk minns, vorum svo heppnar að sú eina sem var eftir bauðst til að keyra okkur heim, alger engill, ég get ekki skilið hvar ég glubraði lyklinum, en örugglega þegar ég fékk ritgerðaeinkunina, fór ég í einhverja leiðslu og man ekki eftir stund og stað, sá bara 8,5. 8,5.Sem betur fer átti ég aukalykla búin að ná í bílinn, en maður og annar eru að ath með lykla frúarinnar oh vesen!
Má ekki vera að þessu er á leið í vinnu, fór í ræktina í morgun og bara nokkuð ánægð með sjálfið!
Eigið yndislegan dag, og verum góð við hvort annað því þá gengur allt betur.
Guð geymi okkur!
Athugasemdir
snillingur!!!! hvað sagðin ég rúllar þessu upp! =)
hvernig þú ferð að þessum lyklamálum skil ég nú ekki hahaha
Karen Dögg (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 14:21
Dugleg kona
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 18:52
!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 19.9.2008 kl. 23:27
Sæl.
Já,alls staðar er annríki og alls staðar hjá öllum er það bara persónulegt.
Gangi þér sem best.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 03:28
ég er svo stolt af vinkonu minni.... bara rúllar þessu upp
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 20.9.2008 kl. 14:08
Weekend Glitter Graphics
Sæl mín kæra.
Glæsilegt hjá þér.
Guð veri með þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.9.2008 kl. 21:06
Ég vissi að þú mundir rúlla þessu upp
Anna Gísladóttir, 20.9.2008 kl. 21:56
TAKK FYRIR FALLEG ORÐ GUÐ GEYMI YKKUR!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 20.9.2008 kl. 23:19
Hæ aftur.
Er heima í helgarfríi. á ekki að kíkja á vitleysuna hjá mér???
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.9.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.