ER ÞAÐ EÐLILEGT?

AF HVERJU ÆTLI UNGU FÓLKI Á ALDRINUM 18-35 FINNIST EÐLILEGT AÐ ÚTLENDINGAR FÁI LÆGRI LAUN EN ÍSLENDINGAR, ERUM VIÐ EKKI MANNRÉTTINDAFÓLK?

VINNUVEITENDUR HAFA NÝTT SÉR ÞAÐ AÐ GETAÐ BORGAÐ ERLENDUM VERKAMÖNNUM LÆGRI LAUN, OG FYRIR VIKIÐ ERU ÞEIR FREKAR RÁÐNIR Í JOBBIÐ, SEM ÞÝÐIR MINNI VINNA FYRIR OKKUR ÍSLENDINGA.


mbl.is Telja eðlilegt að útlendingar séu með lakari laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Spurningin er í rauninni mjög aulaleg.  Útlendingur sem ekki talar íslensku getur í mörgum tilvikum ekki skilað jafn "góðri" vinnu og Íslendingur, hvað það varðar að tjá sig við viðskiptavini eða aðra.

Segjum t.d. að á tveim kössum í Nóatúnisitji manneskjur - önnur sem getur svarað spurningum viðskiptavina á íslensku, en hin getur það ekki.   Finnst þér eðlilegt að þessir tveir starfsmenn hafi sömu laun?

Púkinn, 22.9.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: K Zeta

félagsvísindastofnun er í mikilli ljótleikaleit og áður sent frá sér fáránlega hluti.

K Zeta, 22.9.2008 kl. 12:00

3 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Já mér finnst það eðlilegt, ég spyr bara hinn sem skilur mig og málið er afgreitt. Skil reyndar ekki í vinnuveitendum, sem koma starfsfólki sínu í þessar stöður, og þá hrópar fólk! En það fæst engin í þessi störf, já einmitt notast við hallærið og misbjóða því!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:06

4 Smámynd: Björgvin Jóhannsson

Góður punktur, púki.

Svo er líka ástæða til að benda á að það var þriðjungur fólks á aldrinum 18-35 sem hafði þessa skoðun áður en fólk fer að hrópa "unga fólkið!!"

Björgvin Jóhannsson, 22.9.2008 kl. 12:06

5 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Já já enda kom það fram í könnunni þriðjungur, hvað ætli restinni finnist?

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:08

6 identicon

Lítum á málið frá öðru sjónarmiði.

Ég sæki um e-h þjónustustarf og er með jafnmikla menntun í því fagi og e-h sem talar ekki íslensku.

Er óeðlilegt af mér að gera kröfu um hærri laun en hinn af því ég kann meira í íslensku sem nýtist vel í starfi þar sem stór hluti viðskiptavina eru Íslendingar ?

Er óeðiliegt af Pólverja að gera kröfu um hærri laun af því hann kann meira í pólsku sem nýtist vel í starfi þar sem stór hluti viðskiptavina eru Pólverjar?

 Ég sé ekki mannréttindabrotið í þessu, bara frjáls markaður.

Hannes Baldursson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 15:26

7 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Já Hannes það er alveg sjónarmið, en hættan er alltaf á mismunun og óréttlæti, hef líka oft hugsað um hvað er óréttlátt þegar maður vinnur með lötu fólki, þú gerir allt þitt, á meðan aðrir slugsast og fá sömu laun.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 22.9.2008 kl. 15:40

8 identicon

En svo eru mörg störf þar sem starfsfólk þarf ekki góða íslenskuþekkingu, og í spurninguni var ekkert minst á að erlenda fólkið sem var spurt um hefði minni hæfni fyrir störfin.

og hannes, það að þetta sé frjáls markaður gerir þetta ekkert betra. þar sem væri 100% frjáls markaður mætti drepa fólk ef þú hefðir peninga eða mannskap til að verja þig gegn afleiðingunum.. frjáls markaður gefur ekki meiri mannréttindi en önnur kerfi.

Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 19:22

9 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

ísland lengi lifi

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2008 kl. 22:44

10 identicon

Sæl Bryndís Eva.

Þarna erum við Íslendingar ekki að senda rétt skilaboð.Mér finnst ekki við hæfi að láta svona nokkuð út úr sér.

"Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig"

Góðar stundir..

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 02:54

11 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Sæll Þórarinn.

Ef við öll myndum hafa þetta að leiðarljósi væri heimurinn annar en hann er.

Guð geymi okkur!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 23.9.2008 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband