KOMIN HEIM!

Jæja þá er maður komin heim í bestasta og stórasta land í heimiSmile komum reyndar heim á sun.d. hef bara ekki gefið mér tíma til að blogga. En ég er orðin ástfangin af Koben, alveg yndislega falleg borg og drottningagenin í mér voru þvílíkt að fíla allar þessar hallir og kóngsinsbyggingar, ég var eins og ljósmyndari sem var að taka myndir fyrir póstkort. Við leigðum okkur hjól og hjóluðum borgina á enda og vorum eins og innfæddir Danir með allar reglur á hreinuWink. Við fórum líka í bátsferð frá nýhöfn og sigldum góðan hring, það var skemmtilegt að sjá borgina frá því sjónarhorni. Við fórum í Kristjaníu og það var eins og að detta inn í allt annan heim, flestir voru í vímu og virtust ekki vera að spá í ferðamenn sem voru að skoða sig um. Við vorum alveg einstaklega heppinn með veður alla daganaGrin. En við vorum ekki eins ánægð með gistinguna, ætla að tala um það okur og svindl seinnaAngry!

Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að vera stödd í útlöndum, og segja nei takk, þetta kaupi ég ekki hér því það er miklu ódýrara heima, og aldrei hef ég verslað eins lítið og í þessari ferð, sem er bara ánægjulegt þegar vísareikningurinn kemur, já þar var krónan að verki, bara einn kaffibolli á strikinu, take away kostaði 800 kr íslenskar, hvaða bull er nú það. En það vantaði ekki flottu búðirnar og allar þessar æðislegu hönnunarverslanir, og allt fólkið á strikinu sem virtist vera að versla en ef maður mætti íslendingi var aðalega verið að skoða sig um og sjá mannfólkið.

En þetta var skemmtilegt og Hanna og Matti voru aldrei leiðinleg enda bara yndisleg, við Gísli eigum örugglega  eftir að fara aftur til Koben, ef Guð lofar, vonandi verður gengið okkur hagstæðara þá en nú.

Setti fullt af myndum inn sem segja allt sem segja þarf.

Hafið það gott nær og fjærSmile!

koben 2008 119


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið er ég feginn að þú sért kominn nú færðu eithvað fyrir krónurnar þínar . Falleg heimkoma hittþá heldur Bankinn þinn hrunin og öll hlutabréfin farin fyrir lítið nú veðið þið Gísli að fara til Fjalla og tína Ber og Fjallagrös,svo getið þið komið hingað til Eyja og talað við mig og glaðst með mér .  Mamma.

mamma (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 15:27

2 identicon

mig vantar bloggsíðuna hennar Krenar.eins hennar Tinnu!  Nú er gott að eiga Heima Banka. en hann er bara tómu eins og er það rennur inn á hann í nótt ef ekki fer alt á vestaveg.Hér er alt gott að frétta og nú væri fínt að vera Prestur hér  fjórir mdánir á jafnmörgum dögum.Flestir þeir sem látnir eru eru heiðnir og menn eru uggandi hvar þeir lenda . Nú veit engin hér á Eyjuni hvað skal gjöra fyrir þessar sálir svo þær fari nú ekki á flakk hér um Eyjuna nóg er nú fyrir af alkonar fyrirbrigðum.

mamma.og W. (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Allt að gerast í Eyjunni stóru. Út í eyjum er einar kaldi.... er hann þar en??? allir saman nú: tralla la tralla la út í eyjum er mitt líf tralla la tralla lala.  Bryndís mín den danske pige du ar so mikke braaaa.. Nú er mín sko á leiðinni á Leifs og kem ekki aftur fyrr en eftir eitthvað.... 10 okt.  Við erum bara alltaf á leiðinni eitthvað það er nú meiri þeytingurinn á okkur. Svo ætlum við svo mikið að heimsækja fornar slóðir í henni Ameríccu og þá verður nú líf og fjör skal ég segja þér. Bless á meðan sæta, heyri í kanski í þér frá Sáni. Loveyou bæbæ

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 30.9.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Jahérna ég hélt að fólk væri eilíft á þessari dásemdareyju. Ég ætla að koma til eyja í byrjun nóv. þegar Ingibjörg Birta á afmæli og syngja fyrir hana. Karen er ekki með blogg, en Tinnsa mín er inná síðunni minni, getur klikkað á hana, en hún er virkari með barnasíðuna hennar Indíu Karenar, ég læt ykkur vita í síma það er leynó!

Hanna mín góða ferð skonsa mín, njóttu sólarinnar, því nú fer að kólna hratt hér, já næst förum við sammen !

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 1.10.2008 kl. 11:38

5 identicon

Velkomin heim

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 22:41

6 identicon

Sæl Bryndís Eva.

Vertu velkomin heim.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 06:13

7 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Takk Birna og Þórarinn !

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 2.10.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband