2.10.2008 | 21:25
FÉLAGSLEG VIRKNI!
þá er heilbrigðisfræðin búin og nú tekur við félagsleg virkni, hvað er nú það, vera bara virkur í félagslífinu? Ég get það
já við eigum að vera virk í tímum og taka þátt í verkefnum, könnunum, og læra að vera félagslega virk, bara gaman, eigum að skrifa dagbók um okkar félagslegu virkni, á hverjum degi, eins gott að geta sýnt fram á einhverja virkni, ekki samt meðvirkni haha
!Megum samt ekki blanda vinnunni í málið, ok ég get alveg sleppt því. Kennarinn er greinilega mjög virkur, vildi góða kynningu á okkur öllum, og nú vita allir í bekknum mínum ýmislegt um mína hagi, skilinn, gift, 4 börn eitt barnabarn, saman eigum við Gísli átta börn, ég fór aldrei í framhaldskóla alger lúser, vinn á sambýli á skítalaunum,en samt svo ægilega gefandi starf, og mér þykir afskaplega vænt um gamla fólkið mitt, þau vita líka áhugamálin mín, gott fyrir þá sem stunda persónunjósnir hehe! En nú er ég aðeins að reyna að skóla mig, og er ánægð með sjálfan mig, núna er ég tilbúin í nám og ætla að standa mig. Hefði ekki trúað því að mér ætti eftir að þykja gaman í skóla yes ég fékk líka skólatösku gefins í dag, það stendur á henni stórum stöfum EFLING!
!
Athugasemdir
elsku fallega mamma mín. ég er svo stolt af´þér!!! þú hefur ekki hugmynd um það. þú ert hetjan mín!! hef svo mikla trú á þér. þú getur sko alveg lært og farið alla leið með stæl (hvaðan heldurru að ég hafi þetta hohoho)
elska þig, keep up the good work. ef einhver kennari er með stæla þá er mér að mæta. svo lærði ég líka af Cher í Clueless að ,,argue my way from a C+ to an A-´´ =) haha
Karen Dögg (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 16:48
Karen mín þú ert snillingurlovjú!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 3.10.2008 kl. 17:21
Kvedja fra Benidom..... miss yousweety.... mamma og Kolla bidja ad heilsa... hanna rúna
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 3.10.2008 kl. 19:16
oh ég vildi að ég væri komin til þín í sólina, það er bara kalt og vetur komin hér!
Bið að heilsa seeja sweetie!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 3.10.2008 kl. 19:40
Þetta hlítur að verða gaman .....
Hann er alveg ótrúlegur íþróttaálfur þessi kennari .....
Anna Gísladóttir, 4.10.2008 kl. 05:37
þetta verður fjör og við verðum ekki verkefnalausar hjá íþróttaálfinum, eins gott að skipuleggja sig vel, og mæta í hlýjum fötum.....seeja!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 4.10.2008 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.