6.11.2008 | 11:59
GUÐ ER TIL!
DATT Í HUG LAGIÐ HANS HERBERT GUÐMUNDS. ÞAR SEM HANN SYNGUR UM AÐ GUÐ SÉ TIL, FRÁBÆRT OG GOTT LAG.
Í MÍNUM HUGA ER GUÐ SVO SANNARLEGA TIL ÞARF EKKI AÐ TAKA ÞÁTT Í NEINUM VEÐMÁLUM UM ÞAÐ, HANN VAR, ER OG VERÐUR. HELD VIÐ ÆTTUM AÐ NOTA TÍMA OG ORKU AÐ LEITA HANS SEM ALDREI FYRR Á ÞESSUM TÍMUM SEM VIÐ LIFUM Á.
GUÐ GEYMI YKKUR NÆR OG FJÆR!
Auknar líkur á tilvist Guðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann er til sem ímyndun í hausnum á þér... að skrifa í hástöfum hefur zero áhrif á gildi pistils þíns
DoctorE (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 12:33
Núna er allra síst tíminn fyrir Guð. Plágurnar, móðurharðindin og heimsstyrjaldirnar sem hafa geisað í gegnum aldirnar eru mun alvarlegri heldur en eitt og eitt efnahagshrun.
Það skiptir líka engu máli fyrir tilvist Guðs hvort hann sé til "í þínum huga". Það er ýmislegt til í hugum allra sem er þvættingur, það er hluti af því að vera manneskja að hafa takmarkaða getu til að skynja raunveruleikann.
Þess vegna einmitt höfum við vísindin, sjáðu til.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:04
þetta er einmitt tíminn fyrir Guð! Ef fólk þarf ekki Guð núna þá veit ég ekki hvað! fólk þarf jákvæðni og uppörvun sem Guð er.
það eru bæði til trúaðir vísindamenn sem og ekki, það skiptir engu máli, vísindi eru góð í margt en það er ekki hægt að sanna tilvist Guðs út á það gengur trúin. trúa án þess að hafa séð. það þarf ekki að rökræða um tilvist Guðs, þeir sem trúa, trúa og vita. en þú trúir ekki þar sem Guð er ekki til ,,í þínum huga,,. það er alveg eins mikill þvættingur, hægt að segja á báða vegu.
og já það er einmitt hluti af manneskju að hafa takmarkaða getu til þess að skynja raunveruleikann þess vegna trúir fólk ekki... og þess vegna er svo gott að geta vitað af Guði sem getur einhvern tímann sagt manni allt =).
og DoctorE það hefur líka zero gildi fyrir þig að kommenta er það ekki svo. hvernig væri að bera virðingu fyrir annarra manna trú.
Karen Dögg (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:46
Guð er það besta sem til er í lífinu, það er gott að geta leitað styrks og friðar í bænalífinu á erfiðum tímum.
Doktor E, er ágætur inn við beinið það er bara svo agalega langt þangað
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.11.2008 kl. 13:52
Guð, kærleikur, líf eftir dauðann.....allt er þetta til í alheimi.
Hvort þú kýst að trúa á Guð er undir þér einum komið, hefur frelsi til að velja og hafna. Það finnst mér persónulega eitt af því frábærasta við Guð og hans kærleika. Engin elding af himnum ofan mun ljósta þig í hausinn, þó þú trúir ekki á Guð , kærleik og líf eftir dauðann. Guðleysingjarnir eru jafnelskaðir af Guði og hinir sem trúa á tilvist hans. Er viss um að Guð hefur myljandi húmor fyrir þessari þrjósku "barna" sinna að hafna tilvist hans með öllu, og er ekkert að láta það bögga sig á neinn hátt. Þetta mun allt koma í LJÓS.......þá við mætum eftir jarðlífið í "Sumarlandið"!
Sigríður Sigurðardóttir, 6.11.2008 kl. 13:59
Takk fyrir innlitið allir!
Dr.e ég veit þína afstöðu og virði það við þig að þú ert hreinskilinn, en viltu þá ekki líka virða afstöðu þeirra sem trúa?
Helgi get ekki verið meira ósammála, get alveg eins sagt á móti þvættingur.
Karen takk fyrir þitt innlegg mjög gott.
Guðrún já Guð er það besta í lífinu.
Sigríður það er málið Guð gaf okkur frelsi til að velja og hafna, og hann er sannarlega kærleikur.
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 6.11.2008 kl. 14:12
já nákvæmlega, fólk á rétt á sinni skoðun og það er allt í lag, þeirra mál og missir ef þau trúa ekki á Guð. en hvernig væri að virða trú annarra.
það er alltaf verið að tala um fordóma hvernig væri að nefna fordómana sem kristnir verða fyrir í þjóðfélaginu, það er mjög mikið!
Karen Dögg (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 15:39
doctorE ... hástafirnir eru hvílíkt að virka ... Ef fólk fær huggun í að leita í trúnna þá er það hið besta mál. Leggðu niður fordóma fyrir fólki sem trúir. þú vilt ekki að það seú fordómar fyrir heiðingjum er það?
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 16:29
Það er nú engin skylda að virða trú eða skoðanir annarra. Reyndar nánast skylda að gera það ekki ef þú telur þær varasamar.
Skyldan til að virða rétt fólks til að hafa þessar skoðanir er annað mál.
Páll Jónsson, 6.11.2008 kl. 17:14
varasamt að trúa ekki.... hvað gera danir þá
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 17:53
afþví hið góða kemur frá Drottni ;)
Tinna (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:09
Halldór! trú í blindi er kannski ekki góð, en trú samkvæmt sannfæringu er góð. Hugsa að margir trúaðir séu trúaðir vegna því þeir eiga sannfæringu í hjarta sínu. Einnig er fólk trúað vegna þess að þeir upplifðu eitthvað kraftaverk eða einhverja andlega upplifun.
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 20:03
Páll auðvitað er enginn skylda að virða annarra trú, en við verðum að bera virðingu fyrir öðrum manneskjum óháð hverju þeir trúa og svo fr. Get samt ekki séð neitt hættulegt við að trúa á hið góða.
Halldór fyrir mér er þettta svo einfalt ef Guð er ekki til þá væri ég ekki til.
Takk fyrir innilitið og ykkar komment.
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 6.11.2008 kl. 20:21
Ef guð væri til, væri hann ógeðsleg vera sem nýtur þess að pína fólk. Annars værum við ekki með fífl, hálvita og glæpamenn í stjórn þessa lands. Ég veit að guð er ekki til, en ef hann væri til þá myndi ég hata hann.
Óli (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:03
Geisp !!
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 21:20
Óli ææ ef eitthvað er ógeðslegt þá er það svona drulla sem kemur út úr fólki sorry!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 6.11.2008 kl. 21:27
nákvæmlega ji vonandi fyrirgefur Guð þér. það er samt svo fyndið hvað fólk fer alltaf á milljón um leið og er talað um Guð, samt þykist það vera alveg sama og ekki trúa á hann. ég meyna ekki kippi ég mér upp við það ef eitthver talar um búdda gæti ekki verið meira sama þar sem ég bara veit að það er bull og kemur mér ekki við. svo einmitt ef fólk heyrir um búdda, allah og allt það þá bara já ji en sniðugt og allir voða opnir og ligeglad. haha
það er líka fyndið að þið látið eins og Guð sé að stjórna hér mönnum eins og strengjabrúðum, Guð gaf okkur frjálsan vilja og við þurfum að taka ábyrgð á því!
ég spyr líka hvar er vanblessun? er það þar sem Guð hefur verið boðin velkominn en ekki ýtt í burtu, er það þar sem fólk treistir honum og trúir. nei Guði hefur verið afneitað alls staðar. það er ekki hægt að hjálpa fólki sem vill það ekki og tekur ekki á móti!!
og óli minn haha það erum við landar þessa fólks sem kjósum þá sem ráðum, fólk er fífl en ekki Guð.
Karen Dögg (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:34
já óli passa þrýstinginn... mátt ekki springa
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 21:36
Óli ertu í horn og hala félaginu með dr.e?
silja (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:41
guð er "lífsneisti" (ljós) sem kveikir líf. og takmarkalaus viskubrunnur.
í öllu sem lifir er skaparinn að verki. hjartað okkar slær án einnar sekúndu 'sumar eða vetrarfrís' frá fæðingu okkar til dauða og það er guð sem heldur maskínunni gangandi. ég hef rætt við hann frá því ég man eftir mér, no doubt hann hlustar! ég fer nærri aldrei í kirkju því ég trúi ekki á trúarbrögð en þegar ég þarf á eintali við föður minn að halda fæ ég mér göngutúr í náttúrunni guð er allsstaðar.
og óli....ef þú átt börn,,hlíða þau þér alltaf 100% ?? eins og bryndís eva segir, hann gaf okkur frjálsann vilja. heldur þú að foreldrum í t.d. reykjavík sem eiga börn í drykkju eða dópi líði ekki illa? ég þekki engann sem á börn sem hlíddu öllu 100% að mér meðtaldri, og að guð meðtöldum. en hans elska er ekki minni en ást foreldra á afkomendum sínum. hvernig væri að þú víkkaðir aðeins tilveru þína. gangi þér vel.
guð geymi ykkur öll
anna (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 22:18
Tek undir hvert orð Anna, það er líka eitthvað sérstakt að vera einn út í náttúrunni og finna nálægð Guðs
Guð geymi þig Anna og takk fyrir innlitið!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 6.11.2008 kl. 22:34
Ótrúlega eru margir ósáttir við það að aðrir eigi lifandi trú.Það skyldu þó ekki vera ÞEIR UMBURÐARLYNDU sem eru að skipta sér af okkar trú og skoðunum?.Ég heyrði fyrst lagið hans Herberts fyrir rúmu ári síðan.Það er flott eins og allur nýi diskurinn hans.Guð blessi þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:54
Auðvitað er Guð ekki til a.m.k. ekki í þeirri merkingu sem þeir sem kalla sig sannkristna trúa. EF Guð væri til og væri svona afskaplega GÓÐUR þá myndi hann t.d. ekki láta saklaus börn þjást ...
Guð er bara haldreipi sums fólks og ekkert slæmt við það í sjálfu sér. Hjálpi trú á Guð sumu fólki þá er það bara hið besta mál, en það segir sig sjálft að hann er ekki til í alvöru:)
Katrín Linda Óskarsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:11
Hvað er það sem segir sér sjálft við það?
Ég trúi á Guð og skv kristnum skilningi er Guð kærleikur. Það að saklaus börn þjáist í heiminum á ég mjög erfitt með að flokka undir verk kærleikans þ.e.a.s. það er ekki Guð sem lætur fólk þjást. Skv krisnum skilningi er Guð ekki örlagavaldur, ekki sá sem að ákveður örlög okkar og heldur hefur maðurinn frjálsann vilja.
Ég veit það allavega að það er ekki bara trú mín á Guð sem hjálpar mér styrk heldur er það Guð sem hjálpar mér.
Axel (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 03:16
Axel: Ef Guð er alvitur þá er erfitt að koma sér undan því að hann hafi þá ávallt vitað hvað hvert og eitt okkar mun taka sér fyrir hendur, sem þýðir að við hefðum aldrei getað gert eða hugsað nokkuð annað.
Ergo: frjáls vilji er sjónhverfing.
Kalvinístar komust einmitt að þessari niðurstöðu og það er varla hægt að lá þeim það.
Páll Jónsson, 7.11.2008 kl. 04:57
Þið eruð nú bara fyndin!!! afhverju í óksöpunum er það GUÐI að kenna allt hið illa í heiminum, Guð er til þá er djöfullinn líka til!!
afhverju á Guð að hjálpa þeim sem trúa ekki einu sinni á hann? Hef svo oft heyrt þessa setningu "afhverju er ég að ganga í gegnum þetta, ef Guð er til" og trúa svo ekki .... "hmm afhverju á Guð að hjálpa þér ef þú trúir ekki einu sinni á hann"
Vorkenni þeim sem trúa ekki, sést nú iðulega á skriftum ykkar trúleysingjana biturleikann og reiði sem fylgir ykkur!
Hver skapaði heiminn ? hver kom þessu fólki á jörðina ?
ég hef alltaf trúað, en einmitt þegar ég varð ólétt af dóttur minni sá ég enn betur hvað fólk sem trúir ekki er í mikilli bleikkingu. ég fylgdist með öllu sem var að gerast í líkama mínum á meðan sem og hennar, hvernig hún stækkaði og allt það.. eruði að grínast í mögnuðu!! Allavega er dóttir mín of fullkomin til að geta kallast annað en sköpun Guðs!
haha vá var að lesa þetta sem karen skrifaði áðan.. það er einmitt málið Karen fólk er svo mikið að leyta!! Fólkið leytar af frelsi en vill ei frelsarann.. hversu sorglegt er það !
Þið voruð að tala um vísindamenn áðan, éh hef heyrt um svoooo marga vísenda menn sem hafa frelsast útaf þeir sjá sjálfir að það meikar ekki annað séns en að einhver almáttugur sé á bakvið þetta!
Þið vantrúuðu einhvervegin get ég lofað mér og öðrum því að þið hafið séð eitt ef ekki fullt af allskins þáttum um vísindi og annað þar sem alltaf er eltst eftir að útiloka Guð en ALDREI séð heimildaþætti þar sem er talað um sem sannar að Guð sé til, ég hef séð bæði og t.a.m einn mjög góðan um daginn sem ég þyrfti að muna hvað heitir.. en þvílikur munur á þessum þáttum...
í vísindaþáttunum er farið mikið í hringi og MJÖG sjaldan talað um staðreyndir "talið er" "haldið er" "líklega" en eins og í þættinum sem ég sá "fundið hefur" (verið leyfar sem sannar margar sögur Biblíunnar" og komið með staðfestingar!! vá verð að finna þennan þátt hann er mganaður!!
ALDREI er tala um einhvað sem sannar Biblíuna vissuð þið að það hafi t.d leyfar fundist af örkinni ? Fólk er hrætt!!
Vá ég er komin í ham gæti endalaust skrifað!
Guð geymi ykkur og vonandi fattiði að þið eruð röngu megin við blaðið og snúið því við ;)
Tinna Björt (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:56
Ég get óhikað sagt ykkur að Guð er til, það byggir ekkert á trú hjá mér, það er fullvissa. Guð gaf mér þessa fullvissu með upplifunum sem eru hreinlega "out of this world". Það var ekkert eitthvað LSD tripp, ég hef aldrei komið nálægt eiturlifjum og aldrei verið fíkill. Get ég sannað það fyrir þeim ykkar sem eruð ótrúuð? Nei, það get ég ekki. Eina sem ég get sagt ykkur er að láta af þessarri ótrú. Hættið að láta eins og þið séuð ykkar eigin guðir sem haldið þið vitið allt. Lesiði nýja testamentið og farið eftir þeim leiðbeiningum um góða hegðun sem þar stendur og verið ekkert að agnúast yfir því sem þið skiljið ekki strax.
Guð blessi ykkur öll í Jesú nafni, Amen.
Áki Pétur Gíslason (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:00
Ég get ekki virt kristna á íslandi á meðan hér er ríkiskirkja sem treður á mannréttindum og jafnræði.
Boltinn er hjá kristnum...
DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:04
Birna þú ert bara frábær
Katrín hvernig getur þú leyft þér að koma með svona fullyrðingu á móti milljónum fólks út um allan heim sem hafa upplifað Guð, annars svarar Axel þessu nokkuð vel.
Tinna bara í stuði með Guði
Áki takk fyrir að koma með þitt innlegg, Guð geymi þig
D.e Já það er því miður gert margt í nafni kristinnar trúar sem er alls ekki Guði þóknalegt, við mennirnir erum svo breisk og ófullkomin, allavegana ég, en það má ekki dæma almáttugan Guð eftir því, við eigum að vera ljós og góður vitnisburður Krists, en erum svo oft langt frá því, en Guð er miskunnsamur og fyrirgefur misgjörðir.
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 7.11.2008 kl. 10:24
Guð er fínn fyrir þá sem trúa en ekki til fyrir hinum. Er það ekki bara alveg eins og það á að vera?
Villi Asgeirsson, 7.11.2008 kl. 10:34
Tinna.. í alvöru eru leyfar af örkinni fundnar hahahaha.. sheesh rosalega ertu trúgjörn :)
Það er ekkert sem styður við að neitt sem í biblíu er sé rétt... akkúrat ekkert.... Jesú finnst vart utan biblíu :)
Að einhver upplifi eitthvað sem hann telur yfirnáttúrulegt er ekki marktækt, að segja við menn sem gleypa ekki við þessu að hætta að trúa þessu ekki er hreint fáránlegt.
Þau orð eru úr bókinni líka.. .hún segir faktískt: Hentu skynseminni og trúðu á algerlega ótrúlega hluti sem ekkert styður við nema fáfræði :)
Svipað og ég segi: Hey hættið að vera skynsöm og trúið á Spiderman... ég las í spidermanblaði að hann væri frábær og bjargi okkur :)
DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:48
Skiptir það einhverju máli hvort hægt sé að sanna eða afsanna tilvist guðs? Þau sem trúa vita í hjarta sínu að hann er til og eru bara sátt við það. Við hin erum bara ánægð með að vera laus við þetta endalausa tuð og að þurfa ekki að vera að spá í hvort hann sé alltaf á gægjum.
Margt í biblíunni er byggt á sögulegum atburðum. Eitthvað gerðist, sagan var sögð yfir eldinum á kvöldin og svo skráð 1000 árum seinna. Það má alveg búast við að þær hafi breyst á þessum tíma, þótt innihaldið eða boðskapurinn hafi haldist nokkurn vegin eins. Biblían hvorki sannar né afsannar tilvist guðs, enda þurfum við enga sönnun.
Villi Asgeirsson, 7.11.2008 kl. 10:57
Villi... það má eiginlega segja að trúarritin afsanni tilvist þeirra guða sem þau skrifa um, guðirnir eru 100% mennskir, með 100 mannlegar þarfir og með nákvæmlega sömu taktík og einræðisherrar.
Líklega er besta ráðið til þess að hætta að trúa að lesa þessar bækur allar saman.. og þá meina ég lesa ALLT en ekki velja bara eitthvað sætt og dissa hitt
DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:13
Sæll Páll Jónsson.
Ef þessi túlkun þín er rétt þá ætti í raun og veru ekki að skipta mali hvort Guð sé til eða ekki, öll örlög eru ákveðin. Það eina sem að breytist þegar Guð kemur inn í myndina er að hann þekkir örlögin.
Ég er þeirrar skoðunuar að við höfum frjálsann vilja en það þýðir ekki að Guð geti ekki þekkt okkur það vel að hann viti ekki í hvorn fótinn við stígum.
Axel (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:30
>Það er ekkert sem styður við að neitt sem í biblíu er sé rétt... akkúrat ekkert.... Jesú finnst vart utan biblíu :)
Skrítið, var að lesa í lifandi vísindi um daginn að þeir nefna akkúrat nokkur rit þar sem minnst er á Jesú, skrifað af ótrúuðum sagnfræðingum. Mér skildist á þessu að sagnfræðingar allmennt væru ekki að deila á sjálfa tilvist hans fyrir 2000 árum, þó þeir deildu á allt annað.
>Að einhver upplifi eitthvað sem hann telur yfirnáttúrulegt er ekki marktækt, að segja við menn sem gleypa ekki við þessu að hætta að trúa þessu ekki er hreint fáránlegt.
Það er hægt að segja að allar mínar upplifanir og líf er hreint og beint ekki marktækt, reyndar sama hægt að segja um þig og þitt líf. Er það ekki fáranlegt líka?
>Þau orð eru úr bókinni líka.. .hún segir faktískt: Hentu skynseminni og trúðu á algerlega ótrúlega hluti sem ekkert styður við nema fáfræði :)
Enginn er að biðja þig að henda skynseminni, bara að biðja þig að lifa réttlátu og góðu lífi til að hryggja ekki Guð. Í sambandi við fáfræði, þá er það mín skoðun að það ríkir alltof mikið fáfræði á Guði á jörðinni. Og ég er enginn undantekning þar heldur. En já, menn fá ekki trú við það að lesa eitt eða neitt. Ef svo væri þá væru allir trúaðir ekki satt?
Áki Pétur Gíslason (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:58
Axel: Ég endurtek, ef einhver veit í hvorn fótinn þú munt stíga næst þá er útilokað að þú veljir að stíga í hinn fótinn. Hann giskar ekki á neitt, hann veit það. Örlögin koma ekki inn í málið nema þú kallir vitneskju umrædds aðila örlög.
Ég er reyndar ekki trúaður maður sjálfur (ekki á Guð og ég er óviss með trúna á frjálsa viljann) en mér finnst alvitur aðili skapa ákveðinn prinsippvanda ef maður gefur sér tilvist hans til að byrja með.
Páll Jónsson, 7.11.2008 kl. 12:13
Áki.. að lifa góðu lífi og hryggja ekki guð.... þú ert þá að meina að við eigum að myrða konur sem hefur verið nauðgað og ekki öskrað nægilega hátt á hjálp... þú ert að meina að við eigum að myrða óstýriláta unglinga og samkynhneigða.. að myrða þá sem vinna á hvíldardaginn, að morð á börnum sé ásættanlegt ef guddi er í vondu skapi... .ég get haldið áfram lengi vel með kærleiksorð biblíu ef þú vilt.
Og Jesú sjálfur sagði mönnum að yfirgefa fjölskyldur sínar.. varla hafa fyrir því að kveðja....
Stop Cherry picking.... ég hef sagt það áður að ef ævisaga Hitlers væri lesin á sama máta og biblían þá væri sagan á þessa leið:
Hitler reddaði atvinnuleysi, hann tók í hendur barna og var góður við hundinn sinn.
Lesið allt dæmið, ekki bara útvalda væmniskafla....
Munið að samkvæmt biblíu þá voru Adam og Eva, fólk sem þekkti ekki munin á réttu eða röngu tekið og úthýst fyrir eitthvað sem þau gátu ekki skilið... ekki nóg með það því allt mannkyn var tekið fyrir vegna einhvers sem gat bara verið guð að kenna.... hann lagði gildru fyrir 100% sakleysingja sem vissu ekkert í sinn haus.
Allt mannkyn dæmt í ógnir og terror... svo ákvað guð að senda son sinn.. sem er faktískt guð sjálfur, hann barnaði barnunga og gifta stúlku... fórnaði svo sjálfum sér til sjálfs sín til þess að bjarga okkur frá honum sjálfum..
Þetta segið þið að sé vitrænt dæmi... vá
DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:34
já nákvæmlega Steinvala ! heyr heyr =)
það er ekki að henda skynsemi að trúa það er okkar skynsemi!
og DoctorE vá hvað þú átt bágt greyið, talandi um trúgirni! þú hefur ekki séð þennan þátt sem Tinna talar um svo þú trúir bara einfaldlega því að þú vitir allt best! það eru víst margir vísindamenn sem hafa frelsast því þeir sjá margt sem sannar Biblíuna og margt sem sannar það hvað allt er of fullkomið til þess að hafa komið óvart ut frá einni sprengingu. myndi telja að það þurfi sko meiri trú til þess að trúa því!
það er víst svo margt sem sannar að orð Biblíunnar er sönn, þetta er mjög góð heimild, lesið bara fyrst. =)
æj en það eiga víst öll dýrin í skóginum að vera vinir svo að við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála, held að enginn sé að fara að sannfæra neinn frá eða í trú. það þekkir hver sitt hjarta.
en vonandi fáiði samt að finna það sem þið leitið að ;)
Karen Dögg (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:39
Karen... nei ég trúi ekki á eitthvað bara vegna þess að það segir að ég fái verðlaun fyrir að trúa á það... og ef ég trúi ekki á það þá verði ég pyntaður að eilífu.
Ég dýrka ekkert... ég get borið virðingu fyrir því sem er virðingarvert... meintur guð biblíu og bara allir meintir guðir eru ekki virðingarverðir í mínum huga... mitt álit byggist á trúarritunum og áhangendum þeirra.
Það hlýtur að vera mesta guðlastið að trúa því að einhver guð sé eins og trúarritin segja.
Hvað er það einna helst sem sannar að biblían sé sönn, er það kannski að það stendur í henni að hún sé sönn?
Bottom line: Ef ykkur væri ekki boðnar mútur eða ógnir þá myndi ekkert ykkar trúa þessum bókum... sem kallar á þá niðurstöðu að þið trúið á verðlaunin fyrir ykkur sjálf en ekki guð... engin verðlaun/ógnir = enginn guð
DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:44
hehe vá hvað þú ert bitur greyið mitt doctore. það stendur skýrt í Biblíunni þú skalt ekki morð fremja og að kærleikur er allt! þar hefurðu það. getur leikið þér með þessa bók eins og þú vilt en það breytir engu. Guð er kærleikur, Jesú fordæmdi þeim sem ætluðu að grýta Maríu, sá yðar er syndlaus er kasti fyrsta steininum.
en sem betur fer ert þú ekki Guð doctore
og Guð lagði ekki gildru heldur gaf okkur frjálsan vilja og tækifæri til þess að læra, velja og hafna og getað staðið á eigin fótum. um það snýst málið. eva og adam er bara að sýna okkur það að það er enginn fullkomin nema Guð.
Karen Dögg (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:47
við trúum af því að því að' við vitum og finnum í hjarta okkar tilvist Guðs en ekki útaf hótunum og ógnunum!
Sögur úr Biblíunni eru til frá mörgum stöðum og ritum síns tíma, þetta er ekki uppspuni. fólki greinir til dæmis ekki um það hvort að Jesú hafi verið til heldur frekar hvort hann var Kristur sonur Guðs. það er þessi trú, að trúa því
Karen Dögg (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:52
Er ég bitur vegna þess að ég kaupi ekki þetta rugl????
Það stendur líka í biblíunni.. .þið skuluð myrða.. þið skuluð drepa alla í þessu þorpi sem neita að trúa á mig... þið skuluð taka hreinar meyjar og nota þær ykkur til gamans
Frjáls vilji.... þið megið velja hvað sem er EN ef þið veljið ekki það sem ég vill þá pynta ég ykkur að eilífu... vá
Ég endurtek: Engin verðlaun/ógnir = enginn guð.
Lesið bókina ... ekki bara segja það sem einhver sagði ykkur
DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:02
Kannski er guð til. En þetta veltur allt á því hvað það er sem menn vilja kalla guð og hvað við ætlum að taka sem gilda sönnun fyrir tilvistinni. Það þarf að vera fyrirfram ákveðið.
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:06
Guð er sko pottþétt til, ég er svo þakklát fyrir hann viðveru í mínu lífi. Ég lít á lífið með öðru hugarfari t.d. eins og ástandið í dag. (sjá bloggið mitt). Ég veit að hann er til, ég finn fyrir honum þegar ég tala við hann. Hann er eins nálægur og næsti andadráttur. Þú átt mikið hrós skilið fyrir þessa færslu.
bk.
LInda.
Linda, 7.11.2008 kl. 13:44
Ljós Guðs er allt í kringum mig.
Kærleikur Guðs umlykur mig.
Kraftur Guðs verndar mig.
Nærvera Guðs vakir yfir mér.
Hvar sem ég er-þar er Guð.
Guð er kærleikur. Þetta er nóg fyrir mig að vita.
hofy sig, 7.11.2008 kl. 13:46
Linda mín... það sem þú finnur fyrir er bara eitthvað sem heilinn þinn býr til... .
Og hofy verður að lesa biblíu til þess að sjá að guð hennar er EKKI kærleikur.. EKKI miskunn.
Dæmi: Ég segi við kærustu mína: Hey elskaðu mig eða ég buffa þig í spað... :)
DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:52
aumingja kærastan þín DR...
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 7.11.2008 kl. 14:36
Ég nota ekki aðferðafræði guðs Jóhanna... so all is cool :)
DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 14:46
Gamla Testamentið er heppilegt rit, sem skoða má til þess að fullvissa sig um hversu góður hinn almáttugi er. Hann skapar hið illa, ginnir sakleysingja til að auka vitneskju sína (sem má ekki, fáfróðar manneskjur eru betri í hans augum), refsar svo öllu heila sköpunarverkinu fyrir það, og heldur svo áfram með því að refsa fólki, drepa fólk, skipa fólki að drepa fólk og svo framvegis.
Þessi grein fjallar vel um það hversu góður þessi Guð ykkar er: http://www.ebonmusings.org/atheism/screwup.html
Þið megið hunsa þennan texta ef þið viljið, en þá getið þið ekki sagt að trúleysingjar séu með lokaðan huga, vegna þess að ég (og mig grunar að flestir, þó ég tali alls ekki fyrir fólk sem ég þekki ekki) hef gríðarlegan áhuga á að sjá sönnun fyrir Guði. Í gamla daga birtist hann víst nánast daglega, framkvæmdi kraftaverk, drap fólk með eldingu og rabbaði við ýmsa leiðtoga. Hvar er hann núna?
Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 15:02
Guð er kærleikur, hið illa í þessum heimi kemur ekki frá honum.
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 7.11.2008 kl. 16:21
bara það eitt að ef einhver skrifar á blogginu það eitt að Guð sé til þá verður allt vitlaust. Ef hann væri einhver sápukúla sumsé ekki til, þá hefði engin áhuga á því hvort hann sé lifandi Guð. Orðið' : Biblian talar um þetta að sannleikurinn sker og það svíður undan honum. viðbrögð fólks eins og á þessari síðu segir mér margt um það sem biblian talar um. Kannski er hægt að segja takk fyrir Ýkt viðbjögð, það skýrir margt fyrir manni.
Góða helgi,,, kannski ætti maður að kíkja á messu um helgina.
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 7.11.2008 kl. 16:28
Hvaðan kom þá hið illa? Ef að Guð skapaði veröldina, og allt í henni, hvernig útskýrirðu "hið illa"? Eða getur verið að það sé allt bara bull, og að Guð skapaði kannski ekki hið illa vegna þess að hann er ekki til?
"Guð er kærleikur" passar engan veginn inn í Gamla eða Nýja Testamentið. Í því gamla sést greinilega að hann er ekki "kærleikur", heldur öflug vera sem í barnalegum bræðis-köstum eyðir þjóðum, refsar fjölskyldum þeirra sem hann telur hafa svikið lögmál sín, og svo framvegis. Í því Nýja, er því lýst að þeir sem trúa ekki og tilbiðja son hans (eða hann sjálfan, eftir því hvernig maður lítur á það), munu brenna í eilífum eldi það sem eftir er. Kærleikur? Miskunn? Þetta er varla hægt að tengja við hann Guð, samkvæmt þessum "heilögu" ritum.
Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 16:33
Sannleikurinn sker, en það er ekkert við orðin "Guð er til" sem fyllir mig bræði eða heiftar-tilfinningu. Dæmi eru um bæði trúað fólk og trúleysingja sem tryllast við það að heyra skoðanir þeirra sem hafa öfugar skoðanir (þó að ég hef heyrt fleiri dæmi um slíkt frá trúuðu fólki). Þýðir það að allir hafi rétt fyrir sér? Það er ekki hægt að búast við að fólk taki það sem maður segi alvarlega ef maður bendlar bara um svona staðhæfingum eins og "sannleikurinn sker", eins og það geri skoðanir sínar sem maður er svo ánægður með réttari en aðrar.
Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 16:37
Vá, ég var mjög ótrúaður áður en Guð sannaði sig fyrir mér og vildi ekki koma nálægt þessu, ekki einu sinni til að pæla svona mikið í þessu eins Neptúnus og Doctorinn. Eins og ég er að upplifa Guð að þá er hann yfirnáttúrulega blíður, yfirnáttúrulega góður og yfirnáttúrulega stór. Sem sagt algjörlega á andstæðu við það sem Neptúnus og Doctorinn eru að vitna í.
Hvar er hann núna? Alive and kicking er svarið. Hann starfar mest í kringum bænahópa og á samkomum, að mér virðist, sem sagt þar sem hinir trúuðu mæta saman.
Guð blessi ykkur öll.
Áki Pétur Gíslason (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 16:43
Nú eiga margir vídeó-kamerur og önnur upptöku-tæki, það væri nú varla erfitt fyrir fólk á samkomum að mynda einfaldlega kraftaverkin. Það myndi eflaust vekja mikla athygli. Samkvæmt Gamla Testamentinu, þá birtist Guð sjálfur oft í manns-mynd, hann hefur líklega ekki misst kraftinn á þessum nokkur-þúsund árum.
Annars þykir mér varhugavert að trúa einhverju sem maður hefur ekki pælt í almennilega. Hvernig sannaði herrann sig fyrir þér, ef mér leyfist að spyrja? Ég hef mikinn áhuga, eins og ég hef sagt fyrr.
Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 16:53
hér er það útskýring úr Biblíunni
I Jóh 3:7-8Börnin mín, látið engan villa ykkur. Sá sem iðkar réttlætið er réttlátur eins og Kristur er réttlátur. Hver sem syndgar heyrir djöflinum til því að djöfullinn hefur syndgað frá upphafi. Til þess birtist Guðs sonur að hann skyldi brjóta niður verk djöfulsins.
Greinilegt að til er gott og illt ... málið er að sumir trúa biblíunni og aðrir ekki.
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 7.11.2008 kl. 16:57
Þetta útskýrir ekki hvers vegna Guð skapaði hið illa.
Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 16:58
Mér finnst a.m.k. jákvætt að fólk er ekki að góla um helvíti og eilífar þjáningar hérna, heldur er ansi bjartsýnt um eilífan kærleik o.s.frv.
Bara ef fleiri trúaðir hugsuðu þannig!
Ég er allavega á beinni leið til helvítis Dr.E kemur allavega memm, þannig að það getur ekki verið svo leiðinlegt.
Rebekka, 7.11.2008 kl. 17:00
Aðalástæður ófriðar í heiminum eru trúarbragðastríð.
Þetta er líka aðalástæða þess að ég vil banna alla trú.
Það að trúa á guð er í mínum huga eins og að eiga ímyndaðan vin.
Ég get ekki séð neitt sem réttlætir það að maður egi að trúa á einhvern guð.
Ástæða, jú hann hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir...
hvað hef ég að gera með hjálp ef ég get hjálpað mér sjálfur?
Þetta er ekkert annað en hræsni og skáldskapur þessi guðstrú.
kveðja Kaldi
es
Ef trúin flytur fjöll þá getið þið trúað á mig þar sem ég vinn við að flytja fjöll... er gröfumaður
Ólafur Björn Ólafsson, 7.11.2008 kl. 17:08
Jóhanna.... synd, hver er syndin eina... jú syndin eina er að trúa ekki á guð, allt annað er fyrirgefið.... satan er blóraböggull... þess vegna heyrir þú: Guddi hatar ekki menn hann hatar syndina... BANG þarna er fólk orðið óábyrgt EF það td borgar kufli til þess að afnema syndina sem satan vann í gegnum fólkið hahahah
Áður en satan var búinn til þá settu menn td syndir sínar í geitur og önnur dýr sem þeir ráku síðan út í opin dauðann.... skilju... það er ekki einu sinni sjálfsábyrgð:)
Komið nú til raunveruleikans... ekki fókusa á hluti sem geta bara skapa sundrungu... sundrung og ófriður er það eina sem trúarbrögðin gera.
Dæmi: Menn fengu ekki frelsi fyrr en kirkja og klerkar voru þvinguð frá völdum... á meðan kirkjan réð þá var helvíti á jörðu... og ídag er kirkjan að reyna að ljúga í fólk að það sé hennar vegna að við höfum frelsi.. ekkert gæti veri fjarri sannleikanum... nema biblían náttlega... og kóran
DoctorE (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 17:30
æi of mikil langloka...... nenni ekki að lesa bullið í ykkur... allt sama steypan. Reynið að vera ekki svona alvarleg og njótið þess að vera til.. bless bless farin í keilu og ætla reyna að syndga ekki á meðan.... :)
God bless
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 7.11.2008 kl. 17:59
Ha-ha. Rök eru færð fram, auk óþæginlegra spurninga, og þá er það sem við segjum allt bara bull og steypa. Það er greinilega erfitt að pæla í því sem maður trúir á, og að taka ábyrgð fyrir bæði eigin gjörðum og kærleika. Er fólk virkilega svo óvisst í sinni trú að það svarar bara með móðgunum og að það "nenni ekki" að pæla í því sem við trúleysingjar segjum?
Er ekki hægt að rökræða án þess að njóta þess að vera til? Mér finnst þetta stórskemmtilegt.
Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 18:57
Fullkomið svar, Halldór. Hefði ekki getað sagt það betur.
Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 21:12
Jú Halldór það eru reyndar til vísindamenn sem hafa gerst trúaðir og reyndar líka öfugt eins og þú segir. það er bæði til sko.
fólk er sem betur fer mismunandi, Guð hefur gaman af fjölbreytileika. ætli það sé ekki bara okkar áskorun til þess að umbera betur hvort annað. reynum það nú einu sinni =)
ég reyndar er ekki alveg að fíla þegar þið eruð að vitna hér í rit sem þið hafið EKKERT vit á! hafið greinilega ekki lesið alla Biblíuna eða reynt að skilja hana betur, kafað dýpra þá í upprunarlega merkingu. en það hef ég til dæmis gert =) híhí
það er nefnilega svo að það er allt annað lögmál í gamla testamentinu en er nýja testamentinu því þá kom fyrigefning og blóð krists svo við þurfum bara að ákalla það til þess að fá fyrirgefningu en ekki að slátra neinu lengur. sem er gott!
hemm trúarbrögð geta jú haft slæmar afleiðingar og hafa gert en Guð er ekki trúarbrögð og Guð er ekki kirkja, hann er því óháður. hann er og verður. það er vel hægt að trúa á Guð án þess að trúa á kirkjuna...
hey neptúnus þú talar um video kameru, hvernig væri að vera svo djarfur að bara mæta og athuga sjálfur hehe mana þig =)
jæja pís men ;)
Karó (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 23:16
Ah, svo að Guð skipti um skoðun eftir Gamla Testamentið? Heppi-legt, vægast sagt! Ég held minni skoðun um bæði Gamla og Nýja testamentið.
Hvar vitnuðum við í rit sem við höfðum ekkert vit á? Dæmi eru mjög vel þegin þegar fólk segir slíkt.
Ég hef mætt á söfnuði, hef hvorki upplifað kraftaverk né viðveru Guðs. Þarf maður kannski að trúa til þess að finna fyrir honum? Það er ekki alveg nógu gott.
Guð vill endilega að maður trúi á hann, hvers vegna er hann hættur að birtast fyrir fólki? Ef hann myndi mæta á blaðamannafund get ég lofað því að lang-flestir trúleysingjar myndu hætta að efast um tilvist hans. Hann hefur mætt fyrir framan fólk fyrr (sjá heilagt rit nokkuð sem flestir kannast við), hvers vegna gerir hann það ekki lengur?
Hvernig veit maður annars að maður trúi á réttan Guð, eða trúi jafnvel rétt á hann? Það er fjöldi af trúarbrögðum til, og Kristnin skiptist í fjölda hópa, sem eru víst flestir af þeirri skoðun að allir aðrir hópar, sem túlka Biblíuna á annan hátt en þeir muni brenna í helvíti að eilífu. Ég skil ekki hvernig fólk getur verið svo ótrúlega visst í sinni trú meðan fólk í fjölda annarra hópa trúir því nákvæmnlega sama.
Líkurnar eru ótrúlega háar að maður velji vitlausan flokk/hóp/Guð/Guði, og mun þess vegna þurfa að iðrast að eilífu. Það virðist dálítið ósanngjarnt að maður þurfi bara að giska, finnst ykkur það ekki?
Mér finnst það.
Og ég hef enn ekki fengið að vita hvers vegna hinn almáttugi skapaði hið illa, og ginnti allt sköpunarverk sitt í eilífa þjáningu utan paradísar, með gildru sem hann lagði fyrir fólk sem að hann vissi (hann veit allt, hef ég heyrt) að myndi falla fyrir gildrunni.
Biblían er skemmtileg, en það er (ef mér leyfist) fásinna að draga bara fallegu bútana út úr henni og miða trú sína við þá. Þar að auki er ólíklegt að hún hafi verið skrifuð útfrá hugsjónum Guðs, vegna þess að hann er fullkominn.
Hér er skemmtilegur listi af öfugmælum í Biblíunni, sem að hver sem er getur flett upp auðveldlega á net-Biblíu til staðfestingar.
http://www.evilbible.com/Biblical%20Contradictions.htm
Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 00:00
Páll: Ég held ég skilji nokkurn veginn hvað þú ert að fara...
...ef einhver veit í hvorn fótinn ég ætla að stíga þá er ómögulegt að ég stigi í hinn...
...það væri líka hægt að orða þetta svona: Ég mun stíga í annan fótinn, þá er öruggt að ég stigi ekki í hinn.
Þarna skiptir í raun engu máli hvort einhver vitneskja sé fyrir hendi.
Svo er líka hægt að taka hið liðna sem dæmi: Einhver ákvað að stíga í vinstri fótinn (sjálviljugur) og hann gerði það. Þá vitum við fyrir víst að hann steig í vinstri fótinn samt sem áður hafði hann frelsi til að stíga í þann fót sem hann ákvað sjálfur.
Tíminn er aðeins ein af víddunum og ég trúi því að Guð standi fyrir utan tímann (skapaði tímann ásamt öðru).
Axel (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 00:24
Lífið er yndislegt....... og ekki amalegt að eiga Guð að bakhjarli!¨
Þakka þér vinarkveðjuna, Bryndís Eva, búin að smella þér í hópinn.
Og flott hjá þér að pistla svona um Guð með "hástöfum" eða stórum stöfum eins og þeir hétu í minni barnaskólatíð. Vakti svo sannarlega athygli á "extra góðu" málefni...sjálfum Guði almáttugum.
Vinarkveðja, Sigga.
Sigríður Sigurðardóttir, 8.11.2008 kl. 00:36
Hvaða fyrirbæri er þetta "Guð"?
Hilmir Arnarson, 8.11.2008 kl. 02:17
Áður en jörðin varð til sveif þá þessi vera í geimnum hugsandi hvað hann ætti að dunda sér við?
Hver vissi að Guði á tímum risaeðlanna?
Jörðin ferst eftir um 4,6 milljarða ár. Hvað ætlar Guð að gera þá?
Skeggi, 8.11.2008 kl. 05:55
Sæl Bryndís mín.
Gott framtak hjá þér og ef fólk ætti að hlusta á eitthavað fram yfir annað þá er það: GUÐ ER TIL !
Ef minnst er á GUÐ hérna á blogginu þá taka þessir GUÐLAUSU á loft leika lausum hala með sínar haldlausu staðhæfingar. Hver skyldi tka mark á þeim .? Ekki ÉG. ! Kærleikskveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 07:40
Sorglegt að lesa hjá þeim sem tala um Guð með miklu virðingaleysi, og setja sig á háan stall og þykjast vita eitthvað.
Allt þetta tal breytir ekki trú minni á almáttugan Guð sem gaf mér lífið hann situr ekki á himnum og bíður eftir að ég syndgi svo hann geti refsað mér, nei hann leiðbeinir mér ef ég vil, og þá í kærleika eins og góðir foreldra við börnin sín.
Sigga gaman að fá þig í bloggvinahópinn
kærleikskveðjur til allra með von um góða daga
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 8.11.2008 kl. 10:33
Það að spyrja spurninga er ekki það sama og að setja sig á háan stall, Bryndís.
Við trúleysingjar viljum bara vita meira um þennan "Guð", vegna þess að hann er svo illa skilgreindur, og hann virðist meira að segja vera allt önnur persóna en hann var á tímum Gamla Testamentsins.
Erum við trúleysingjarnir "sorglegir"? Hver er núna að setja sig á háan stall?
@Þórarinn Þ Gíslason: Nefndu dæmi um "haldlausar staðhæfingar" frá okkur. Ef þú myndir opna augun væri þér ljóst að trúleysingjar spyrja aðallega spurninga um haldlausar staðhæfingar hinna trúuðu ("Guð er til", "Guð er kærleikur", "Guð skapaði heiminn", og svo framvegis). Við viljum bara útskýringar og sannnanir fyrir þeim staðhæfingum, sem að ekki nokkur trúuð manneskja hefur getað svarað almennilega fyrr. Þangað til að svörin koma, munu spurningarnar dynja á ykkur trúaaða fólkinu.
Ég hef enn ekki fengið svar við mínum spurningum, ofar í umræðunni. Getur verið að það séu engin svör? Hvers vegna að hlekkja sig við einhverja trú ef að maður getur ekki útskýrt hvern part af henni nákvæmnlega, eða jafnvel bent á útskýringar orðheppnari manna?
Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 11:14
Neptúnus það er tvennt ólíkt að leita og þrá að finna sannleikann eða að leita til að rífa niður. Guð er ekki strengjabrúða sem kemur og fer eftir þínum hentugleika, ég veit ekki alla hluti, og ef ég skil ekki eitthvað í biblíunni sem er mikið, þá legg ég það á hilluna og bið Guð að gefa mér skilning á því, þegar hann vill, og trúðu mér hann er trúfastur, ef við erum einlæg. Ég bara er fullviss í mínu hjarta að Guð er til, og ég bið Guð að mæta þér ef þú vilt og ert einlægur, en Guð þekkir hjarta þitt ekki ég.
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 8.11.2008 kl. 11:51
Ef að næg sönnunargögn/rök eru fyrir hendi, þá ætti enginn að geta rifið niður trú ykkar. Hugsaðu um það: Hvernig ættu trúleysingjar að rífa niður trú ykkar nema ef hún væri tilgangslaus til að byrja með?
Það er ekki slæmt að trúa ekki á Guð. Ég trúi ekki á Guð, en þó er ég hamingjusamur og hef sterka siðferðiskennd. Það kom allt frá uppeldinu, en ekki trúnni. En ef að trúaðir þurfa þessa ósönnuðu, sí-breytilegu-eftir-hentugleika sögupersónu til þess að verða ekki að siðlausum, óhamingjusömum drýslum, þá er það í fína lagi mín vegna. Ég skil einfaldlega ekki hvers vegna ykkar siðferðiskennd og hamingja þarf að koma frá sögupersónum, á meðan mín kemur frá góðu uppeldi. Fólk er að miklu leiti eins byggt upp, ég trúi því ekki að mismunandi reglur gildi um trúaða og trúleysingja, þegar kemur að svona löguðu. Vonandi getið þið komist að því að þið þurfið ekki þessar gömlu, úreltu trúir til þess að vera góðar manneskjur, góðmennskan kemur að innan.
Nú hef ég þó spurt nóg, og sagt nóg, en býst ekki við að fá almennileg svör. Þess vegna verður þetta mitt síðasta innlegg hér, sem mun eflaust gleðja þá sem hafa ekki áhuga á að hugsa. ;]
-N
Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 12:02
Ég fékk líka gott uppeldi reyndar kristið uppeldi og er þakklát fyrir það.
En þú skilur ekki bottom lænið, auðvitað er til margt fólk sem gerir góða hluti og er ekkert trúað, ég ætla ekki að gera lítið úr því, en hvernig átt þú að skilja þetta þar sem Guð er bara sögupersóna fyrir þér, hann er lifandi fyrir mér og það breytir öllu í mínu lífu, ég er samt ekki betri eða verri fyrir vikið, ég er bara aumur syndari frelsuð fyri náð Guðs, ég dreg andan vegna hans, ég er ekki trúuð vegna hræðslu eða annað, ég var leitandi eftir einhverju sem gaf lífi mínu gildi og ég fann það, hann er gleði mín og fögnuður, en veistu þetta hljómar svo fáránlega þangað til þú upplifir sjálfur.
Gangi þér sem allra best í lífinu.,
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 8.11.2008 kl. 12:20
Ég skil bara ekki afhverju að lifa þannig lífi að þurfa að tengja allt sem gerist í því við aðra persónu.
Afhverju getur fólk ekki séð út um augun á sér í staðin fyrir að horfa til himins?
Ef eitthvað gott gerist er því Guð leyði því að gerast, ef eitthvað slæmt gerðist er Guð að refsa einhverjum eða kannski búa til jafnvægi í heiminum er það ekki? Allavega leyði hann þá stríðinu að gerast.
Afhverju gerðist það ekki einungis af mannavöldum?
Skeggi, 8.11.2008 kl. 13:54
"Ég er bara aumur syndari..." <---- Svona undirgefni getur ekki verið holl neinum manni.... þetta er andlegt þrælahald, enda eru góðar líkur á að guð hafi í reynd verið einræðisherra í fornöld.. Titlaður sem guð og allir leggjast í duftið, tik tak tik tak árþúsundir líða og hér erum við árið 2008 að karpa um eitthvað sem ætti að vera augljóst að er bara ævintýri og goðsagnir.
DoctorE (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:54
Páll: Ef Guð er alvitur þá er erfitt að koma sér undan því að hann hafi þá ávallt vitað hvað hvert og eitt okkar mun taka sér fyrir hendur, sem þýðir að við hefðum aldrei getað gert eða hugsað nokkuð annað.
Ergo: frjáls vilji er sjónhverfing.
Ég veit með algjörri fullvissu að sólin muni rísa í fyrramálið. Þýðir þetta að það sé af mínum völdum að hún rísi?
"The foreknowledge of a thing is not the cause of its realization; for the essential knowledge of God surrounds, in the same way, the realities of things, before as well as after their existence, and it does not become the cause of their existence....
The mathematicians by astronomical calculations know that at a certain time an eclipse of the moon or the sun will occur. Surely this discovery does not cause the eclipse to take place. This is, of course, only an analogy and not an exact image."
Abdu'l-Bahá
. (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:36
þá er það komið á hreint: Guð er til !!!!
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 8.11.2008 kl. 19:42
heh go Hanna..
húff nenni ekki einu sinni að lesa lengur yfir þetta, hef svo alltof oft lent í svona "rifrildi" ...
Guðg eymi ykkur og vonandi vekji ykkur einn daginn. hehe
Tinna (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:47
Jakob: Þú veist það nú ekki með algjörri fullvissu en það er aukaatriði. Það er eitt a
Þetta er frekar sleip guðfræðileg nálgun hjá þessum manni en hún heldur litlu vatni. Hægt er að reikna út hvenæar sólmyrkvar verða einmitt vegna þess um þar liggja á bak við náttúrulögmálin.Sem er ekki ósvipað rökum efnishyggjumannsins fyrir því að frjáls vilji sé ekki til, þ.e. við stjórnumst öll af efnaskiptum og þvílíku.
Ég veit að epli fellur í átt til jarðar vegna þyngdarlögmálsins. Ég get m.a.s. reiknað nákvæmlega hversu langan tíma það tekur ef ég fæ nægar forsendur til þess. Það skiptir engu máli hvort Guð veit hvað ég geri næst vegna þess að hann veldur því eða með sama hætti og ég þekki hegðun fallandi eplis.
Í hvorugu tilvikinu er um frjálsan vilja að ræða.
Páll Jónsson, 8.11.2008 kl. 22:47
sólin kemur upp á hverjum morgni og ég þar ekki að hafa rök fyrir því, ég bara veit það og trúi því. Ég veit að Guð er til því sólin kemur upp á hverjum morgni, ég þarf ekki rök fyrir því.
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:18
DoktorE segir eiginlega allt sem segja þarf hér. Biblían er auðvitað skáldskapur, skrifuð til þess að reyna að sannfæra auðtrúa lýðinn á þeim tíma. ALLIR vita a.m.k. að þessi GUÐ skapaði ekki heiminn, það er vísindalega sannað að svo var ekki. Vilji fólk og kjósi að trúa á Guð og reynist það þeim vel, þá er það hið besta mál.
Einhver skrifaði hér áðan að Guð léti fólk ekki breyta rangt ... Ok, en þar sem hann er almáttugur, getur hann þá ekki komið í veg fyrir að t.d. saklaus börn þjáist? Eða vill hann það kannski ekki, því það er að hans mati betra fyrir þau að vera "hjá honum" ???? hvílíkt bull ...... flest grimmdarverk í heiminum eru framin vegna trúar, þannig er það bara. Auðvitað ákvað Guð það ekki, einfaldlega vegna þess að hann er ekki til. EN ég ítreka þá skoðun mína, að hjálpi það fólki að trúa á Guð, þá er það bara frábært. Eigið góðar stundir.
Katrín Linda Óskarsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:41
Páll ég held að þarna hafirðu komið að þeim punkti sem við erum fyrst og fremst ósammála um en þú sagðir:
"við stjórnumst öll af efnaskiptum og þvílíku"
Þetta eru ekki forsendur sem að ég gef mér. Ég lít svo á að lífið sé uppbyggt á svo miklu meira heldur en bara efnisheiminum og að efnisheimurinn sé í raun bara ákveðið gildi á ás í hnitakerfinu en ef við erum ósammála um þetta þá er ekki nema von að við séum ósammála um frjálsa viljann.
Katrín, ég tek það fram að það er mjög mikill minnihluti fólks sem tilheyra þessum "öllum" sem þú talar um að viti að Guð skapaði ekki heiminn og er ég einn af þeim. Svo væri fínt ef þú kæmir með eina vísindalega sönnun um það Guð hafi ekki skapað heiminn, það er bara ein sem ég bið um.
Þú segir að flest grimmdarverk í heiminum séu framin vegna trúar og er ég alvega sammála þér þar, en við verðum að átta okkur á því að þar er atheismi engin undantekning. Það eru mismunandi skoðanir fólks sem leiðir til illinda og það getur verið vegna skoðana um hvernig heimurinn fúnkerar eða eitthvað annað. Annars má aldrei alhæfa í svona tilviki og þó svo að trú margra leiði til þess að fólk drepi hvort annað þá mun mitt samfélag við Guð aldrei leiða til þess að ég skaði nokkurn mann, þú getur treyst því. Menn sem sprengja annað fólk í nafni Allah eða menn sem brenndu fólk á báli á miðöldum í nafni Krists, hvorugur þessara manna eru mínir trúbræður og tek ég ekki ábyrgð á gerðum þeirra frekar en atheisti sem trúir því að það sé enginn Guð á bakvið þennan heim.
Við verðum að forðast það að sjá ekki skóginn fyrir trjánum.
Axel (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 02:31
Sæll aftur Páll,
Þú segir að þetta séu sleip rök en ég get ekki betur séð en þín eigin rök eru ansi götótt hversu mikið sem þú reynir að halda í þau. Við erum að tala um þekkingu hérna er það ekki? Það að Guð viti fyrirfram allt sem muni gerast. Ég held að við erum búnir að sýna vel fram á það að vitneskja um það hvað muni gerast geti aldrei verið orsök þess að það gerðist, sama hversu grunn eða djúp vitneskja manns er. Þú talar um fallandi epli, ef við gefum okkur í þessu dæmi að eplið hafi meðvitund og sé fært að taka ákvarðanir sem hafi áhrif "örlög" sín þá getum við a.m.k. sagt að eplið ákveði hvenær það falli eða ekki. Við erum svo heppinn að geta tekið ákvarðanir um margt margt meira og erum ekki eins og hlutur fallandi áhrifalaus á hvað um okkur verður. Af þessu öllu leiðir að frjáls vilji mannsins viðhelst þrátt fyrir vitneskju Guðs um það til hvers hún muni leiða.
Sæl Katrín,
Það er margir sem halda að það að það séu trúabrögð sem séu uppspretta stríða og illinda í heiminum, það er misskilningur. Uppspretta stríða og illinda eru einstaklingar sem héldu að þeir ættu sannleikann og vildu þröngva honum á aðra. Margir þessarra manna voru einstaklingar með háar stöður innan trúarhópa en ég sé ekki betur en að hér á þessum athugasemda lista séu ýmsir sem þykjast vita hver sannleikurinn er og fara ekkert allt of fínt í að tilkynna hinum hversu mikil fífl þau séu.
Í sambandi við þessar þjáningar sem þú talar um þá trúi ég því að Guð sé uppspretta alls góðs en ég trúi því líka að við höfum frjálsan vilja til að snúa okkur frá þessari uppsprettu og þá á ég við með gerðum okkar en ekki því sem kemur af vörum okkar. Persónulega þá hef ég upplifað ýmislegt sem fékk mig á tímabili til undrast á því hvernig Guð gæti látið svona viðgangast í þessum heimi en í dag sé ég það allt það slæma sem ég sá voru afleiðingar ákvarðana einstaklinga og jafnframt gerðu þessar reynslur mig það þeim manni sem ég er í dag og myndi ég ekki vilja breyta neinu núna. Það að börn þjáist er ekki verk Guðs það er verk manna með tóm hjörtu og slæma samvisku.
Kær kveðja,
Jakob
. (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 09:40
Það eru bara svoooooooooo margir hlutir sem standast ekki ég skil ekki hvernig fólk getur verið með augun lokuð svona endalsust árið 2008..
Trúarbrögð eru mesti viðbjóður sem mannskepnan hefur fundið uppá.
Stebbi (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 14:14
Í nýja testamentinu stendur: Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá. Hebrearr 11.
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 9.11.2008 kl. 14:34
Það stendur eitt og annað þar.. Verst að það stangast allt á við eitthvað annað.
Stebbi (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 15:17
Hvað er þetta Guð?
Teddi (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 15:33
"Trúin sem var fyrir gerði þeim ekki aðeins kleift að þröngva þeirra skoðun á aðra, það gerði þeim auðvelt fyrir. Ef trúarleiðtogi segir að guð hafi sagt honum hvað eigi að gera og að þjóðin þurfi að hlusta á guð þá eru hans illu áform komin áfram vegna trúarinnar. Ef þjóðin hefur lært að gagnrýna það sem þeim er sagt og að taka ekki allt sem gefnu frá trúarleiðtogum (eða einhverjum leiðtogum) þá myndi lítið rætast úr þeim áformum."
Sæll Halldór,
Þetta verður náttúrulega allt að vera í samhengi við hvert annað. Það er alveg rétt að menn hafa misnotað stöðu sína í fortíðinni í nafni trúar, við vitum þetta alveg. Þetta segir samt ekkert til um grundvallargildi trúar. Annað sem við verðum að taka með í myndina er að þar til fyrir stuttu voru afar fáir sem gátu sjálfir lesið helgiritin og þurftu því að reiða sig á útskýringar manna sem kannski brengluðu orð trúarritanna með sínum eigin hugmyndum. Til dæmis er lítill grunnur í Bíblíunni fyrir tilvist páfa og þar fram eftir götunum. Jafnframt talar Jesús marg oft í nýja testamentinu um, og sýnir með gerðum sínum, að við eigum að hafa réttlætið að leiðarljósi og ekki fylgja blint dauðum orðum heldur að sjá með okkar eigin augum.
Fyrir mér er fegurð Bíblíunnar augljós en það að aðrir menn hafi kosið að misnota hana segir ekkert um hennar raunverulega gildi.
. (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 15:40
Sæll Halldór.
Ég sem kristinn samþykki ekki þá hugmynd um að Guð sé ekki til. Gerir það mig að trúleysingja? eða er trúleysingi kannski sá sem hefur enga skoðun á málinu?
"Vísindin gera ekki ráð fyrir guð og eru því aldrei að leitast eftir staðfestingu á honum eða að reyna að hafna tilgátunni um hann."
Vísindalegar tilraunir eru misjafnar, í sumum tilraunum skiptir ekki máli hvort Guð sé til eða ekki, en öðrum, eins og til dæmis þegar við leitum að uppruna alheimsins, getur það skipt töluverðu máli.
Þegar kemur að slíkum tilraunum eru skoðanir vísindamanna jafn misjafnar og hjá öðrum og mikill ágreiningur getur átt sér stað milli þeirra. Það að halda því fram að vísindin geri almennt ekki ráð fyrir tilvist Guðs er ekki rétt. Til dæmis gera flestir eðlifræðingar ráð fyrir tilvist Guðs, en mun fleiri líffræðingar gera ráð fyrir að Guð sé ekki til.
Þú talar einnig um að vísindin "sanni" aldrei neitt og ég er sammála því að svoleiðis ætti það að vera en því miður virðast alls ekki allir líta svo á málið. Allt of algegnt er að menn líti á vísindalegar kenningar sem heilagar og gerir ekki ráð fyrir þeim möguleika að þær geti verið rangar. Vísindin eiga ekki að vera trúarbrögð.
Axel (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:38
Ég held að við séum aðeins að rökræða fram hjá hvorum öðrum hérna.
Þetta dæmi var einmitt valið til að sýna fram á að það skiptir engu máli hvort vitneskjan er til komin vegna þess að ég veld viðburðinum eða á annan hátt. Meðan vitneskjan er 100% örugg (sem hún er sjaldan í raunveruleikanum) þá er útilokað að niðurstaðan verði önnur.
Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða hugsandi verur eða ekki, hvort við föllumst á furðukenningar skammtafræðinnar eða ekki o.s.frv. Aðrar forsendur skipta einfaldlega engu máli svo framarlega sem vitneskjan er 100%.
Páll Jónsson, 9.11.2008 kl. 22:54
100 athugasemdir...... vííííí til lukku Bryndís.
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 9.11.2008 kl. 22:58
"Ég held að við séum aðeins að rökræða fram hjá hvorum öðrum hérna."
Ég hugsa að það sé dáldið til í því hjá þér
Annars þakka ég fyrir áhugaverðar umræður
Axel (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 23:25
Guð er bankastjóri....
Bara Steini, 10.11.2008 kl. 01:55
Meðan vitneskjan er 100% örugg (sem hún er sjaldan í raunveruleikanum) þá er útilokað að niðurstaðan verði önnur.
Sæll Páll,
Ef ég veit með 100% vissu að lögmál þyngdaraflsins muni haldast og að eplið muni 100% falla til jarðar - er ég núna orðinn valdur að því að eplið skyldi falla? Og líka allir aðrir sem vita með 100% vissu að eplið muni falla? Ég sé ekki hvað er svona flókið við að fatta það að fyrirfram gefin þekking geti aldrei verið orsök þess að eitthvað gerðist. Held ekkert að ég sé að rökræða fram hjá neinu með þessari, að mér finnst, augljósu staðreynd.
. (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 11:41
Fyrst að trúarbrögð geta ekki verið brúin sem sameinar mannkynið í friði og ást og eru þess í stað fleygur sem aðskilur mannkynið og skiptir okkur í hópa, þá vil ég ekki taka þátt í því.
Eini sáttmálinn sem ég skal nokkurntíman taka sem góðan og gildan er mannréttindarsáttmálin. Er sá sáttmáli skrifaður af fólki en ekki guð. Og ég berst gegn því að fólk nýti sér "orð guðs" til að brjóta gegn þeim sáttmála.
Mannréttindasáttmálinn
Sleepless, 10.11.2008 kl. 13:06
Neptúnus, gaman að lesa það sem þú skrifar. Sendu mér bréf á sloopgamer@hotmail.com ef þú vilt ræða þetta nánar á persónulegri nótum.
Guð blessi ykkur öll.
Áki Pétur Gíslason (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:25
Sæl Sleepless,
Ég trúi því persónulega að trúin geti vissulega verið þessi brú og fylgi einmitt trúarbrögðum sem hafa þann grunntilgang að sameina allar þjóðir og kynkvíslir í einn sameiginlegan málstað og eina sameiginlega trú. Og það algjörlega án nokkurs ofbeldis eða þvingunar.
Ef þú hefur áhuga á því þá geturðu lesið hér nokkur orð þar sem er verið að skoða hvernig megi þokast nær meira réttlæti í þessum heimi:
Lagabætur einar nægja ekki:
Hlutverk menningar og hæfni
við að uppræta ofbeldi
gagnvart konum og stúlkum
Yfirlýsing Alþjóðlega bahá'í samfélagsins
http://regin.blog.is/users/05/regin/files/lagab_tur_einar_n_gja_ekki.pdf
. (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:25
Sæll Halldór,
Það er hægt að þekkja alla valkostina og vita hver þeirra verði valinn án þess að það skerði frjálsan vilja. Það er þetta sem ég var að koma á framfæri með þessum dæmum.
En þetta skiptir ekki öllu máli. Við getum alveg samþykkt að vera sammála um að vera óssammála ef þess þarf. Óþarfi að vera að rökræða sömu atriðin út í rauðan dauðann :P
Kærar kveðjur,
Jakob
. (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:34
Jakob: Ég kynnti mér nú bahá´í trúnna á sínum tíma (c.a. 10 ár síðan) og hef alltaf borið mikla virðingu fyrir henni. Er mig nokkuð að misminna eða fara með mikil ósannindi þegar ég segi að bahá´í trúin gengur soldið útá það að öll trúarbrögð í heiminum muni sameinast í það og þar með mannkynið allt.
En því miður er ég fyrir löngu búin að missa trú á að sú brú verði kristni, íslam, kaþólskakirkjan, Gyðingatrú, mormónar eða nokkurt annað trúarbragð í þá átt. Horfi ég einna helst á Bahá', búddisma og/eða vísindi.
Ég trúi því heldur ekki að það sé á ábyrgð guðs að sameina okkur (sama hvaða guð það er) heldur er það á ábyrgð okkar allra sem mannkyn að sameinast um vera ekki svona vond við hvert annað.
En ég hef í dag raunverulegar áhyggjur af strangtrúuðu fólki. Við lifum á tímum sem vísindi eru alltaf meira og meira að grafa undan trú(arritum) á einn eða annan hátt Sem er farið að koma fram í því að strangtrúað fólk er farið að haga sér einsog innilokað dýr, þau eru virkilega farin í stíð til að verja sína trú með kjafti og klóm. Þessir hópar munu á næstu árum verða meir og meir aflokaðir og það veldur mér miklum áhyggjum. Þetta er eitthvað sem hefur hingað til ekki einkennt bahá'i eða búddista en þetta veldur mér áhyggjum samt. Þetta er sundrun á mannkyninu sem ég trúi að við munum aldrei komast yfir.
Ég trúi því t.d. sjálf að guð skapar okkur ekki fordómafull en fordómafullt fólk hefur í gegnum tíðina réttlætt sína fordóma með trú.
Ef að öll trúarbrögð í heiminum mundi líta á mannréttindarsáttmálan jafn heilögum augum og þau gera með sín eigin trúarrit, þá væri heimurinn frábær staður.
Sleepless, 10.11.2008 kl. 14:40
Þetta fer náttúrulega eftir því hvernig menn skilja Guð og sköpunina. Ég lít svo á að innsti kjarni Guð sé ofar skilningi mannanna og viðurkenni því að þegar allt kemur til alls get ég aldrei fullyrt neitt um Guð eða trú, ég get bara sagt frá mínum skilningi.
Ég trúi því að heimurinn hafi alltaf verið til því að Guð hefur alltaf verið til. Það er enginn skapari án sköpunar og því sé að vissu leyti órjúfanleg tenging milli okkar og Guðs þó Guð sé yfir sköpunina hafinn. Ég tel að það sem ég kalla ást Guðs og aðrir lífsorku eða hvað það er streymi stöðugt til okkar og án hennar væri ekki til nein veröld. Veröldin er sem sagt stöðugt í sköpun ef svo má segja. Guð er handan tíma og rúms og því geta engar mannlegar takmarkanir háð honum, Guð er ekki gamall maður sem situr í skýjunum. Ég tel að Guð sendi til okkar mikla kennara sem leiðbeina okkur samkvæmt vilja hans að betri heimi.
Þetta er minn skilningur í dag og byggist hann að miklu leyti á ritum bahá'í trúarinnar þó ég kunni að hafa komið þeim skilningi ekki alveg nógu vel til leiðar en ég er alltaf að endurskoða trú mína og reyni að ná betri skilningi eftir því sem ég get.
Með kærri kveðju,
Jakob
. (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 14:51
Sæl Sleepless,
Mér sýnist þú bara vera með frekar heilbrigða sýn á trú. Það er rétt að bókstafstrú hefur grafið algjörlega undan trúverðugleika þess að þessi trúabrögð sem þú minnist á geti orðið nokkur leið að friði þrátt fyrir það mikla kall sem tríuarrit þeirra gera til friðs. Mennirnir hafa snúið baki við orði Guðs og hafa skipt út orðum hans fyrir sína eigin hugmyndafræði í dulargervi trúarlegs sannleika. Öll þessi trúarrit upphefja hina gullnu reglu og allir þessir menn hafa gengið gegn henni.
En það er nú ljós í myrkrinu. Í skýrslunni sem ég linkaði á hérna að ofan er talað um að tvö ferli eigi sér nú stað í heiminum "ferli upplausnar, sem hefur afhjúpað getuleysi úr sér genginna stofnana, úreltra kennisetninga og ósæmilegra hefða um víða veröld og á öllum sviðum lífsins, ferli sem veldur glundroða og þjóðfélagshnignun." Og "ferli uppbyggingar og sameiningar" sem "á sér rætur í siðfræði Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna."
Það er svo merkilegt að því sem ferli niðurrifsins eykst þá á móti eykst áhugi manna til að stuðla að þessu ferli uppbyggingar. Sem bahá'íi hef fundið mjög fyrir því hvernig áhugi fólks hefur aukist á mörgum þeim aðferðum sem bahá'íar eru að reyna að koma til leiðar í að bæta heiminn eftir því sem heimurinn verður ruglaðari. Þetta eru sem sagt hlutir eins og barnakennsla sem miðar að því að innræta dyggðir óháð trúarbrögðum og námskeið þar sem skoðaðar eru leiðir til að koma andlegum gildum í daglegt líf.
Það er rétt hjá þér að tilgangur bahá'í trúarinnar sé að sameina öll trúarbrögð og allar þjóðir í eina sameiginlega trú. Þetta er þó gert án þess að gera lítið úr þessum trúarbrögðum þar sem bahá'íar trúa því að öll trúabrögð séu komin frá Guði og eru eins og þrep sem leiða eitt til annars og því algjörlega í samstöðu hvað varðar hinn andlega sannleika sem í þeim býr. Ástæðan fyrir því að bahá'íar trúa því að bahá'í sé sú trú sem muni að endingu sameina öll þessi trúabrögð er sú að öll trúarbrögð hafa ákveðinn tilgang bundinn við þann stað og tíma sem trúin kom fram á - sem sagt félagslegur tilgangur byggðan á félagslegum raunveruleika þess tíma. Félagslegi tilgangur bahá'í trúarinnar er að stuðla að einingu í heiminum.
Kær kveðja,
Jakob
. (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 15:16
Jakop ég er að fíla þig sko =)
hef ekki alveg haft tíma til að fylgjast nógu mikið með og ég vildi svo að ég hefði öll svörin og tímann fyrir þá sem eru leitandi en ég bendi þeim á það eru svo margir sem gætu útskýrt þetta betur. prufiði bara að bjalla í forstöðumenn hvítasunnusöfnuðarinnar =) hehe
en bara takk fyrir umræðuna, það er hollt að tala saman og það þurfa ekki allir að vera sammála. en ég er þó viss með mína trú.
og ég veit hvað þú ert að fara sleepless en málið er að fyrir mér er Guð kærleikur og hann virðir fyrst of fremst mannréttindi, hann virðir réttinn til lífs, alls lífs! (til dæmis vill ekki fóstureyðingar, fyrir mér eru það mannréttindi barnsins en Guð þekkir hjörtu og aðstæður fólks og er miskunnsamur. við megum aldrei dæma verðum að muna það!) =) fyrir Guði eru líka ALLIR jafnir, þannig á það að vera.
það meira að segja segir að ef þú hefur ekki fengið vitneskju um Guð semsagt þá upplifað hann að ég held að sé að meyna þá miskunnar Guð yfir þér =) og fellur ekki dóm
en ég veit ekki allt, ég veit bara að Guð er til og gerir líf mitt betra. ég get talað við hann og treist á hann.
en vísindi eru ekki sönnuð því þá eru það ekki vísindi
og Trúin er ekki sönnuð
þá er þetta bara jafnt =) verðum bara að finna sannleikann í okkar hjarta.
og ég endurtek að það er hræðilegt hvað fólk hefur gert margt í nafni trúarinnar, það er ekki á ábyrgð Guðs. hann er ekki trúarbrögð eða kirkja, hann er óháður aðili =)
lifum í sátt og samlyndi og viðrum hvert annað.
Karen Dögg (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:25
Takk fyrir það Karen :) maður reynir að þóknast :P
. (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 09:51
Bryndís takk fyrir samveruna á cafe Milano í gær, það er yndislegt þegar að "bloggkirkjan" kemur saman.
Mér finnst frábært að hugsa til þess að við eigum öll í andanum algóðan föður sem er alltumljúkandi kærleikur, og þó svo að menn einsog doktor E séu að reyna í okkur þolrifin þá er dokksinn elskaður af yndislegum og frábærum Guði sem gaf son sinn Jesú krist til að friðþægja fyrir okkur öll auma syndara
Guðrún Sæmundsdóttir, 11.11.2008 kl. 11:04
Já Guðrún þetta var frábært að hittast við erum nefnilega stór hópur, og hann fer bara stækkandi þó sumir vilji meina annað
kærleikskveðjur til ykkar allra
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 11.11.2008 kl. 13:37
hehe já viðra hehe meinti nottla virða híhí =) en það er örugglega ágætt að viðra hvort annað líka =)
húff maður þyrfti kannski að reyna að þóknast meira, ég reyni það aldrei er allt of þrjósk =s öss =)
Karen Dögg (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:01
haha þú ert fyndin
. (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.