EKKI HEIMILD!!

Í gær var ég að versla í Bónus og alveg grandalaus raðaði ég vörunum í poka og rétti afgreiðslukonunni vísakortið mitt, þegar stúlkan seigir: þAÐ ER EKKI HEIMILD! Ha sagði ég og var með þvílíkan hissasvip eins og ég hefði farið í strekkingu, og fann hvernig ég hitnaði og fraus, ekki skemmtilegt að láta röð af fólki vera fyrir aftan sig og vera vitni að þessum gjörningi, og ég passaði mig á því að líta aldrei í þá áttina, en ég vissi samt að þetta gat ekki staðist, eins og kjáni rétti ég henni debetkortið mitt, vitandi samt að það var tómt, og auðvitað fékk ég aftur að heyra: ÞAÐ ER EKKI HEIMILD! GRRRR Ég gat ekki annað en sagt bara kurteysislega fyrirgefðu mér finnst þetta mjög leiðinlegt, (og trúið mér þetta var ekki skemmtilegt langaði að fara að grenja) ég verð þá bara að hætta við þetta, auðvitað hélt ég andlitinu, ég tók strax upp gemsann minn í bónus á leiðinni út og vonaðist til að allir hugsuðu, já þetta er einhver misskilngur nú hringir hún í bankann og fær þetta leiðrétt, eða bara já ástandið í þjóðfélaginu er orðið svo slæmt, kannski er búið að þjóðnýta alla peningana hennar og hún veit það ekki JÁ EINMITT ALLA MÍNA PENINGA! En þegar ég hringdi í bankann kom í ljós að ég hafði borgað inná vitlaust kort í heimabankanum mínum, og það var leiðrétt, ég sagði bankafrúnni, að nú væri ég á leðinna í aðra Bónusbúð og vildi ekki lenda aftur í: Ekki heimild augnaráðinu, nei nei þetta er komið í gegn, þú getur alveg verið róleg, en ég var ekki róleg fyrr enn ég var sloppinn í gegn, það helltist yfir mig ónotafilfinning við kassann, ég hefði kannski átt að fara aftur í sömu bónusbúðinna og til sömu afgreiðsluk. og veifa svo kortinu og hrópa þetta var leiðrétt, bara smá mistök. Ég vona að þessi tilfinning sé ekki komin til að vera þegar ég stend við kassanna í framtíðinni og ætla að borga, best að vera bara með pening þá er maður allavega viss, ég á eftir að vanda mig þvílíkt næst þegar ég borga inná kortið mitt í heimabankanum og hætta að vera alltaf með þennan flumbrugang.

En auðvitað er þetta bara fyndið eftir á!!

Njótið helgarinnar ég ætla að gera það þó ég sé á kveldvakt, en fyrst er ég að fara í afmæli til Siggu Guðna hún er fertug í dag þessi elska, ótrúlegt að þetta skott skuli vera orðin þetta gömul.Smile

Guð geymi ykkur nær og fjær!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi þetta er svo vont.hehehhe og neyðarlegt.Gott að það var hægt að leiðrétta þetta

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 12:05

2 identicon

Hehe elsku mamma þú ert of falleg til að fólk geti hneigslast á þér..

fólk hugsar bara jii hvað hún er sæt...

ég elska þig mest elsku mamma ..

2 athugasemdir núna!!! "ekki heimild" og "Guð er til" virðist ekki jafn spennandi.. hehe

luv

Tinna Björt (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:50

3 identicon

haha já nákvæmlega Tinna, hef reyndar lent í þessu líka... mjög glatað eitthvað hehe =) lovjú

Karó (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

þetta reynir á taugarnar, en þú stendur þig vel

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:16

5 Smámynd: Linda

Ég hef lent í þessu, maður hitnar og kólnar á mis, maður hefur það á tilfinningunni að allir horfi á manni, sé svo stórt skilti fyrir ofan mann sem blikki "ekki heimild" Ekki heimild"  En oftast, reddast þetta samt, dýrð sé Guði.

Bryndís, mikið rosalega var gaman að hitta þig í kvöld hjá kærleikanum, ég á rosalega erfitt með að hitta fólk í fyrsta skipti, en, ég vildi bara að þú vissir að mér þótti þú hafa yndislega nærveru og að ég vona að ég fái að hitta þig aftur, lofa að vera afslappaðri en ekki manngleggri, þú gætir þurft að kippa í mig nokkrum sinnum til viðbótar

Guð blessi þig vina, Kristur sé með þér og þú með Kristi.

 bk.

Linda.

Linda, 9.11.2008 kl. 21:41

6 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir falleg orð stelpur mínar

Linda frábært að sjá þig og Guðstein í kvöld, mér fannst þú bara eðlileg og koma vel fyrir, vonandi eigum við eftir að kynnast!

Guð geymi ykkur!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 9.11.2008 kl. 23:39

7 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Elsku dúlla - ohhhhh ég hef lent í þessu hehehheeh og það var enginn misskylningur var bara búin að eyða of mikið :)

hvað meinaður að ég sé orðin gömul ég er rétt komin með hvolpavilt !

knús dúllurass

Sigríður Guðnadóttir, 12.11.2008 kl. 18:02

8 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Já hef reyndar líka lent í því!

Þú ert svo seinþroska Sigga mín hehe þess vegna finnst mér þú alltaf vera miklu yngri, heppinn

Lovjú longtime

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 12.11.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband