27.11.2008 | 15:21
KOMIN HEIM!
Þá er vel heppnuð Dublinarferð að baki, og búið að vera nóg að gera síðan, vinna og skóli og fl..
Já það var virkilega gaman að heimsækja Írana og tilgangur ferðarinnar var að skoða The Marlay sambýli fyrir aldraða, þetta er aðeins 3 ára gamalt heimili, á þremur hæðum nýtískulegt og flott. Auðvitað lentum við í ævintýrum og leiðin á heimilið tók einn og hálfan klt. í staðin fyrir hálftíma í leigubíl, af því enginn virtist vita hvar þetta heimili væri, áður en við fórum var ég búin að tala við vinkonu mína (Maju)í afgr. á hótelinu og nefna staðinn við hana, en hún hafði ekki heyrt um hann, ég var búin að prenta út leiðbeiningar á Íslandi, og sagði meira að segja við hana soldið mikið stressuð: I have the distruction of the way, skildi ekki fyrr en eftir á af hverju hún hváði, auðvitað ætlaði ég að segja direction, í öllum æsingnum, þar sem hópurinn beið í tikkandi dýrari og dýrari leigubíl, þurfti ég að hendast aftur inn og komast í tölvu og finna símanr. hjá Marlay, sem var eins og endalaust eitthvað, því ég var látinn bíða og bíða eftir maneger, sem vissi bara passwordið, þegar ég kom sigri hrósandi inn í taxann með símanr. brunaði bíllin áfram og leigubílst. byrjaði að hringja, en þetta var vitlaust nr. Vá ég spurði hann af hverju hringirðu ekki í eitthvað sem heitir information, en þá var það málið að hann var sko búin að vera leigubílstjóri í tuttugu og eitthv ár eins og vinur okkar í spaugstofunni, og það var svo mikil skömm að hringja og fá leiðbeiningar, en hann neyddist til þess, þó hann hafi reynt að fá okkur til að hætta við og koma bara með sér á pöbbinn, veit ekki alveg hvernig við hefðum átt að réttlæta það fyrir ferðastyrksnefnd eflingu, en við gáfu honum opal og hugsuðum æi þegiðu og komdu okkur á staðinn. Það var vel tekið á móti okkur þrátt fyrir 45 mín seinkunn, og ég var dauðfeginn þegar við fórum til baka að ég hafi ekki farið yfirum af þessu öllu. Um kveldið fórum við á írskt kráarkveld eins og þau gerast best með æðislegum mat, við máttum velja þrennt af matseðli fyrir forrétt aðal og eftir, mér leist rosalega vel á geitarostinn í forrétt og sagði virðulega að ég ætlaði að fá the ghost-cheese og hann var bara góður ekkert draugalegur hehe! Það var ekta Írsk hljómsveit sem spilaði alveg frábærar raddir og fiðla og alles, og svo sáum við æðislega flottan riverdans. Karen mín var tekinn upp á pall og fékk bol að gjöf sem hún átti að fara í við undirleik hljómsveitarinnar, og hún stóð sig vel, síðan var önnur ensk stelpa fenginn upp á svið og ég gat nú ekki séð hvað hún gerði, en hún kallaði yfir alla: Ég ætla sko að sýna þessum Íslenskum stelpum hvernig á að gera þetta! Úps allt í einu heyri ég Kareni mína kalla yfir alla. BRING IT ON BITCH! Vá stemmninginn breyttist aðeins og ég hvíslaði að kareni æi af hverju sagðir þú B-ORÐIÐ? En Karen fékk mikla athygli út á þetta og voru skiptir skoðanir á athæfinu, sem voru þannig að Íslendingarnir hrósuðu henni mikið fyrir að verja heiður Íslenskra kvenna á meðan Englendingarnir voru ekki eins hrifnir, þegar Karen var spurð, sagðist hún ekki láta dissa sig svona í beinni, en hún meinti samt ekkert slæmt með þessu! Já mín kona hún Karen! En mikið rosalega var gaman, það var æðislegur mórall í hópnum, 6 konur og einn karl, sem var svo heppinn að fá að bera töskurnar okkar og pokana, því við sem ætluðum ekkert að versla duttum inn í þvílíka ódýra verslun að þó að evran hafi verið nærri 200 kall ísl. var það samt ódýrt, ég fer sko aftur þegar þau mál hafa lagast.
En nú er Guðmunda systir að koma frá Eyjum í dag og ætlar að vera hjá mér í nokkra daga og það verður æðislegt, en hún er orðin alger eyjakelling. Ég set inn myndir af Dublin fljótlega, jahérna það er brjálað að gera!
Það er gott að vera komin heim og knúsa kallinn sinn, en það var líka gott að komast í burtu og fá hvíld frá fréttum. Upp með jólaskapið elskurnar og hafið það bara gott!
Athugasemdir
hahaha hún karen er snillingur hehe, elska hana í ræmur. Ekkert að láta einhverjar enskar kellingar vera dissa þær íslensku. Það sem kemur út úr henni Kareni þessum litla kroppi er nú ekkert lítið, enda með stóra sál. Ég hefið viljað vera þarna og sjá þetta live. Go Go Karen..... uuuuuu bylgjaaaaaaa..
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 27.11.2008 kl. 18:06
hehe je menn ég bara roðna hehe ég elska þig líka hanna mín in da ræms =) hehe
já ég á ekkert erfitt með að svara fyrir mig og rífa kjaft þótt ég sé pínkupons... og stundum hefur arnar þurft að redda málunum hehe en það er annað mál =)
p.s. fyrir utan það að þær ensku eru nú ekki þær fríðustu í heimi hömm hehe
Karen Dögg (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 00:17
Sæl Bryndís mín.
Flott að fá þig aftur heim. Sé að þetta hefur verið góð ferð.
Endilega kíktu á bloggið mitt því þú veist kannski um einhvern sem vill heimsækja Pétur annað kvöld.... Kannski Guðmunda Guðrún?
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.11.2008 kl. 22:32
Bryndís... er að bíða eftir myndum elskan !
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 12:28
Þetta hefur verið snilldarferð og Karen vinkona þín sannur víkingur hahah "b" orðið og alles. Gott að þetta var gaman. Áfram Ísland og vertu velkomin heim.
bk.
Linda.
Linda, 30.11.2008 kl. 00:22
sjaldan fellur eplið langt frá eikinni... ég er sko dóttir hennar takk fyrir haha =)
en við erum auðvitað líka bestu vínkonur! =)
Karen Dögg (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 22:50
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.