7.1.2009 | 14:30
Nýja árið 2009
Það er sagt að á nýju ári komi nýir tímar, nýtt upphaf og ný tækifæri, síðasta ár byrjaði líka þannig og við vitum líka öll hvernig það endaði. En ég var minnt á það í æsku frá ömmu minni að náð Guðs væri ný á hverjum degi, mér finnst það hljóma best í mín eyru, og veit líka að það eru ekki orðin tóm. Ég er auðvitað full af eftirvæntingu fyrir nýju ári, og hlakka til að sjá ömmustelpuna mína vaxa og dafna, ég er þakklát fyrir lífið og öll börnin okkar Gísla sem eru svo ólík og svo frábær á sinn hátt. Lífið heldur áfram með öllum sínum væntingum og vonbrigðum, en einn dagur í einu er eiginlega nóg fyrir mig í bili, ég er samt búin að plana og skrifa í nýju 2009 dagbókina mína ýmislegt sem þarf að framkvæma. En ég hef bara daginn í dag, ég get ekki breytt gærdeginum og ég veit ekki hvort ég fæ að njóta morgundagsins en ég er stödd núna í núinu og get haft áhrif á það. Ég vona að flestir hafi notið friðar og gleði yfir hátíðarnar, en þetta er oft svo viðkvæmur tími, þar sem blendnar tilfinningar koma upp og eftirsjá yfir horfnum ástvinum, og margir eru einir og einmana, samt eru jólin alltaf svo yndislegur tími í sjálfu sér, og einhver nærvera sem er óútskýranleg svífur yfir, allir verða miklu kærleiksríkari og hjálpsamari, það er yndislegt og það er það sem ég elska við jólin og fá að njóta þeirra með mínu fólki. En við getum líka tileinkað okkur svona hugarfar alla daga (jólahugarfarið) það getum við gert með Guðshjálp. Ég vil þakka Guði fyrir enn nýtt árið og fyrir náð hans sem er ný á hverjum degi og fyrir daginn sem hann hefur gefið mér í dag.
Guð geymi okkur öll!
Athugasemdir
Sæl Bryndís mín.
Þú áttir tvær ömmur sem voru miklar bænakonur, blessuð sértu sem bænabarn þeirra. Fallegt ungt par hér til hliðar, Villi litli orðin fullorðin og er að koma sér upp konu. Manstu þegar við hittumst á Fæðingarheimilinu og myndin sem var tekin af þér með hann pínu lítinn og ég með Aron nýfæddan.
Guð er frábær Guð, Náð hans er ný á hverjum degi.
Helena Leifsdóttir, 7.1.2009 kl. 20:33
Já Helena mín Guð er frábær! Ég átti yndislegar ömmur sem voru mér góð fyrirmynd.
Það væri nú gaman að komast í gömul almbúm og sjá margar gamlar perluminningar.. hvernig væri það við vorum nú svo duglegar að taka myndir Helena
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 7.1.2009 kl. 20:57
Sæl og blessuð Bryndís mín
Takk fyrir frábæran pistil. Við þurfum að minna okkur á að náð Guðs er svo sannarlega ný á hverjum degi
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.1.2009 kl. 00:01
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla
Sjáumst í skólanum
Anna Gísladóttir, 8.1.2009 kl. 06:05
Gleðilegt ár, vona að þú og þínir hafi það sem allra best á nýju ári. Það er góð regla að lifa í núinu og njóta hvers dags.
Sigríður Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 08:43
Takk Rósa mín hlakka til að sjá þig 17 í hressa fínu formi
Takk Anna sömuleiðis sjáumst 15 jan, þvílíkt áhugasamar, vonandi verður kennarinn skemmtilegur
Gleðilegt ár til þín og þinna Sigríður og takk fyrir allar athugasemdir stelpur
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 8.1.2009 kl. 13:20
Hæ mín kæra.Guð er svo sannarlega góður guð,og það er ny náð á hverjum degi.Hef sjálf fengið að ganga með guði í 6 ár bráðum og lífið er yndislegt.Takk fyrir commentið á bloggið mitt.Guð geymi þig og þína
Sædís Hafsteinsdóttir, 8.1.2009 kl. 22:48
Fallegur pistill Bryndís mín.
kl hvað 15 jan? er upptekin eftir kl 19.00
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 00:56
AMEN príts it vúmen :D
Gleðilegt ár turtildúfur, megi tímar á þessu ári vera mergjaðir og vá já hlakka líka til að upplifa tíma með ömmubarni þínu :P hún er best!!! enda komin af mér... hoho Takk Jesús!!
takk í mig bless :*
Tinna Björt (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 18:15
Mjög fallegur pistill, og já svo sannarlega er náð Guðs ný á hverjum degi, sem betur fer.
Hlakka til að sjá þig á nýju ári.
Kær kv. Unnur Arna
Unnur Arna Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.