ÚR Í EINU Í ANNAÐ!

Jæja það syttist að ég fari með vinnufélögum mínum til Dublin, en við förum 20 nóv. Þetta verður vinnutengd og skemmtiferð, við erum að reyna að koma okkur í gírinn og peppa okkur upp, en auðvitað læðist að manni hvernig verður stemmningin úti, verður hrópað að okkur ókvæðisorðum kannski go home terrorist! Ég læt ykkur vita. Ég var á fræðslufundi í gærkveldi á Grand hótel, vegna faghópa félagsliða, og það var gaman að sjá allar þessar konur sem eru að sækja sér meiri menntun, og ég tilheyri þeim hópi, en það sem brennur eru launamálin og það eru skiptar skoðanir á hvort eigi að löggilda starfsheitið eða ekki. Svo var ég á öðrum fundi um daginn með trúnaðarmönnum og starfsmönnum eflingar í samningstjórn, því nú eru lausir samningar 1 des hjá sveitarfélögunum, og auðvitað viljum við fá sömu hækkun og Reykjavíkurborg samdi fyrir sitt starfsfólk, en það var rétt rúml. 20 þús. en að sjálfsögðu er verið að undirbúa grátkór, sem mun nýta sér ástand þjóðfélagsins, og verður þetta ekki auðvelt, en auðvitað eigum við rétt á sömu hækkun, annars drögumst við aftur úr og afleiðingarnar geta allir séð.

En rosalega urðu mikil viðbrögð við færslunni  GUÐ ER TIL! Það eru komnar yfir 100 ath:semdir, þar sem ýmist er reynt að afsanna Guð eða sannfæra eða öllu heldur verið að segja frá eigin trú, ég verð að segja að sumt fannst mér alveg sorglegt, en þetta efldi mig enn frekar, ég fór í tvær kirkjur á sunnudeginum og hitti fullt af góðum vinum og að sjálfsögðu komst ég í snertingu við Guð, sem er það allra besta, á mánudeginum hittumst við svo nokkrir bloggvinir á kaffi Mílano, vegna þess að Rósa frá Vopnafirði var í bænum og hún fékk þessa hugmynd og við áttum frábæra samverustund saman mikið hlegið og einnig alvörumál rætt, þið getið séð myndir af því hjá bloggvink. minni, vonin.

En nú er ég að fara í ræktina loksins byrjuð aftur eftir mánaðarleti, og svo er ég að fara í hádeginu á námskeið í boði vinnunar minnar, sem er um streitu hvernig má losna við streitu og koma í veg fyrir, æi mig vantar bara gott streitulosandi nudd, ég vona að ég þurfi ekki að sitja og hlusta lengi, því þá verð ég fyrst stressuð og fæ vöðvabólgu, en ég ætla að gefa stressfundinum sjens.

Hafið það gott verið bless og ekkert stress Guð geymi ykkurHeart!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

go mamma go mamma its ya birthday =)

snillingur

Karen Dögg (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Guð er svo sannarlega til. Flott hjá þér og nóg að gera.

Úr einu í annað. Magnaður blogghittingurinn hjá okkur. 

Guðrún Sæm. var búin að koma með þessa hugmynd um blogghitting fyrir löngu og þá á Glætunni. Það var bara ekki hægt ef Elísabet frænka mín kæmi en hún er bundin við hjólastól.

Búin að blogga um ABC og Nytjamarkaðinn sem sumir fóru á og eyddu engu, aldrei þessu vant.

Guð veri með þér bæði á Íslandi og eins hm.... í nágrenni við vinaþjóð okkar eða þannig sko.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:07

3 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Rósa mín við skipuleggjum annan hitting þegar þú kemur í bæinn.  Ekki veitir af blessunaróskum þessa dagana, skyldi ég geta verslað eitthvað úti það verður spennandi að vita!

Svana mín gaman að fá þig í hópinn og fylgjast með hvað gengur vel hjá þér kær kv til þín.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 13.11.2008 kl. 10:41

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl mín kæra.

Já við höfum annan hitting og þá fær fólk betri fyrirvara. Við erum sjálfskipaðar í svona verkefni að drífa liðið út á djammið.

það verður spennandi og sennilega í janúar ef allt gengur upp hjá okkur pabba en hann á þá að fara í eftirlit vegna gangráðs og ég kem með sem fylgdarmaður. 

Guð veri með þér krúttið mitt.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 11:01

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Góða ferð til Dublin.  Ein vinkona mín fór í Okt., og sagði Írana ekkert nema gæðin við Frónbúa...meira segja VISA-kortin virka.

Sigríður Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 22:19

6 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Takk Sigríður og gott að heyra .

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 14.11.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband