11.9.2008 | 22:39
RAUÐA MAPPAN!
Jæja eins og einhverjir vita er ég í námi í Félagsliðanum, og fyrstu tímarnir eru búnir að vera heilbrigðisfræði, og í dag átti ég að skila fyrstu ritgerðinni minni. Vá ég hef ekki skilað ritgerð síðan ég var 45kg og það er mjög langt síðan. Auðvitað gekk þetta ekki alveg áfallaust fyrir sig, eins og mér er von og vísa. Karen mín snillingurinn minn í háskólanum, var svo elskuleg að aðstoða múttu sína og lesa yfir, eitthvað var að, því hún gat ekki opnað skjalið sem ég sendi henni, svo ég þurfti að hendast í vinnutímanum og fara heim í HFJ ná í rándýru fartölvuna mína, fara til hennar í Rvk með gripinn svo hún gæti lesið yfir og prentað út, því ég átti að mæta í skólann strax eftir vinnu, en það gekk ekki, hún náði að lesa yfir en ekki að prenta út fyrir mig, (mér að kenna) nenni ekki að útskýra, en ég ákvað að fara eftir vinnu og ná í þessa dýru og fara með hana í skólann, og segja með kurteysislegu brosi að ritgerðin mín væri tilbúin en mig vantar bara að prenta hana út, ef ég gæti bara fengið smá aðstoð, ekki málið fékk aðstoð og almennilegheit og lærði smá tæknilegt í leiðinni, sniðugt. Þegar ritgerðin mín gubbaðist út úr prentaranum fylltist ég stolti, lét hana í rauða plastmöppu og gekk inn í stofuna á síðustu stundu, og ætlaði að afhenda afrekið, en þá gerðist það að ég átti bara erfitt með það, vildi aðeins hafa rauðu möppuna lengur í höndunum, í hléunum fylgdist ég með hinum láta sínar af hendi eins og ekkert væri, (ekki ég ) ég passaði vel upp á mína þar til tíminn væri búin og þá varð ég að láta hana frá mér, ég margsagði við kennarann: þetta er mín! Já já er hún ekki merkt? Jú jú ég ætlaði bara að sjá til þess að ritgerðin mín færi ekki á eitthvert flandur. Jahérna nú er rauða mappan mín farin austur á Stokkseyri, þar sem kennarinn býr, og hamast svo næstu daga að fara yfir og gefa einkannir, ég vona bara að mín hljóti náð fyrir augum dómarans, eða kannski hugsar hún, já þessi sem ætlaði aldrei að sleppa takinu og tönglaðist í sífellu þetta er mín þetta er mín!!
Athugasemdir
Þú hefur örugglega rúllað þessu upp
Sjáumst í byrjun okt ........
Anna Gísladóttir, 12.9.2008 kl. 08:26
Takk En það kemur í ljós 18 sept.
Já sjáumst í okt. ég sakna gamla hópsins, hann náði vel saman.
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 12.9.2008 kl. 09:45
hahaahah 45 kíló??? var svona stutt síðan þú skilaðir inn ritgerð síðast mjóna? ég skil þig vel í sambandi við að geta ekki skilað frá þér möppunni ég var svona fyrst en eftir fyrsta árið mitt í HA en eftir það var mér alveg sama. Bara dauðfegin að losna við verkefnin og hreinlega henti þessu í kennarana. (reynda var maður allaf á síðasta snúning og í tímahraki) en samt mesta dúlla sem ætlar að koma í partý til í föstud 19 sept.
seeya hony
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 12.9.2008 kl. 12:12
Já ég á eftir að sjóast og þá hendi ég öllum verkefnum í kennarana og seigi: EAT THAT!!
Hva bara party og læti á bóndinn ammæli?
Lovjú hon!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 12.9.2008 kl. 13:20
Bóndinn afmæli?? nei nei biddu fyrir þér. Hann er sko í janúar. Hann verður ekki einu sinni heima þann 19. Hann fær ekki að koma heim fyrr en eftir miðnætti. Það er nú hægt að hafa partý þó að karlarnir eigi nú ekki afmæli. Nei þetta er ekkert afmælispartý. þú mætir !!!! Þar sem tveir eða þrír koma saman þar er partý.
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 12.9.2008 kl. 16:33
Janúar of course! því miður verður ekki alveg eins gaman í partýinu þar sem ég verð á kv.vakt en þið reynið ykkar besta.
Einhverjir þurfa að vinna!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 13.9.2008 kl. 13:29
þú ert snillingur mamma, svo stolt af þér, ert ýkt dugleg. ég þurfti nú ekki að breyta neitt stórmiklu þetta var svo flott hjá þér en kostaði nottla sitt (hemm ein ónýt talva!!! shit =( grát) , bara gaman að fá að hjálpa þér!
hehe ég á sko ekkert erfitt með að skila mínum verkefnum er alltaf svo fokking feigin að losna við þetta haha þetta mun breytast hjá þér sjáðu til hehe kiss lovja
karen dögg (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.