BLOGGAÐ Í VINNUNNI!

Þá er komin mánudagur og vonandi áttuð þið góða helgi, ég gerði soldið skemmtilegt í gær á sunnud. ég fór á afríska international samkomu í Fíladelfíu, með Hönnu frænku, og fylgdist með afrískum konum og körlum leiða stundina, áður en ég vissi af var ég farin að syngja á afrísku og dilla mér á afrískan máta undir taktföstum bongótrommum, leit á Hönnu sem var í þvílíkum feeling að ef ég þekkti hana ekki, myndi ég halda að hún væri innfædd, hvet fólk til að kíkja einhvern sunnud. kl:13 held þetta sé alla sunnud. Talandi um mánudaga þá er eins og þeir dagar eigi að vera leiðinlegir, meira að segja búið að semja lag um leiðinlega mánudaga, og ef eitthvað er gallað þá er sagt æi það var eitthver mánudagur í þessu, ég trúi að allir dagar séu gjöf frá Guði, og náð Guðs er ný á hverjum degi nema mánudögum, nei dont worry það stendur á hverjum degi. Jæja ég er enn á fullu í skólanum, og fékk að vita um daginn hvað ég fékk í heilbrigðisfræði, og mín fékk 9 ekki slæmt nema ég fór framhjá einni spurningunni og bara sleppti henni, oh týbískur flumbrugangur í mér, vanda mig betur næst, og sleppi engu. Við vorum sett í hópverkefni  í skólanum og áttum að fara á einhvern stað sem er hjálparstarf, við völdum Rauða krossinn og tókum fyrir hjálparsímann, við vorum svo heilluð af starfseminni, að ég held að við ætlum öll að skrá okkur í sjálfboðastarf, alveg frábært og yndislegt fólk sem vinnur þar.

Hún Indía Karen ömmustelpan mín er orðin 5 mánaða og er búin að gista hjá ömmu og afa í fimm nætur með mömmu sinni og pabba af því það voru framkvæmdir í íbúðinni þeirra, en nú eru þau farin og það er tómlegt að heyra ekki sönglið og hjalið í litla krílinu mínu, en hún kemur sem betur fer oft í heimsókn.

Ég bið Guð að gefa okkur góða viku, og munum að allir dagar eru góðir dagar bara ekki allir eins!

P:S I love mondaysSmile!

119


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Bryndís mín þú ert hreinn snillingur. Fékkst 9 í prófinu er ekkert smá flott hjá þér. Til hamingju með það. Mikið ertu heppinn á fá að hafa litla gullmolann hjá þér í 5 daga. Hún er ekkert smá mikil rúsína, manni langar að knúsa hana í ræmur þegar maður sér hana. Þú ert svo rík að eiga svona sæta og yndislega ömmu stelpu, fyrir utan öll fallegu börnin þín.

Áttu góða viku elskan mín.

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 27.10.2008 kl. 19:48

2 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Jæja finnst þér takk elskan

Ég er líka rík að þekkja þig litli villingur!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 27.10.2008 kl. 20:07

3 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

ég veit

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 27.10.2008 kl. 20:19

4 identicon

já jákvæðnin uppmálum! góð =)

oooo hún Indía Karen er bara best og fallegust...!! og þegar hún hjalar og talar ooooo ummmm kosý kiss

Karen Dögg (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:57

5 identicon

Góð að fá 9.Barnið er æðislegt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:06

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Flott hjá þér með heilbrigðisfræðina. Barnabarnið flott og ég auðvita ánægð að þú fórst á gamla staðinn þinn og varst í stuði með Guði og í botni með Drottni.

Guð veri með þér og þínum.

Bless skvísa/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.10.2008 kl. 22:06

7 identicon

Ég verð nú að vera sammála þessu, hún er yndi mitt gull!!

Við erum svo flott að við erum að bilast, með prjón í annarri og brjóstamjólk í hinni ..

hoho

luv á þig elsku mamma :*

Tinna Björt og Indía Karen (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 22:53

8 identicon

Hey það var gaman að hitta ykkur Hönnu á sunnudaginn á Afrískri samkomu, verst hvað þið þurftuð að fara snemma, en við verðum í bandi dúlla. 

Ella (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 08:22

9 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Takk stelpur mínar!

Já Ella mín þetta var mjög gaman, verð allan tímann næst, en ég var að fara á kveldvakt!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 28.10.2008 kl. 18:53

10 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Eg komst bara i filing ad lesa um tonlistina, dilladi mer bara i takt vid lesturinn. Svo sit eg her brosandi utaf eyrum ad sja thessa saetu litlu snullu, mikid langar mig til thess ad knusa hana i bak og fyrir... Til hamingju med niuna, dugnadurinn i ther, og takk fyrir ad blessa manudaga, their eru sko bara finir finnst mer, og er ther sammala, hver dagur er gjof fra Gudi, og ekki ma madur gleyma thvi. Hafdu thad gott, gaman ad fylgjast med ther, thu ert frabaer!!!

Bertha Sigmundsdóttir, 29.10.2008 kl. 05:13

11 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Bertha mín takk fyrir innlitið og kvittið, já litli engillinn minn er sko alger knúsgull.

Gangi þér rosalega vel, ég hef líka fylgst með þér í Amó, og verð að segja að börnin þín eru yndislega falleg.

 Guð veri með ykkur öllum og varveiti

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 29.10.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband