Færsluflokkur: Lífstíll

Góð fyrirmynd!

Rosalega flottur þessi, og eitthvað sem allir geta lært af, stundum er maður að pirrast yfir einni bólu eða einhverju sem verður svo hjákátlegt þegar maður sér svo fólk sem þarf virkilega að hafa fyrir lífinu en er samt svo hamingjusamt og þakklátt.

Nýja árið 2009

Það er sagt að á nýju ári komi nýir tímar, nýtt upphaf og ný tækifæri, síðasta ár byrjaði líka þannig og við vitum líka öll hvernig það endaði. En ég var minnt á það í æsku frá ömmu minni að náð Guðs væri ný á hverjum degi, mér finnst það hljóma best í mín eyru, og veit líka að það eru ekki orðin tóm. Ég er auðvitað full af eftirvæntingu fyrir nýju ári, og hlakka til að sjá ömmustelpuna mína vaxa og dafna, ég er þakklát fyrir lífið og öll börnin okkar Gísla sem eru svo ólík og svo frábær á sinn hátt. Lífið heldur áfram með öllum sínum væntingum og vonbrigðum, en einn dagur í einu er eiginlega nóg fyrir mig í bili, ég er samt búin að plana og skrifa í nýju 2009 dagbókina mína ýmislegt sem þarf að framkvæma. En ég hef bara daginn í dag, ég get ekki breytt gærdeginum og ég veit ekki hvort ég fæ að njóta morgundagsins en ég er stödd núna í núinu og get haft áhrif á það. Ég vona að flestir hafi notið friðar og gleði yfir hátíðarnar, en þetta er oft svo viðkvæmur tími, þar sem blendnar tilfinningar koma upp og eftirsjá yfir horfnum ástvinum, og margir eru einir og einmana, samt eru jólin alltaf svo yndislegur tími í sjálfu sér, og einhver nærvera sem er óútskýranleg svífur yfir, allir verða miklu kærleiksríkari og hjálpsamari, það er yndislegt og það er það sem ég elska við jólin og fá að njóta þeirra með mínu fólki. En við getum líka tileinkað okkur svona hugarfar alla daga (jólahugarfarið) það getum við gert með Guðshjálp. Ég vil þakka Guði fyrir enn nýtt árið og fyrir náð hans sem er ný á hverjum degi og fyrir daginn sem hann hefur gefið mér í dag.

Guð geymi okkur öll!

 


Gleðilegt 2009 árið.

happy%20new%20year

Gleðilegt nýtt ár elsku vinir!

 


GLEÐILEGA HÁTÍÐ!

 ELSKU VINIR GUÐ GEFI YKKUR ÖLLUM GLEÐILEG JÓL NÆR OG FJÆR

BRYNDÍS EVA OG FJÖLSKYLDA!


NÝTRÚLOFUÐ!

IMG_8511

Villi minn og Júlía opinberuðu trúlofun sína í gærkveldiInLove

Innilega til hamingju elskurnarHeart

Júlía mín til hamingju með afmælið 18 des.Kissing


Varlega nú!

Hefur henni tekist að hrista upp í þjóðinni? Eru varirnar hennar á allra vörum, mínar eru ennþá bara mjóarPouty. Ég hef ekki heyrt minnst á eða séð þessar umtöluðu varir. En frábært hvað henni gengur vel, eins gott að nefna það því ef ég segi eitthvað annað er ég örugglega öfundssjúk einmana húsmóðir sem dreymir um breiðar varirWoundering.

Er ekki lífið dásamlegt elskurnarSmile!


mbl.is Varir Ásdísar Ránar eru á allra vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég féll! Hvítt duft og jólastemmning!

Ég er fallinn, ég sem ætlaði aldreiFrown búin að segja nei nei og Aftur nei, við alla biðlana, en Hanna Rúna vinkona mín kom í heimsókn og addaði mér inn á facebook þessi elska, (segir maður ekki adda?). Já og nú er ég eins og kjáni að læra inná þetta, meiri vitleysan, finnst samt gaman að fá kveðju frá fólki sem býr í öðrum heimshlutum. Finnst ég samt hafa alveg nóg að gera má ekki vera að blogga einu sinni. Ég er samt mjög róleg fyrir þessi jól, nenni ekki að stressa mig, ætla meira að segja gefa krökkunum mínum sem eru farin af heiman, megnið af jóladótinu mínu, en ég hlakka til jólanna ég er jólabarn, og læt ekki skóla, vinnu eða stress skemma fyrir mér stemmninguna, er búin að mestu með jólapakka og Tinna mín sér um að pakka inn fyrir mig þessi elska. Smá fyndið sem gerðist um daginn hjá mér, við Tinna vorum á kafi í bakstri og gerðum allt þrefallt og fjórfalt því hún var líka að gera fyrir sig svo má ekki gleyma kareni sem er á kafi í prófum, og öllum hinum krökkunum, sem finnast sörur og lakkrístoppar góðir, en mér fannst á tímabili ég vera stödd í bakaríi, en þegar ég ætlaði að enda á því að gera lagköku sem ég geri alltaf fyrir jólin, þurfti ég að gera mikið smjörkrem, og það vantaði pínu flórsykur, þannig ég trítlaði upp til Lóu á efri hæðinni, og hún hélt það nú, hún ætti nóg af því, þegar ég er að byrja maka kremið á, kemur Lóa mín askvaðandi og hrópandi Guð minn góður ertu byrjuð? Já hvað? Æi ég lét þig hafa kartöflumjöl en ekki flórsykur, úps þetta þýddi að allt kremið fór í ruslið og Gísli minn fór út í búð að kaupa allt sem þurfti, og Lóu verður ekki heilsað næstu daga hehe! Nei nei bara fyndið eftir á og smá kennslustund, kannski að smakka það sem maður fær lánað, sérstaklega svona hvítt duftSick.

Jæja ég á bara eftir að mæta einn dag í skólann og þá er ég komin í frí YES! En það er samt vinna, og nóg að gera félagslega, ég á nefnilega frænkur í báðum ættum, sem eru hittingsjúkar og pakkasjúkar, sem er bara frábært og alltaf gaman að hittast og hlægja og skemmta sér.

Gangi ykkur vel í öllum jólaundirbúningi og plís ekki fara yfirum hvorki í stressi eða á korti Sideways

Sjáumst á bloggi eða kannski bara á feisinu, eða röltinuSmile


GÓÐA HELGI!


JÓL ALLA DAGA!

Ég get nú ekki alveg séð fyrir mér jólin í Júní, en Karen mín á afmæli 17 júní og ég vissi alltaf að þetta væri merkisdagur.

Samkvæmt dagatali Gyðinga fæddist Jesús ekki í Desember, en það er ekki aðalmálið fyrir mér, heldur að hann fæddist og við getum notað jólin til að minnast þess sérstaklega. Og ég get líka fagnað að því Jesús er upprisinn og er með mér alla daga líka á jólunum.Smile

Bráðum Gleðileg jól Heart

 


mbl.is „Jesús fæddist 17. júní“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá hugleiðing.

Ég var ekki ánægð þegar ég sá þessi mótmæli í gær, hvað er fólk að reyna að fá fram, og þegar drengurinn hrópaði í myndavélina: Svona er lýðræðið á Íslandi í dag! Er það málið að fá að brjóta lög og ætlast til að lögreglan skipti sér ekki af því, hvað ef þessi sami maður, yrði fyrir því að verða laminn og barinn, færi svo til lögreglu, en hún myndi bara yppta öxlum og segja við getum ekkert gert þetta er lýðræðislegt þjóðfélag. En sem betur fer er þetta ekki stór hópur og mótmælin hafa farið friðsamlega fram undanfarið og vil ég vera í þeim hópi.

En önnur frétt sló mig, um gamla manninn sem hafði verið látinn í marga daga án afskipta, ég ætla ekki að dæma það, enda veit ég ekkert um aðstæður hans,en engu að síður fannst mér þetta sorglegt og þar sem ég vinn með öldruðum eru málefni þeirra mér hugleikin, og ég hef því miður orðið vitni að andlegu ofbeldi á öldruðum, og það er hræðilegt. Aldraðir eru minnihlutahópur, en það eru þær raddir sem láta ekki oft í sér heyra í þjóðfélaginu, berjast ekki fyrir réttindum sínum, eru kannski ekki í aðstöðu eða færni til þess. Fólk verður kannski hissa og undrandi og spyr sig hvernig er hægt að vera vondur við gamalt fólk, en ég hef séð hvernig það er hunsað, vanrækt og fé er haft af því, án þess að fórnarlambið kvarti eða láti vita, þetta er hræðilegt ofbeldi, og það ofbeldi sem fær að þrífast í leynum er bara gróðrastía sem verður að uppræta, ég veit ekki nákvæmlega hvernig en öll opinber umræða er af hinu góða, þess vegna finnst mér að það mætti vekja meiri athygli á þessu, og ef fleiri hafa eitthvað til málanna að leggja vil ég gjarnan heyra það.

Góðar stundir.


mbl.is Einn handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband