Færsluflokkur: Lífstíll
9.9.2008 | 14:25
TIL HAMINGJU EVA DÖGG OG EINAR!!!
Eva dögg og Einar giftu sig í Borgarnesi 6 sept. og buðu svo til veislu að Indriðastöðum!
Alger sveitarómantík og mjög svo skemmtilegt
Enn og aftur til hamingju elskurnar þetta var frábært!
Sjá myndir
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.9.2008 | 17:29
Stöndum saman!
Soffía
Veikindi og erfiðleikar gera sjaldnast boð á undan sér, það fær hún Soffía sem er kona á fertugsaldri að reyna þessa dagana, hún þarf á hjálp okkar og fyrirbænum að halda
Soffía greindist með æxli í höfði í byrjun Ágústmánaðar, Soffía og börn hennar þrjú voru í sumarbústað austur á landi. Og þá fór meinið að gera vart við sig með sjónsviðsskerðingu á vinstra auga, svima og ljósfælni. Þrátt fyrir öll þessi einkenni tókst henni til allrar guðs lukku að koma sér og börnunum heim í Hafnarfjörðinn heilu og höldnu. Þegar heim var komið fóru einkennin versnandi og á endanum fór Soffía uppá bráðavakt, þar sem gerðar voru rannsóknir og höfuðmynd tekin. Á þeirri mynd sáu læknarnir eitthvað sem krafðist frekari athugunar. Daginn eftir var hún send í segulóm myndatöku, og þá kom í ljós að um æxli væri að ræða. Aðeins viku eftir greiningu gekkst Soffía undir stóra aðgerð sem tók 7 tíma, aðgerðin gekk vel en einungis var hægt að fjarlægja helminginn af æxlinu. Sýni sem tekin voru sýndu að næsta skref yrði geislameðferð og hefst hún að viku liðinni. Soffía er enn með skert sjónsvið og ljós og minnsti hávaði fara illa í hana. Soffía á 3 börn, 21 árs gamla dóttur og 2 syni 6 ára og 9 mánaða. Maður hennar og faðir barna hennar lést fyrir ári síðan í bílslysi og hét hann Jóhannes Örn.
Soffía dvelst enn á sjúkrahúsi og óvíst hvenær hún fær að fara heim, hún verður óvinnufær um óákveðinn tíma, hún hefur starfað sem húsvörður í blokk og búið í húsvarðaríbúðinni. Það er því ljóst að hún mun verða húsnæðislaus og atvinnulaus með börnin sín þrjú.
Stofnaður hefur verið reikningur til styrktar fjölskyldunni og er hann sem hér segir Reikningsnúmer: 0140-05-14321 kennitala: 161069-3619
P:S munum að margt smátt gerir eitt stórt!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2008 | 22:36
Kveðjupartý og fl......
Þá eru Þórey mín og co farin aftur til Svergie en þau komu í lok ágúst til að vera í afmæli Hönnu mömmu, og það var svo frábært að hitta þau, alveg yndisleg öll. Við héldum smá stelpukveðjupartý fyrir Þórey heima hjá Hönnu Rúnu og það eru myndir í albúmi af því og fl....algert must að hittast, eftir svona langa fjarveru, enda erum við allar svo ægilega skemmtilegar og nauðsynlegar, verð að segja að ég er svo lánsöm að þekkja svona frábærar konur, sem auðga líf manns! Elsku Þórey mín og fjölskylda takk fyrir að vera alltaf svona yndisleg, hlakka til að hitta ykkur aftur, hvort sem verður í Svíðþjóð eða.....? LOVJÚ! GUÐ GEYMI YKKUR!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.8.2008 | 13:52
Níu ár í dag!
Í dag eru nákvæmlega 9 ár síðan að pabbi minn dó, hann lést úr krabbameini aðeins sextugur að aldri. Ég hugsa oft og iðulega til hans, hann var svo yndislegur og góður faðir, skrítið hvað allt getur breyst mikið þegar einn úr hópnum er kvaddur á braut, og er ekki lengur til staðar, einhver sem maður hittir jafnvel daglega og finnst það svo sjálfsagt. Jóhann minn var bara átta ára þegar afi hans dó, og hann varð svo sorgmæddur þegar hann fékk fréttirnar að til að lýsa tilfinningum sínum og segja hvað hann væri leiður, og hvað honum fannst lífið allt í einu tilgangslaust, þá ætlaði hann aldrei aftur að fá sér pizzu með pepperoni, þannig fengum við að vita hvernig honum leið. Þótt það séu liðin níu ár þá sakna ég hans ennþá og við tölum oft um hann, það er svo gott að geta rifjað upp atvik og góðar minningar, krakkarnir muna alltaf eftir þegar afi kom á glansandi mótorhjólinu í leðurgallanum í heimsókn, og þau fengu að fara smá hring aftaná, svo var hann ótrúlega stríðinn og skemmtilegur. Já svona er víst lífið og maður fær engu breytt, en í dag þá þakka ég fyrir að hafa átt svona góðan föður, og ég er líka þakklát fyrir að eiga Föður á himnum sem vakir yfir mér nótt sem dag.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.8.2008 | 12:53
SIGURBJÖRN EINARSSON LÁTINN!
Ég vil blessa minningu Sigurbjörns, hann verður alltaf Biskup íslands í mínum huga, hann var einstakur og hafði yndislega nærveru og átti kærleika og útgeislun sem var ekta. Ég bar mikla virðingu fyrir honum, því hann sannarlega sýndi í verki fyrir hvað hann stóð, það verður ekki auðvelt að fylla í hans skarð. Þjóðin var blessuð að eignast svona biskup.
Ég votta aðstandendum samúð mína og bið Guð að blessa ykkur öll
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.8.2008 | 14:02
'EG GRÉT LÍKA!
Innlent | mbl | 26.8.2008 | 10:12
Paul Ramses kyssti íslenska jörð þegar hann hafði sameinast fjölskyldu sinni að nýju í nótt. Hann segist þakklátur guði og öllum sem lögðu honum lið. Málið sé sigur fyrir íslenskt réttarkerfi. Miklar tilfinningar brutust út við endurfundina og viðstaddir klöppuðu fyrir fjölskyldunni.
Grátið af gleði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.8.2008 | 09:16
JÓHANNA F. KARLSDÓTTIR
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.8.2008 | 23:08
Can you imagine?
Ameríkanarnir frá Missisippi eru farnir, og mér finnst ég ekkert hafa að gera, en það verður ekki lengi er að fara austur á Egilstaði til tengdó á morg. Gísli fór í gær keyrandi, en ég ætla að fljúga, svo förum við norðurleiðina heim eftir helgi og stoppum og gistum kannski 2 nætur þar sem hentar. Þetta hefur nú gengið alveg ágætlega, stundum smá miskilningur en ekkert alvarlegt bara fyndið. Mótið var dásamlegt, allir svo easy going og í einum anda, sippararnir höfðu orð á því hvað íslendingararnir væru afslappaðir, ég sagði bara JÁ do you really think so! Annars var æðislegt að fara til eyja með þeim í dagsferð, við keyrðum austur og flugum frá Bakka. Hanna og Matti fóru með okkur, og veðrið var bara himneskt, við fórum í rútuferð um eyjuna og fengum dramatíska frásögn af tyrkjaráninu, að ég hreinlega táraðist leit alltaf annað slagið á Angelu og sagði: vá isint that amasing, og ég tala nú ekki um eldgosið ég meina rútugætinn var á staðnum þegar ósköpin dundu yfir, og lýsti öllum smáatriðum, og á milli sagði hann með þvílíkum hreim: can you imagine, ég tók undir og leit á Angelo CAN YOU? Á meðan Tom var eins og á spýtti með myndavélina um alla rútu, Gísli og Matti nenntu ekki í rútushow, en Hanna mín fór en var ekki alveg eins áhugasöm og ég, þannig hún vippaði sér aftur í og sofnaði, þegar hún vaknaði aftur var tyrkjaránið í hámarki og ég gat séð fyrir mér fólkið reyna að flýja hér og þar, að þegar Hanna vildi fara að snakka, sneri ég mér að henni og sagði: vá þetta er allt svo merkilegt sem hann er að segja, málið afgreitt. Ekki má gleyma bátsferðinni með vikingtour kringum eyjuna með kapteini Simma og í lokin þegar við fórum inn í hellinn og kapteinninn tók upp saxafónin og spilað af þvílíkri innlifun að fuglarnir í bjarginu þögnuðu. Mæli svo eindregið með matnum á kaffi kró, bara góður og eldaður af alúð .Ég er búin að þvælast eins og túristi um hvippinn og hvappinn,og fara á staði sem ég hef ekki farið á áður, það þurfti ameríkana sem aldrei áður hafa farið frá usa, til að ég færi loksins að sjá Bláa Lónið og krýsuvíkurbjarg. Já svona er lífið fyndið og skrítið. Rúsínan var þegar Angela eldaði sérstaklega fyrir mig og Hönnu Rúnu Gombo rice and gravy, sko ég er að tala um uppáhalsmatinn okkar þegar við vorum í usa long time ago, hún kom með sérstakt krydd með sér og ég hefði getað bilast bara að finna lyktina, svo er alveg must að drekka doktor pepper með. Hanna Rúna var samt soldið að fara á límingunum, en hún róaðist þegar við sáum og fundum að þetta myndi takast og maturinn varð alveg brilljant. Setti inn myndir af síðustu dögum með Missurunum, sem fóru í morgun til sinna barna og með 2000 myndir af Íslandi í farteskinu, sem bíða eftir að vera sýndar í stóru húsi í stóru Eimeríku.
Isint that amasing!
Lífstíll | Breytt 15.8.2008 kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.8.2008 | 12:00
How do you like Iceland!
Ég tók að mér amerísk hjón frá Missisippi, sem ætla að vera hjá mér í 10 daga, vegna alþjóðarmóts sem er haldið núna á vegum Betaníu, hingað er komið fólk frá Færeyjum, Rússlandi, Bretlandi og USA, og þar sem ég er snillingur í að rugla með íslenskuna og búa til nýyrði (hef samt lagast heilmikið í gegnum árin) verður spennandi að sjá hvernig eimerískan fær að njóta sín hjá mér. Bara í gær var ég að segja einni frá Færeyjum sem var í heimsókn, hvernig við værum að opna út og gera pall út í garði, þá sagði ég henni: and here is my income, svo alltaf ef ég þurfti að fara inn þar sem á að opna út, spurði hún are you chekking your income.!
Amerísku hjónin Angela og Tom, fóru í skoðunarferð með hópnum, um RVK, og ég ætla að vera heima og ógesemi dugleg og baka kannski jólaköku eða já...... annars verða þau lítið heima við á meðan á mótinu stendur því það er alltaf eitthvað prógram, Gullfoss og Geysir og stuff! En eftir helgi þegar mótið er búið fer ég í gírinn og finn upp á einhverju. Þau eru mjög svo obbolega amó, kurteis og almennileg, hún kom með 3 gallaskokka sem hún vildi gefa mér, mjög næs af henni, en ef ég færi í þá mundi ég líta út eins amish, ég gef bara ....... þá, sé að það gæti gengið.
Jæja þetta verður bara gaman, ég ætla nú að vera almennileg, og gera mitt besta svo þeim líði vel, gefa þeim íslenskan alvörumat, þar er ég heppinn að hafa besta kokk í heimi Gísla minn, eins og ég sagði við einhvern, he is my best kokk in the world!
Eigið góðar stundir íslenskar amerískar færeyskar what ever!
30.7.2008 | 23:35
Brúðkaup í Vestmannaeyjum!
Jæja þá er maður komin heim eftir yndislega helgi í Vestmannaeyjum, gat ekki orðið leiðinlegt því þetta er allt svo skemmtilegt fólk eina sem skyggði á hvað þetta var allt of stuttur tími. Brúðkaupið var alveg meiriháttar vel heppnað og maturinn eftir því, Unnar Gísli bróðir brúðarinnar ásamt Sigurjóni fóru á kostum sem veislustjórar, en Unnar er alveg einstaklega lagin við að vera fyndin án þess að þurfa mikið að hafa fyrir því. En toppurinn var þegar brúðhjónin komu fram í lokin og stigu sinn fyrsta dans í hjónabandinu með Elvis í rómantískum gír, allir urðu svo klökkir og dreymnir, þegar allt í einu skrapp skrupp æjæ diskurinn var þá rispaður, og aumingja brúðurinn sneri þá baki í áhorfendur, og ég hugsaði æi elsku stelpan, nú fer hún að gráta, enn ekki aldeilis, þegar rispuorgin voru búin að drepa niður stemmninguna, kom þvílík stuð tónlist, og brúðhjónin skiptu um gír og stigu trylltan dans að það ætlaði allt vitlaust að verða í salnum, því miður varð maður svo æstur að ég fattaði ekki fyrr en svo seint að myndavélin mín tekur líka vídeo, Gísli var með vélina og var að reyna að ná myndum, þegar ég argaði vídeó vídeó! Svo það er smá sýnishorn í lokin.
Það er eitthvað sérstakt við eyjarnar , ég elska hvað allir eru í rólegum gír, og það er ekki verið að stressa sig á hlutunum, en mér fannst nú kannski fullgróft þegar Simmi fór í bátsferð með útlendinga á sjálfan brúðkaupsdaginn, kl 13:30 og ferðin tekur svona einn og hálfan tíma og vígslan átti að byrja kl 16 og hann sem faðirinn hafði nú mikilvægu hlutverki að gegna, eins gott að ekki fór neitt úrskeiðis, og alveg afslappaður leiddi hann Guðnýju sína inn. Þegar maður býr í stressinu, er maður svo vanur að ferðast á milli staða með miklum fyrirvara, en þarna tekur allt mínútu eða svo að fara á milli, tala nú ekki um bensinsparnaðinn. Set inn myndir í albúm af brúðkaupinu, og vídeóbrot af dansinum, ekki nógu góð gæði, en gaman að þessu samt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)