Færsluflokkur: Lífstíll

Hver kannast ekki við svona beina þýðingu!

 


1. Rúsínan í pylsuendanum = The raisin at the end of the hot-dog

2. Ég mæli eindregið með því = I measure one-pulled with it

3. Nú duga engin vettlingatök = Now there won't do any mitten-takes

4. Ég kem alveg af fjöllum = I come completely from mountains

5. Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð = Thank you for the warm words into my garden

6. Það gengur allt á afturfótunum = Everything goes on the back-legs

7. Hann er alveg úti að aka = He's comepletely out driving

8. Það liggur í augum uppi = It lies in the eyes upstairs

9. Hún gaf mér undir fótinn = She gave me under the leg

10.Hann stóð á öndinni = He stood on the duck

11. Ég kenni í brjósti um hann = I teach in breast of him

12. Áfram með smjörið!! = On with the butter!!!

13. Í grænum hvelli = In a green bang

14. Ég vorkenni honum = I springteach him

15. Forsætisráðherra = Front seat advise Sir

16. Stappa stálinu í þá = Stomp steel into them

17. Hver á þessa bók = Hot spring river this book

18. Enginn verður óbarinn biskup = Nobody becomes an unbeaten bishop

19. Ég tók hann í bakaríið = I took him to the bakery

20. Ég mun finna þig í fjöru = I will find you on a beach

21. Að koma einhverjum fyrir kattarnef = To put someone before a cats nose

22. Ég borga bara með reiðufé = I only pay with an angry sheep

23. Ég skal sýna honum hvar Davíð keypti ölið = I'll show him where David bought the ale

24. Sel það ekki dýrara en ég keypti það = I will not sell it more expensive than I bought it

25. Hann gengur ekki heill til skógar = He doesn't walk whole to the forrest

 


Skítt með kerfið!

Hversu oft hefur maður ekki hugsað og sagt skítt með kerfið, og það lagast ekkert við það. Nýja auglýsingin hjá vodafone er "ógeðslega töff" en ég get bara ekki að því gert það fer svo í taugarnar á mér að sjá íslenska fánann svona afskræmdan, ég hélt að þetta væri bannað, eða er öllum skítsama, það er ekkert orðið merkilegt lengur, það eru allir hættir að vera hissa, samt er vinsælt hjá einhverjum að fara í strekkingu og fá sér eitt stykki af hissa svip, það er líka kannski miklu flottara en að vera með hrukkur, samt þegar maður spáir í það, alla vega þegar ég sé fólk með hrukkur, þá er það bara eitthvað sem er eðlilegt og hluti af lífinu, og ég verð ekkert agndofa yfir því, en þegar ég sé konur sem eru búnar að láta sprauta í sig hissa svipnum, þá finnst mér eitthvað svo vírd að horfa á þær og verð svona óvart hissa á móti.

Skrítið og ekki skrítið, þegar maður hugsar 20 ár aftur í tímann og sér hvað margt hefur breyst, og sem betur fer á mörgum sviðum, hvað varðar tækni og fl. Þá finnst mér samt svo áberandi hvað fólk er skeytingalaust og ákveðin firring er tekinn yfir. Þegar maður heyrði fréttir af íslendingum sem voru staddir í stórborgum erlendis fyrir x mörgum árum , og urðu vitni af alvarlegri líkamsárás, var yfirleitt aðalfréttinn: og gjess vott? Enginn þorði að gera neitt, vá ég trúi þér ekki! Rosalega eigum við gott að búa á íslandi, þetta myndi aldrei gerast hér!

Kannski er ég bara að verða eitthvað gamaldags og hallærisleg, það verður þá bara að hafa það og skítt með hvað öðrum finnst.....Wink!


Fyrsta vitundarsmælið!

bros

þarna er hún Indía Karen mín að brosa svona sætt til ömmu sinnar!

 

 


Vinnurannsóknarferð!

Við vinnufélagarnir erum að skipuleggja ferð sem við stefnum á í byrjun hausts, ætlum að skoða 2-3 sambýli svipuðu okkar, sem er ekki rekið eins og stofnun heldur meira eins og heimili, hjá okkur búa 11 manns, allir með sérherbergi og góða aðstöðu á Skjólbraut í Kópavogi. Ætlunin er að fara til Evrópu, erum með 2 heimili í Skotlandi sem koma vel til greina, annars er örugglega endalaust hægt að velta sér upp úr þessu, og margir staðir sem eru  áhugaverðir, en alla vega þetta verður vinnurannsóknarferð, og við erum svona 8 sem förum. Ég var nú bara að detta í hug, ef einhver er svo yndislegur og frábær að vita um einhvern svona slíkan td í Englandi eða Skotlandi þá þætti okkur vænt um að fá ábendingar í athugas. eða bev@simnet.is

Takk fyrir og hafið það gott í sólinniSmile!

 


Getur það verið!

Lítill tveggja ára drengur lést á barnaspítalanum í gær, sem er ekki bara grátlega sorglegt heldur voru foreldrarnir búnir að fara með veikt barnið 2 dögum áður til læknis sem virtist ekki sjá ástæðu til að rannsaka  frekar, þegar litla barninu versnaði stöðugt og foreldrarnir vissu að ekki var allt með felldu, fóru þau aftur, og meðan var verið að ath drenginn, lést litli snáðinn í höndunum á læknunum, hann var með sprunginn botnlanga. Í nútíma þjóðfélagi þar sem við erum með einn virtasta barnaspítala í evrópu og færustu lækna, sem eru að sjálfsögðu líka bara mannlegir, þá hefði þetta samt ekki þurft að gerast ef hann hefði strax verið rannsakaður.

Samúð mín og hugur er hjá þessum foreldrum sem syrgja litla drenginn sinn, Guð styrki þau og huggi.

Foreldrar barnsins eru báðir Pólskir, getur verið að það hafi haft áhrif á þjónustuna, ég veit það ekki?


Hæ aftur!

Mikið eru dagarnir fljótir að líða, þegar maður er í fríi og hefur það yndislegt enda sólin búin að vera einstaklega ófeimin. Get nú ekki talið langan lista af ferðaafrekum í þetta sinn, enda Gísli minn búin að vera að vinna, á meðan ég hef verið að dingla mér.

En nú er sælan á enda í bili, verð að vinna brálað í júlí og fer svo aftur í frí í ágúst, alveg ágætt að skipta svona fríinu. Ég var ægilega dugleg að fara á Gospelhátíðina sem var á víðistaðartúni, og varð alveg hugfanginn af söngkonu sem heitir Sarah Kelly, hún er alger töffari og semur mjög góð lög og syngur með kraftmikilli rödd, keypti 2 diska með henni, og búin að hlusta og hlusta, tékkið á henni hún er frábær. Leðinlegt samt hvað þáttakan var dræm, miðað við gott veður og frábæra aðstöðu, nú er bara að læra af þessu og skipuleggja betur næst, sorry en hvar var allt kristna fólkið?

Talandi um tónleika, þá fór ég að sjá Paul Simon í gærkv. og það var virkilega gaman sat í stúku og naut þess að hlusta á  gömlu slagarana, hann var með frábært band með sér, sem kunnu vel á hljóðfærin sín, já gamli karlinn var bara einlægur og flottur, það var stemmning í höllinni.

Jæja ef ég er ekki á vakt hjá elsku gömlu vinum mínum á skjólbraut, þá er ég í búðinni Minerva, og auglýsi hér með æðislega útsölu á okkar frábæru vörum, yndislega mjúkir bolir, nærföt, náttföt og fl og fl. og ef þetta er ekki að nýta aðstöðu sína þá veit ég ekki hvað, en komið og gerið góð kaup, Faxafen 9 sjáumst og hafið það dásamlega gott!Grin!


TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ 17 JÚNÍ!

bev mynd karen

Karen mín ekki leiðinlegt að eiga svona flottan afmælisdag,

enda verður þú forseti einn daginn!

Guð gefi þér góðan og fallegan dag elsku stelpan mín!

Elskjú kv moms.

 GLEÐILEGAN ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGWizard ALLIR!


Stóra Gospelhátíðin 20-29 Júní!

Í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðar og að ABC hjálparstarf er 20 ára er landsmönnum boðið á heilmikla gospetónleika á Víðistaðatúni og í Viðistaðakirkju dagana 20-29 Júní. þarna munu margir flottir listamenn koma fram, bæði erlendir og innlendir. Hægt er að kynna sér dagskrána á www.biggospelfestival.com.

Frábært framtak og Hafnarfjörður á lof skilið fyrir að leyfa þennan viðburð, þarna verður líka heilmikil dagskrá fyrir börnin, svo engum ætti að leiðast, svo er ekki verra að ekkert kostar inn á svæðið.

Hlakka til að mæta og sjá sem flesta!Grin!


KOMIN Í SUMARFRÍ!

Grin! Alltaf jafn notalegt að komast í smá frí, þurfa ekki að mæta í vinnuna á vissum tíma, get bara hangið ef stemmingin er sú, en ég byrjaði nú fyrsta frídaginn minn á að fara í ræktina með Dagnýju frænku og svitnaði aðeins þar, ætlunin er nefnilega að taka á því í sumar. Og ef sólin verður ekki feimin að láta sjá sig, verð ég pottþétt mætt með sólarolíu og finn mér stað og stund. En á ekki að fara neitt? Gera neitt? Jú ég og Gísli minn erum boðin í brúðkaup til vestmannaeyja, við ætlum að fara og vera í 3 daga og gista á hóteli, ægilega mikið rómans. Ég reyni alltaf að fara til eyja á hverju sumri, enda á ég fullt af frændfólki þar, og er reynduð ættuð þaðan. Já ég ætla bara að njóta þess líka að vera í fríi með litlu ömmustelpunni minni Indíu Kareni, ég þarf ekkert prógram, bara helst gott veður, grilla, labba niður laugaveginn fá mér ís, sitja niðri á austurvelli og skoða mannlífið, lesa góða bók inni ef rignir, já gott sumarfrí er ekki endilega langt í burtu, getur verið bara handan hornsins, og vonandi alveg nóg af SÓL, ef það bregst illilega, horfi ég vonaraugum til haustsins og stekk kannski á eitthvað gylliboð til heitara landa.

Alla vega er ég komin í frí og er alsæl með það, vonandi fáið þið ykkar verðskuldaða frí og njótið þess! Sjáumst á röltinu með ís!


Indía Karen!

myndir bev 084

Til hamingju með nafnið elsku Indía karenKissing!

Með mömmu og pabba, öfum og ömmum.

Pétri, Steinþóru, Bryndísi og Gísla!

Myndir í albúmi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband