Færsluflokkur: Lífstíll

Útskriftarveislan!

044

TIL HAMINGJU VILLI MINN !Smile

Þá er útskriftarveislan afstaðin og Villi fékk marga gesti og fallegar kveðjur og gjafir.

sjá myndir í albúmi.


FRÁBÆRIR TÓNLEIKAR!

066

 Ég og AndraéSmile já auðvitað vildi ég eiga eina svona!

 Ég vona að þeir sem komu á tónleikana hafi skemmt sér eins vel og ég, þetta var algert dúndur og Carol-Dennis sem var með honum, er alger gospeldíva, þau voru svo yndisleg og laus við alla stjörnustæla, kórinn var líka í stuði og hljómsveitin Messoforte klikkaði ekki. Fyrir mér var þetta mögnuð upplifun að fá að taka þátt í þessu, og finna fyrir nærveru Guðs, já ekkert spúkí við það, og hún fæst ekki keypt út úr búð, bara ókeypis, ég fann friðinn og fögnuðinn sem er æðri öllum skilningi og aðeins Guð einn getur gefið. Takk fyrir mig ÁFRAM GOSPEL!


ER ÉG EKKI YNDISLEG!

129

ORÐIN AMMA!

Ég óska sjálfri mér hátíðlega til hamingju ég er orðin alger amma. Fyrstabarnabarnið mitt dama fæddist 4:51 að nóttu 18 mai, og var 13 og hálf mörk og 48 cm. Ég, karen og Ottó vorum hjá Tinnu minni allan tímann, frá fyrstu verkjum, og þangað til sigur var unninn, ég ætla nú ekki að lýsa fæðingunni í díteils, en verð að segja að Tinna mín stóð sig eins og hetja. Hún var svo æðrulaus og róleg að ég var farin að segja við hana: þú mátt alveg öskra! Ég er eiginlega ekki búin að sofa síðan, og ekki búin að vera með sjálfri mér, skil ekki alveg af hverju þetta birtist ekki á forsíðu.

Ég þakka Guði fyrir að stúlkan er heilbrigð og hún er bara svo dásamleg að ég get bara ekki líst því, ég þakka þeim sem hafa beðið, að allt gengi vel og allar fallegu kveðjurnar, þið eruð líka dásamleg, reyndar finnst mér allt núna vera himneskt!

Sem sagt móður, barni og ömmu heilsast vel. Guð geymi ykkur!

P:S Sjáið myndir í albúmi!


Húsasmiður í fjölskyldunni!

Vá ég get andað léttar, Villi minn er búin með sveinsprófið og náði, hann var eitthvað búin að hræða mig að þetta gæti farið á tvenna vegu, vegna verkefnis sem hann átti að gera og þeir voru ekkert búnir að æfa það sérstaklega, nú svo fá þeir takmarkaðan tíma að klára verkið, sveinsprófið er í 3 daga og síðasti dagurinn var í gær. Hann sagði: sko ef  það verður ekki hringt í mig fyrir kl 18 í dag, þá er ég búin að ná, auðvitað var ég með lausn við því, Villi minn þú bara svarar ekkert símanum í dag! Alla vega hann náði, það er allt að gerast hjá mér, Tinna mín er komin í fyrirframstellingar og ég er komin í ömmustellingar, svo eru æfingar á fullu hjá gospelkórunum fyrir Andrae Crouch tónleikana 25 mai. Heyrðu já ég verð líklega að fara að undirbúa útskriftarveislu fyrir soninn, ekki á hverjum degi sem barnið manns nær sveinsprófiWink!

Æi sorry montið, er bara alveg í skýjunum og líka þakklát Guði!

P:S vantar ykkur smiðWoundering!


Stóðstu prófið?

Ég var að lesa smá grein í mogganum í morgun, eftir Halldóru Jónsdóttur,  hún skrifar af því að hún er leið og sár vegna skrifa einhverra konu sem telur að ætti að eyða börnum með downs heilkenni, en Halldóra er með downs. Ég dáist af Halldóru og finnst hún falleg og hugrökk. Ég verð líka sár og leið þegar ég heyri fólk tala um þá sem ekki teljast ''heilbrigðir" vera óæskilega, eða að þeir eigi ekki tilverurétt. Halldóra segist vera hamingjusöm og lifir innihaldsríku lífi og ég efast ekki um það eina sekúndu. Hver hefur rétt á að segja að hennar líf sé minna virði en mitt? Hvernig er þetta að verða eiginlega erum við svona eigingjörn og höfum það svo gott í okkar feita þægindahring að allir sem greinast í móðurkviði ekki eins og við "hin" eru óæskilegir, og þá er nú gott að hafa þetta yndislega frelsi, og ráða ferðinni. En hver erum við hin? Svona ægilega heilbrigð, ég bara spyr, það má nú deila um hvað er heilbrigt og ekki. Erum við heilbrigð í hugsun, er ekki yndislegt að fæða heilbrigt barn, en svo seinna meir ánetjast það vímuefnum, er það heilbrigt? Ég hef heyrt nokkrar ungar konur tala um að þær myndu ekki hika við að fara í fóstureyðingu, ef eitthvað væri að barninu, svona eins og að tala um gallaða vöru, sem er með skilafrest, ég held þetta sé okkur öllum að kenna, við stöndum ekki saman hvorki sem einstaklingar né samfélag. Hvernig verður þjóðfélagið eftir 20 ár allir svo heilbrigðir og flottir, búið að eyða öllum sem stóðust ekki prófið. Elsku Halldóra og allir sem eru einstakir, ég vona að þið eigið fyrirgefningu í hjarta, og finnið ykkur velkomna, og getið verið stolt, því þið þurfið ekki að skammast ykkar fyrir neitt, það erum við "hin" sem mættum staldra við. það er endalaust talað um rasisma og fordóma HVAÐ ER ÞETTA? Nei látum ekki blekkjast af ytra útliti, það sem hefur fengið á sig heilbrigðistimpil, mætti oft á tíðum endurskoða!

Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil! 

Guð geymi okkur öll!


Góða helgi!

Ég elska föstudaga og ég elska mai.Smile

Föstudagar eru ávísun á frí, og mai er von um bjarta sumardaga framundan. Svo er ég og Gísli boðin í brullup á morg. og það er eitthvað svo rómantískt við það.  Ég veit ekki hvað maður gerði ef maður ætti enga von, von um betri tíð, von um hækkandi sól, von um kauphækkun, von um frið, von um að að krónan styrkist, von um að allir verði vinir í skóginum, og blablabla já annars væri þetta allt hálf vonlaustSideways! Ég hef nú oft fengið að heyra það að ég væri bjartsýnasta manneskja ever. Einhvern veginn finnst mér það betra en að vera sú svartsýnasta, ég er svona, æi þetta reddast týpan!

En talandi um frí helgi, þá á það nú ekki um mig, ég vinn vaktavinnu og vinn aðrahvora helgi og þess á milli, en vegna fyrri ánægju af pottþéttu helgarfríi, er þessi fílingur en í mér, og oft er ég líka heima þegar aðrir eru í vinnu á hefðbundnum tíma. Það eru kostir og gallar við allt, allavega það sem er jarðneskt. Ég átti að vera vinna þessa helgi en er búin að redda mér skiptivakt á morgun og ætla í mitt fínasta púss í rómantíkina, og vonandi verður allt sem telst auka á mér til friðs alla vega ekki of áberandi, svo ég líti nú ekki út eins og vonlaus uppgjafaleikfimisiðkandi.

Ég vona að við eigum öll góða helgi vinnandi eða í fríi, og missum aldrei vonina á það sem við þráum mest. InLove

P:S Æi ég vona að það verði ekki rigning á morgun!Kissing

 


ÖFUND!

Ég hef verið að hugsa hvort ég öfunda einhvern, að því ég vil ekki öfunda neinn, eins og er finn ég ekki fyrir slíku, en það er ekki þar með sagt að ég sé laus við það.  Þegar ég var svona 7 ára trippi og svo til áhyggjulaus, átti ég fullt af vinum í hverfinu og við vorum mikið saman og brölluðum ýmislegt, en það var ein stúlka, sem var svona betri vinkona mín, mikið rosalega öfundaði ég hana, málið var að pabbi minn var lítið heima, því hann vann mikið og kom oft seint heim á kveldin, ég saknaði hans sárlega, en vinkona mín, átti líka pabba, sem var iðulega heima, og virtist ekki þurfa að vakna á morgnana og koma seint heim á kveldin, mér þótti þetta alveg hróplega óréttlátt, og ég gleymi því aldrei hvað ég óskaði þess heitt að pabbi gæti líka alltaf verið heima, en það var ekki fyrr en löngu seinna, að ég komst að því af hverju pabbi hennar fór aldrei í vinnuna, þessi ágæti fjölskyldumaður var dagdrykkjumaður, og gat þess vegna ekki stundað vinnu. Ég lærði heilmikið af þessu. Hver kannast ekki við að horfa með aðdáun á fyrirmyndarhjónin sem eru svo hamingjusöm, og dásamlega falleg saman, frúin fær blóm við minnsta og ekkert tilefni, börnin eru eins og aðalleikarar í sound of musik, en úpps eitthvað var ekki að ganga upp, því þau skildu eftir 18 ára hjónabandsælu. Ég held við ættum bara að reyna að sleppa því að öfundast, að því við vitum aldrei alla söguna, alveg eins og við getum ekki dæmt fólk, að því við höfum ekki verið til staðar allan tímann, og höfum því ekki hugmynd um hvað það hefur þurft að ganga í gegnum.

Sumir virðast geta gengið í gegnum lífið snuðrulaust, og þar með eiga ekki eins auðvelt með að skilja aðra, en auðvitað fáum við öll okkar skerf. það er alveg merkilegt  hvað við erum fljót að sjá flísina í auga bróður okkar, á meðan við finnum ekki fyrir eigin bjálka. Ég þarf stöðugt að minna mig á, að það er ekki mitt að vera dómarinn, heldur frekar eins og ég vil að aðrir menn geri mér, þannig skal ég og þeim gjöra.

Lifið heil systur og bræður!


Tónleikar!

Þegar ég var 13 ára þá heyrði ég fyrst í Andrea Chrouch, og gjörsamlega heillaðist, og hef svo alltaf haldið upp á hann sem söngvara, laga og textahöfund. Það er eitthvað við lögin hans, sem snerta mig, hann syngur Gospelmusík, sem þýðir einfaldlega fagnaðartónlist. Og nú er þessi frábæri listamaður að koma og halda tónleika í Fíladelfíu 25 mai. Ég er svo lánsöm að vera í Gospelkór Reykjavíkur, og við eigum að syngja með honum, ásamt Gospelkór Fíladelfíu. Vá það er svo skrítið að fara að syngja með söngvara sem maður er búin að hlusta á síðan maður var krakki, en auðvitað er hann líka bara venjulegur maður, sem notar hæfileika sína í þjónustu fyrir ríki Guðs.

Ég hlakka samt rosalega til og er alveg viss um að þetta verður blessað og aftur blessað! Halo

Ég setti inn að gamni gamla upptöku þar sem hann tekur nokkrar syrpur! Gaman af þessu!Smile!


Andrea Crouch!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband