Færsluflokkur: Lífstíll
25.4.2008 | 12:20
Uppáhaldsljóðið mitt! Ljóðaljóðin 7:11-13
kom unnusti minn, við skulum fara út
á víðan vang,
hafast við meðal kypurblómanna.
Við skulum fara snemma upp í
víngarðana,
sjá, hvort vínviðurinn er farinn að
bruma,
hvort blómin eru farin að ljúkast upp,
hvort granateplin eru farin að
blómgast.
Þar vil ég gefa þér ást mína.
Ástareplin anga
og yfir dyrum okkar eru alls konar
dýrir ávextir,
nýir og gamlir, unnusti minn,
ég hefi geymt þér þá.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.4.2008 | 13:12
Sumarið er Tíminn!
Gleðilegt sumar jibbý! Ég vona að við komum flest vel undan vetri. ég er allavega í ágætu standi. Ég elska sumartímann, hver gerir það ekki annars, alla vega íslendingar, sem eiga ekki hús á Florida eða Spáni. Það er reyndar ekkert voðalega sumarlegt núna, en það skiptir ekki máli, því í dag seigir dagatalið mitt að sumardagurinn fyrsti er í dag! Og ég tek því fagnandi og ætla að vera hrikalega bjartsýn og trúa því að þetta verði besta sumar ever, og kaupa mér bleik bikiní eða.. já kannski ekki góð hugmynd! Sé fyrir mér allt sem á eftir að gerast í sumar, með mig í aðalhlutverki svona ægilega brúna og sæta. Má ekki vera að því að skrifa núna ég ætla út og finna sumarið, bjóða það velkomið, ég vona að sólin verði ekki feimin! Sólarkveðjur og gangið í Guðsfriði sólarmeginn! Bryndís Eva sólskinsbarn!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2008 | 22:12
Villi Hákarl að dimmitera, víkingur með englahár!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.4.2008 | 21:44
Búin með þennan áfanga!
Ég er búin að vera núna fyrir og eftir áramót á fagnámskeiði 3x í viku. Þetta voru stundir í heilbrigðisifræði, félagsfræði, námstækni, skyndihjálp og lyfjafræði, já bara nokkuð gott og fræðandi, og ég get sagt einlæglega að ég fór í þetta með opnum huga, og ákveðinn í að auka á þekkingu og hæfni, og það held ég að hafi tekist, er svo sem ekki orðin nein hjúkka, en eitthvað í áttina að verða félags-sjúkraliði. ég er samt ótrúlega fegin að vera búin með þennan áfanga, var farin að missa mig smá í einbeitingu. Alla vega er þetta ætlað sem undirbúningur fyrir nám sem ég fer í, í haust, já alveg rétt ég ætla að drífa mig í skóla, eins gott að vera með athyglina þá á réttum stað. Ég verð nú að játa að ég er ótrúleg stemmningsmanneskja elska að fara á kaffihús, út að borða, og þó ég sé ekki endilega svöng eða kaffiþyrst, bara stemmningin að fara. þess vegna alltaf á hverju hausti, þegar skólarnir eru að byrja og skólafólkið, er að kaupa bækurnar sínar, nýja tösku, ilmandi gott strokleður og óyddaðan blýant, þá kemur þessi stemmning yfir mig. (Ég vil líka fara í skóla). Eða er ég kannski bara kaupafíkill, og vill vera með í kaupunum og hlaupunum, það er líka stemmning í því .
Alla vega þá ætla ég að fara í skóla í haust og ég get uppyllt allar þessar óskir, læra mér til menntunar og skemmtunar, fæ hærri laun, og get svalað aðeins meir kaupagleðinni.
Jahérna ég er strax farin að hlakka til, ég ætla að standa mig þvílíkt vel, og sitja á fremsta bekk, og þó að ég þjáist oft af athyglisbresti og dett inn í draumaheim,þá er eitt alveg á hreinu að þetta verður gríðalega MIKIL STEMMNING!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.4.2008 | 20:12
Komin í nútíman!
Hæ ef einhver er þarna!
Veit ekki hvað kom yfir mig, en ég er á leiðinni inní bloggheiminn.
Svo sjáum við bara til hvernig gengur, mun ég halda út eða......
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)