Búin með þennan áfanga!

Ég er búin að vera núna fyrir og eftir áramót á fagnámskeiði  3x í viku. Þetta voru stundir í heilbrigðisifræði, félagsfræði, námstækni, skyndihjálp og lyfjafræði, já bara nokkuð gott og fræðandi, og ég get sagt einlæglega að ég fór í þetta með opnum huga, og ákveðinn í að auka á þekkingu og hæfni, og það held ég að hafi tekist, er svo sem ekki orðin nein hjúkka, en eitthvað í áttina að verða félags-sjúkraliði.Errm ég er samt ótrúlega fegin að vera búin með þennan áfanga, var farin að missa mig smá í einbeitingu. Alla vega er þetta ætlað sem undirbúningur fyrir nám sem ég fer í, í haust, já alveg rétt ég ætla að drífa mig í skóla, eins gott að vera með athyglina þá á réttum stað. Ég verð nú að játa að ég er ótrúleg stemmningsmanneskjaWhistling elska að fara á kaffihús, út að borða, og þó ég sé ekki endilega svöng eða kaffiþyrst, bara stemmningin að fara.  þess vegna alltaf á hverju hausti, þegar skólarnir eru að byrja og skólafólkið, er að kaupa bækurnar sínar, nýja tösku, ilmandi gott strokleður og óyddaðan blýant, þá kemur þessi stemmning yfir mig. (Ég vil líka fara í skólaFootinMouth).  Eða er ég kannski bara kaupafíkill, og vill vera með í kaupunum og hlaupunum, það er líka stemmning í því .

Alla vega þá ætla ég að fara í skóla í haust og ég get uppyllt allar þessar óskir, læra mér til menntunar og skemmtunar, fæ hærri laun, og get svalað aðeins meir kaupagleðinni.

Jahérna ég er strax farin að hlakka til, ég ætla að standa mig þvílíkt vel, og sitja á fremsta bekk, og þó að ég þjáist oft af athyglisbresti og dett inn í draumaheim,Sleepingþá er eitt alveg á hreinu að þetta verður gríðalega MIKIL STEMMNING!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oooooooo ég er svo óendanlega yfirdrifið stolt af þér að það nær engri átt. þú ert hetjan mín!!! =)

og ég skal sko aldeilis hjálpa þér í náminu, fara yfir ritgerðir og svona híhí

ég elska þig og þú ert snillingur því það eru ekki allir sem hafa sama kjark og þú að setjast á skólabekk eftir öll þessi ár. en það er einmitt það sem heldur samfélaginu gangandi- þessi símenntun sem allir eru að tala um . =)

Karó (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Elsku dúlla dugleg stelpa   þú átt eftir að rokka feitt !!!!  enda algjör hetja.

gott að heyra að fleiri en ég séu með athyglisbrest heheheheh  held þú sért ekki eins slæm og ég samt  

lofjú í ræmur

Sigríður Guðnadóttir, 21.4.2008 kl. 00:32

3 identicon

bloggheimurinn er löngu dáinn mamma mín.

þú ert samt rúsína

villi (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 16:34

4 identicon

OH þú ert svo mikill tölvunörd! Hefur ekki heyrt að bloggið er heitasta comebackið! Lovjú farðu að læra undir próf and make me proud. Rosalega er ég amerísk, þetta hlýtur að vera eitthv SÆN! 

Bryndiseva (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 16:46

5 identicon

Oh my.... ekkert smá dugleg.

ég skal vera þér til halds og trausts í skólamálunum.... hvetja þig til dáða.

You go girl

lovejú

Hanna sæta

Hanna Rúna (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband