Færsluflokkur: Lífstíll

KOMIN HEIM!

Jæja þá er maður komin heim í bestasta og stórasta land í heimiSmile komum reyndar heim á sun.d. hef bara ekki gefið mér tíma til að blogga. En ég er orðin ástfangin af Koben, alveg yndislega falleg borg og drottningagenin í mér voru þvílíkt að fíla allar þessar hallir og kóngsinsbyggingar, ég var eins og ljósmyndari sem var að taka myndir fyrir póstkort. Við leigðum okkur hjól og hjóluðum borgina á enda og vorum eins og innfæddir Danir með allar reglur á hreinuWink. Við fórum líka í bátsferð frá nýhöfn og sigldum góðan hring, það var skemmtilegt að sjá borgina frá því sjónarhorni. Við fórum í Kristjaníu og það var eins og að detta inn í allt annan heim, flestir voru í vímu og virtust ekki vera að spá í ferðamenn sem voru að skoða sig um. Við vorum alveg einstaklega heppinn með veður alla daganaGrin. En við vorum ekki eins ánægð með gistinguna, ætla að tala um það okur og svindl seinnaAngry!

Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að vera stödd í útlöndum, og segja nei takk, þetta kaupi ég ekki hér því það er miklu ódýrara heima, og aldrei hef ég verslað eins lítið og í þessari ferð, sem er bara ánægjulegt þegar vísareikningurinn kemur, já þar var krónan að verki, bara einn kaffibolli á strikinu, take away kostaði 800 kr íslenskar, hvaða bull er nú það. En það vantaði ekki flottu búðirnar og allar þessar æðislegu hönnunarverslanir, og allt fólkið á strikinu sem virtist vera að versla en ef maður mætti íslendingi var aðalega verið að skoða sig um og sjá mannfólkið.

En þetta var skemmtilegt og Hanna og Matti voru aldrei leiðinleg enda bara yndisleg, við Gísli eigum örugglega  eftir að fara aftur til Koben, ef Guð lofar, vonandi verður gengið okkur hagstæðara þá en nú.

Setti fullt af myndum inn sem segja allt sem segja þarf.

Hafið það gott nær og fjærSmile!

koben 2008 119


TIL KÓNGSINS KOBEN!

Eldsnemma í fyrramálið ætlum við Gísli að taka flugið til koben, og vera þar í 4 daga. Gíslinn minn verður 45 ára þessi elska í okt. og ætlum við að halda upp á þaðInLove. Við munum hitta Hönnu og Matta þar sem þau eru að koma frá Germany, og eru að fagna 30 ára brúðkaupsafmæliHeart. Enginn okkar hefur farið til Koben nema Gísli þannig hann verður bara gætinn okkar, annars get ég varla ýmindað mér að þetta verði flókið. Þetta verður bara afslöppun og næs, út að borða og að sjálfsögðu danskt smurbrauð. Þannig nú er bara að dusta rikið af dönskunni......eða nei annars vonandi tala þeir bara enskuCool!

Eigið góðar stundir og Guð geymi ykkur heyrumst eftir nokkra dagaSmile!


ER ÞAÐ EÐLILEGT?

AF HVERJU ÆTLI UNGU FÓLKI Á ALDRINUM 18-35 FINNIST EÐLILEGT AÐ ÚTLENDINGAR FÁI LÆGRI LAUN EN ÍSLENDINGAR, ERUM VIÐ EKKI MANNRÉTTINDAFÓLK?

VINNUVEITENDUR HAFA NÝTT SÉR ÞAÐ AÐ GETAÐ BORGAÐ ERLENDUM VERKAMÖNNUM LÆGRI LAUN, OG FYRIR VIKIÐ ERU ÞEIR FREKAR RÁÐNIR Í JOBBIÐ, SEM ÞÝÐIR MINNI VINNA FYRIR OKKUR ÍSLENDINGA.


mbl.is Telja eðlilegt að útlendingar séu með lakari laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SYNGJA MEÐ EKKI FEIMIN!!!!!!!


Einkunn og lykill!

í gær átti ég að fara í próf í heilbrigðisfræði, en það frestaðist um viku, svo allar áhyggjur voru óþarfar til einskins, og nú hef ég lengri tíma til lesturs, enginn afsökun sem sagt. en það sem gladdi mitt litla hjarta var að ég fékk niðurstöðu úr ritgerðinni minni í fínu rauðu möppunni og ég 40plús skólastelpan fékk 8,5 fyrir mína, og kennarinn tjáði okkur að hún gæfi hæst 9 fyrir ritgerðir, ekki slæmt þetta hjá minni, mátti til að monta mig smáSmile! Þegar tíminn var búin stóð ég á planinu, og gat ekki með nokkru móti fundið bíl-lyklana, fór aftur inn en búið að læsa stofu allir farnir ég og Silla vinkona, vorum báðar að flýta okkur hún í mat hjá dóttir sinni, ég í afmælismat JFk minns, vorum svo heppnar að sú eina sem var eftir bauðst til að keyra okkur heim, alger engill, ég get ekki skilið hvar ég glubraði lyklinum, en örugglega þegar ég fékk ritgerðaeinkunina, fór ég í einhverja leiðslu og man ekki eftir stund og stað, sá bara 8,5. 8,5.Sem betur fer átti ég aukalykla búin að ná í bílinn, en maður og annar eru að ath með lykla frúarinnar oh vesenPinch!

Má ekki vera að þessu er á leið í vinnu, fór í ræktina í morgun og bara nokkuð ánægð með sjálfið!

Eigið yndislegan dag, og verum góð við hvort annað því þá gengur allt betur.

Guð geymi okkur!Heart


TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!

Brúðkaup og fl sept 119

Yngsti strumburinn minn er 17 ára í dagKissing!

Elsku Jóhann Friðrik innilega til hamingju með daginnHeart!

og Guð geymi þig í leik og starfi og sérstaklega í umferðinni!


JARÐSKJÁLFTI, FRÆNKUR OG PRÓF!

Í morgun þegar ég fór í vinnuna, skellti ég hurðinni um kl 7:25 á nákvæmlega sama tíma og jarðskjálftinn varð, og ég hugsaði með mér voðaleg læti eru í mér, en þegar ég heyrði í Gíslanum mínum, sagði hann: það var jarðskjálfti í morgunn, æi úps ég skal passa mig að skella ekki svona harkalega næst, já einmitt það gæti stoppað þaðPinch!

Í gærkveldi komu frænkur mínar í heimsókn og litlu ömmubörnin voru með, við hittumst alltaf reglulega, og þar sem Anna mín er að fara í mótorhjólaferð í USA Route 66 og verður í mánuð, var tilvalið að snakka aðeins áður, og auðvitað er alltaf jafn frábært að hitta þessar elskur.sept 2008 031

Tinna mín með Indíu kareni, Anna og Dagný með tvíburana Önnu og Brynju og Thea með yngsta stubbinn Theodór ÍsakHeart!

En nú verð ég að einbeita mér að lesa undir próf, sem er á fimmtud. í Heilbrigðisfræði, og ýta öllu öðru til hliðar, því ég nenni ekki að eyða tíma í skóla komin á 40 plús aldurinn og fallaCrying!


mbl.is Snarpur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÚPS I DID IT AGAIN!

Ægilega hefur þessi 33 ára verið ungleg að allir keyptu það að hún væri bara 15 ára og í annað sinn, er ekkert eftirlit með svona auðkennisræningjum?

Stelpurnar mínar eru 21 og 22 hvernig ætli mér gengi að leika þær án þess að upp kæmist, æi nei ætli smæðin á íslandi kæmi ekki upp mig eða kannski grá hár sem tóku ekki lit á rándýrri stofunni minni?Woundering!


mbl.is Stal nafni dóttur sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VEGIÐ AÐ STÖÐU KVENNA Í ÍRAN.

VEGIÐ AÐ HVAÐA STÖÐU VAR HÚN EINHVER?


mbl.is Vegið að stöðu kvenna í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RAUÐA MAPPAN!

Jæja eins og einhverjir vita er ég í námi í Félagsliðanum, og fyrstu tímarnir eru búnir að vera heilbrigðisfræði, og í dag átti ég að skila fyrstu ritgerðinni minni. Vá ég hef ekki skilað ritgerð síðan ég var 45kg og það er mjög langt síðan. Auðvitað gekk þetta ekki alveg áfallaust fyrir sig, eins og mér er von og vísa. Karen mín snillingurinn minn í háskólanum, var svo elskuleg að aðstoða múttu sína og lesa yfir, eitthvað var að, því hún gat ekki opnað skjalið sem ég sendi henni, svo ég þurfti að hendast í  vinnutímanum og fara heim í HFJ ná í rándýru fartölvuna mína, fara til hennar í Rvk með gripinn svo hún gæti lesið yfir og prentað út, því ég átti að mæta í skólann strax eftir vinnu, en það gekk ekki, hún náði að lesa yfir en ekki að prenta út fyrir mig, (mér að kenna) nenni ekki að útskýra, en ég ákvað að fara eftir vinnu og ná í þessa dýru og fara með hana í skólann, og segja með kurteysislegu brosi að ritgerðin mín væri tilbúin en mig vantar bara að prenta hana út, ef ég gæti bara fengið smá aðstoð, ekki málið fékk aðstoð og almennilegheit og lærði smá tæknilegt í leiðinni, sniðugt. Þegar ritgerðin mín gubbaðist út úr prentaranum fylltist ég stolti, lét hana í rauða plastmöppu og gekk inn í stofuna á síðustu stundu, og ætlaði að afhenda afrekið, en þá gerðist það að ég átti bara erfitt með það, vildi aðeins hafa rauðu möppuna lengur í höndunum, í hléunum fylgdist ég með hinum láta sínar af hendi eins og ekkert væri, (ekki ég ) ég passaði vel upp á mína þar til tíminn væri búin og þá varð ég að láta hana frá mér, ég margsagði við kennarann: þetta er mín! Já já er hún ekki merkt? Jú jú ég ætlaði bara að sjá til þess að ritgerðin mín færi ekki á eitthvert flandur. Jahérna nú er rauða mappan mín farin austur á Stokkseyri, þar sem kennarinn býr, og hamast svo næstu daga að fara yfir og gefa einkannir, ég vona bara að mín hljóti náð fyrir augum dómarans, eða kannski hugsar hún, já þessi sem ætlaði aldrei að sleppa takinu og tönglaðist í sífellu þetta er mín þetta er mín!Errm!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband