Á MANNAMÁLI!

Loksins var talað tæpitungulaust og skýrt á venjulegri íslensku, það sem stjórnvöld ætla sér í þessum málum, svo er bara að sjá verkin tala. En af hverju var ekkert gert fyrr, af hverju var ekki tekið í taumana fyrr, stjórnmálamenn margir hverjir hafa verið duglegir að klappa þeim á bakið sem eru búnir að standa í allri þessari græðgisútrás, og þessir gangsterar voru hylltir. Nú er fylliríið búið, snekkjan er farin að leka og margir með hræðilegan hausverk, æi ef ég hefði bara ekki gert þetta eða sagt hitt, hvað tekur nú við, er það allsherjarmeðferð? Samúð mín er hjá venjulegu fólki sem er búið að leggja fyrir og spara í mörg ár og missir svo allt á venjulegum mánudegi, ég hef ekki samúð með þotuliðinu, og bankastjórum með eina milljón á dag sem sáu aldrei ástæðu til að lækka sín laun, þó svo að allt stefndi niðrá við, nei látum almenning blæða. Nú verða samningar lausir um mánaðarmótin nóv-des hjá þeim sem vinna hjá Kópavogsbæ, ég er ein af þeim, og eitthvað var ég að heyra að það ætti kannski að fresta samningum vegna ástandsins í þjóðfélaginu, já einmitt láta verkafólkið á lúsarlaununum gjalda þess. Já fólk eignast vini í hinum undarlegustu kringumstæðum. Þegar ég var lítil hræddist ég þegar ég heyrði sagt að Rússarnir væru að koma! Halló þeir eru að koma! Kannski koma þeir syngjandi: Ég er sko vinur þinn albesti vinur þinnWhistling!

En hvað veit ég? Ég bý bara í Hafnarfirði!

 


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Bryndís mín.

Þetta er alltof stórt mál svo ég geti svarað þér að viti ,en heyrumst. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:14

2 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Já sæll Þórarinn! 

þetta verður ekki heldur leyst á einum degi.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 8.10.2008 kl. 15:34

3 identicon

vil ekki sjá neina rússa hér, burt burt

Karó (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband